Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 15

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 15
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Makúlubjúgur: Aðeins einn sjúklingur sem fékk triamcinolone inndælingu vegna æða- himnu- og sjónhimnubólgu átti OCT mælingar. Miðgrófarþykktin mældist 331 |tm fyrir og 465 |tm eftir meðferð. Þrýstingshœkkim og aðrir fylgikvillar Hjá fjórum einstaklingum mældist þrýstingur innan augans hærri en 21 mmHg á fyrstu tveimur mánuðunum eftir meðferð. Þrír þeirra höfðu feng- ið 8 mg af triamcinolone en sá fjórði 12 mg. Hann var með gláku fyrir meðferð og var augnþrýstingur hærri fyrir inndælingu (27 mmHg) en eftir hana (21 mmHg). Hinir þrír mældust með augnþrýsting á bilinu 28-32 mmHg. Hækkun augnþrýstings kom fram hjá einum sjúklingi fjórum mánuðum eftir inndælingu og mældisl þá 47 mmHg. Þrýstingur lækkaði hjá öllum við lyfjameðferð. Engir tveir þeirra höfðu sama augnsjúkdóm. Hjá einum sjúklingi er lýst vaxandi skýmyndun á augasteini en þau einkenni komu fram í báðum augum og því erfitt að tengja við meðferðina. Umræða Inndæling triamcinolone acetonide barkstera í glerhlaup sjúklinga með makúlubjúg bætir sjónskerpu hjá nær helmingi sjúklinga, viðheldur henni hjá um helmingi sjúklinga og fáir versna. Virkni meðferðar hélst fram að sex mánaða eftirliti hjá flestum í þessari rannsókn. I ákveðnum tilfellum var inndæling endurtekin og þegar niðurstöður þeirra tilfella voru skoðaðar sást svipaður árangur eftir hverja inndælingu. í þremur tilfellum fundust engar upplýsingar um sjúklinginn og hjá sex til viðbótar var of stutt frá inndælingu til að hægt væri að meta sjónskerpu þremur og sex mánuðum eftir meðferðina. Optical Coherence Tomography (OCT) er sú tækni sem reynst hefur best til að meta makúlu- bjúg og felst hún í því að innrauðir ljósgeislar eru sendir um ljósop að augnbotni sjúklingsins. Síðan fer fram tölvukeyrð úrvinnsla sem byggist á því að mæld er töf endurvarpsins og styrkur innrauða ljóssins sem endurkastast af innri vefjum augans (sjónhimnunni). OCT byggist á samfösun geisla og töfinni á Ijósgeislanum frá hverju lagi sjónhimn- unnar. Aðferðin gerir læknum kleift að skoða í tvívídd sneiðmynd af lifandi sjónhimnuvef niður í 10 pm þykkt. Þetta þýðir að hægt er að rannsaka hvert lag sjónhimnunnar fyrir sig og meta þykkt, bjúg eða litþekjulos (14). OCT gerir kleift að kvarða makúlubjúg (með tölulegum þykktarmæl- ingum) tölulega. Ekki var mikið til af OCT mælingum hjá þeim sjúklingum sem fóru fyrstir í sterameðferðina Mynd 4 A: Dæmi um vel heppnaða meðferð. OCT myndir af sjónhinmu sjúklings með makúlubjúg vegna sykursýki. Þykknun sjónhimnunnar sýnir bjúginn fyrir triamc- inolone inndælingu þegar þykkt miðgrófar mœlist 638 pm þykk. Mynd 4 B: Eftir meðferð er sjónhimnan flöt og þykkt miðgrófar er 287 pm (B). enda er þessi tækni ný á markaði og hefur nýlega verið tekin upp á íslandi. Notkun OCT í augn- sjúkdómafræði fer ört vaxandi og tæknin lofar góðu við greiningu, meðhöndlun og eftirfylgd sjónhimnusjúkdóma (14). Hækkaður augnþrýstingur var ekki verulegt vandamál hjá okkar sjúklingahópi, þrátt fyrir að talið hafi verið að hjá 40-50% þeirra sem fá yfir 20 mg af triamcinolone sterainndælingu í auga hækki augnþrýstingur 1-2 mánuðum eftir aðgerð og 1-2% þessara augna endi í aðgerð vegna gláku ef augn- þrýstingurinn svari ekki lyfjameðferð (15). Því er einnig lýst að 20-40% aldraðra einstaklinga fari í augasteinsskipti vegna skýs á augasteini innan árs frá inndælingunni (16) og að 0,001% sjúklinganna fái alvarlega sýkingu innan augans eftir aðgerð (17) . Engir alvarlegir fylgikvillar komu fram eftir inndælingar á íslandi á umræddu tímabili (enda ekki margar), en viðbúið er að skýmyndun á auga- steini komi fram með tímanum. Inndæling með triamcinolone dregur úr ma- kúlubjúg og bætir sjón að minnsta kosti um tíma (18) . Læknar hafa notað inndælingu með triamc- inolone acetonide með góðurn árangri við ýmsum augnsjúkdómum (18-22). Þörf er á stórum fram- skyggnum rannsóknum með langri eftirfylgd til að meta gildi slíkrar meðferðar með óyggjandi hætti. Læknablaðið 2006/92 851

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.