Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 12

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 12
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Nlynd 1 :A: Mynd af augnbotni sjúklings með sykursýkisbreytingar (Itárœðagúla, litl- ar blœðingar og hörð exúdöt). Makúlubjúgur sést ekki vel á tvívíðri augnbotnamynd. Laserör sjást umhverfls makúltt. Mynd 1 B: Sami sjúklingur stuttu eftir triamcinolone inndcelingu. Efhið myndar hvíta kristalla í glerhlaupi. Tafla 1: Siúklirtgum var skipt í fjóra hópa eftir orsök makúiubjúgs. Fjöldi Karlkyn Kvenkyn Aldur Sykursýki 10 7 3 41-83 ára (meöalaldur 67 ár) Eftir augasteinsskipti 7 3 4 64-85 ára (meöalaldur 76 ár) Bláasðalokun í sjónhimnu 7 4 3 52-79 ára (meöalaldur 66 ár) Æöahimnu- og sjónhimnubólga 4 3 1 24-59 ára (meöalaldur 41 ár) hjá nær helmingi sjúklinga og um 10% versna. OCT sýnir marktæka þynningu sjónhimnu með minnkandi bjúg eftir meðferð. Engir alvarlegir fylgikvillar komu fram. Inngangur Bjúgur í makúlu er alvarlegt vandamál sem oft veldur sjónskerðingu. Bjúgurinn felst í upphleðslu vökva og þykknun sjónhimnu (1). Ýmsir sjúkdómar, svo sem sjónhimnuskemmdir vegna sykursýki, stíflanir í bláæðum sjónhimnu, sjónhimnubólga og skurðaðgerðir, geta valdið makúlubjúg (2-5). Barksterar hafa lengi verið notaðir sem með- ferð við augnbólgu og bjúg í makúlu. Sterarnir auka stöðugleika háræða í sjónhimnu (blood-ret- inal barrier), þrengja háræðar og bæla frumufjölg- un (1, 6). Nýlega hefur einnig verið staðfest að sterainndæling í glerhlaup hamlar nýæðamyndun og minnkar gegndræpi æða og hefur notkun slíkr- ar meðferðar því aukist og ábendingum fer sífellt fjölgandi (2,7-9). Á undanförnum árum hefur inndæling stera í glerhlaup notið vinsælda við meðferð á makúlu- bjúg í sykursýki (mynd 1 A) og fleiri sjúkdómum. Allt að 70% sjúklinga með makúlubjúg vegna sykursýki fá marktæka aukningu á sjónskerpu eftir triamcinolone inndælingu í glerhlaup (10, 11). Einnig hefur verið sýnt fram á að inndæling minnkar makúlubjúg og dregur úr bólgu innan sjúkra augna. Skammtastærð triamcinolones í glerhlaup er allt frá 2 til 24 mg, en algengasta er 4-8 mg. Verkunin helst þeim mun lengur sem meira er gefið (1,12). Triamcinolone acetonide er barksteri sem er mjög lítið vatnsleysanlegur og myndar hvíta kristalla þegar honum er sprautað inn í glerhlaup (mynd 1B). Verkunin sem fæst endist því mun lengur en þegar notast er við meira vatnsleys- anlegar sameindir, til dæmis kortisón, sem verkar í einungis sólarhring innan augans (2). Aðgerðina má endurtaka ef árangur dvínar á nokkrum mán- uðum. Makúlubjúgur er yfirleitt metinn með klínískri skoðun, optical coherence tomography (OCT) eða æðamyndatöku með fluorescein efni (mynd 2). OCT hefur það fram yfir hinar aðferð- irnar að geta mælt þykkt sjónhimnu og þar með gefið magntölu á bjúginn (14). Augnlæknar á íslandi hafa stundað triamcino- lone inndælingu í augu frá því í febrúar 2004 og er hér gerð grein fyrir þeim sem fengið hafa sterainn- dælingu í auga á Landspítala 2004-2006.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.