Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR / BARKABÓLGA hann útskrifaður heim án frekari rannsókna og fékk betametasón barkstera í þrjá daga (3,5 mg, 2,5 mg og 2 mg). Tveimur dögum síðar höfðu öndunarerfiðleikar drengsins versnað þrátt fyrir meðferð og leituðu foreldrar því aftur á bráða- móttöku. Skoðun Við komu var drengurinn rjóður í kinnum og hraustlegur að sjá. Hann var þó með áberandi há- væra innöndun í hvfld, notaði aukaöndunarvöðva og einnig sáust inndrættir bæði á bringubeini og milli rifja. Eftirtalin lífsmörk voru skráð: hiti 38°C, öndunartíðni 36/mín, púls 130/mín og súrefn- ismettun 97-98% í andrúmslofti. Auk þess leiddi skoðun í ljós talsverðan roða í koki og nokkur sár á tungubroddi sem ekki var lýst frekar í sjúkraskrá. Skoðun var að öðru leyti ómarkverð. Rannsóknir og rneðferð Á bráðamóttöku var tekið hálsstrok í veiru- og sýklaræktun vegna sára og roða í koki. Blóðprufur sýndu væga hækkun á hvítum blóðkornum (14,100) með vinstri hneigð og væga hækkun á blóðflögum (415,000). Sökk var 25 mm/klst og CRP (C-reac- tive protein) var 9 mg/ml sem er innan eðlilegra marka. Drengurinn var lagður inn á barnadeild og hafin meðferð með cefuroxím og barksterum í æð ásamt adrenalíni á innöndunarformi en á þessu stigi málsins var ekki hægt að útiloka sýkingu. Gangur og áframhaldandi meðferð Á sjötta degi frá upphafi einkenna hafði lítið dregið úr öndunarörðugleikum en hitinn var hins vegar horfinn. Því var ákveðið að spegla niður í barka. í spegluninni sást bólga og þrengsli neðan raddbanda en hvorki sást gröftur né aðskotahlut- ur. Ekki kemur fram hvort sár hafi verið sýnileg. í ljósi þessa var ákveðið að halda áfram með adrenalínúða og barkstera. Hins vegar var sýkla- lyfjagjöf hætt þar sem sýklaræktun var neikvæð. Niðurstöður úr veiruræktun frá hálsi bárust viku eftir upphaf einkenna, en þær sýndu herpes simplex veiru af gerð 1. Sú spurning vaknaði hvort herpessýking gæti skýrt þennan óvenjulega gang. Þar sem ekki hafði verið tekið sýni í ræktun í spegluninni var ákveðið að mæla mótefni í sermi á 9. degi veikinda gegn eftirtöldum meinvöldum: parainflúensuveiru af gerð 1 og 3, RSV, adenoveir- um og mycoplasma (komplimentsbindingspróf) sem og mótefni gegn herpes simplex (ELISA). Mótefnamæling gegn herpes simplex-veirum sýndi +++ IgM og + IgG mótefni sem samrýmist nýlegri frumsýkingu af herpes simplex veiru. Mótefni gegn öðrum öndunarfæraveirum mældust hins vegar ekki. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að hætta barksteragjöf sem þá hafði stað- ið í 13 daga. Einkenni drengsins minnkuðu hægt næstu vikurnar og voru horfin eftir fimm vikur. Umræða Barkabólga er venjulega auðveld í greiningu en við langdreginn eða óvenjulegan sjúkdómsgang koma ýmsar mismunagreiningar upp í hugann sem valdið geta innöndunarerfiðleikum (10). Mikilvægt er að útiloka aðskotahlut með speglun því ekki eru allir hlutir röntgenþéttir (til dæmis legokubbar). Einnig þarf að hafa í huga að bakteríusýking getur komið í kjölfar veirusýkingar en einkennin eru þá oftast vaxandi öndunarerfiðleikar, hár hiti og hækkun á hvítum blóðkornum. Enn aðrar mis- munagreiningar eru til dæmis æðaflækjur (hem- angioma), meðfæddir gallar, æxli, bráðaofnæmi (angioedema) og sjaldgæfar sýkingar (11). Hingað til hefur herpes simplex veira ekki verið ofarlega á mismunagreiningarlistanum, í það minnsta ekki hjá hraustum börnum. í þessu til- felli var tekið sárastrok af tungu í veiruræktun og þegar niðurstöður bárust var þegar búið að útiloka algengar mismunagreiningar. Yfirferð yfir birt til- felli gaf til kynna að hér gæti svarið verið komið og voru því gerð fyrrnefnd blóðvatnspróf sem studdu greininguna. Sárin á tungubroddinum urðu þannig til þess að endanleg greining fékkst og það verður að teljast ólíklegt að herpes simplex hafi komið upp í hugann án þeirra. Því er fróðlegt að velta fyrir sér tengslum herpes simplex-veirusýkingar í munn- holi annars vegar og barka hins vegar. Hatherill og félagar spegluðu 148 börn með alvarlega eða langdregna barkabólgu og skráðu tengsl milli sára í munni og barka. Af þeim börnum sem höfðu sár í barka hafði einungis þriðjungur sár í munni og því ljóst að skoðun á koki endurspeglar ekki endilega meingerð í barka þó líklegt megi teljast að um tengsl sé að ræða (12). Á sjúkrahúsinu fékk drengurinn sem hér er greint frá meðferð með barksterum en á síðustu árum hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að bark- sterar draga marktækt úr einkennum, fækka verulega innlögnum, stytta veikindatímann og draga úr áhyggjum foreldra (11, 13, 14). Notkun þeirra hefur því aukist umtalsvert og er nú mælt með að hefja barksteragjöf sem fyrst hjá börnum með barkabólgu, jafnvel hjá einstaklingum með lítil einkenni (15). Oft getur reynst erfitt að meta hvort barkstera- gjöf hjá sjúklingum með barkabólgu auki líkur á alvarlegum sýkingum. Fyrsta tilfelli af barkabólgu af völdum herpes simplex-veiru hjá heilbrigðu barni var lýst fyrir um 20 árum (16). Það var álit 856 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.