Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 21
FRÆÐIGREINAR / BARKABÓLGA höfunda að barksteranotkun hafi getað stuðlað að sýkingunni eins og hjá tveimur öðrum börn- um sem greint var frá tveimur árum síðar (17). Fyrir áratug síðan greindu Mancao og félagar frá tveimur tilfellum þar sem heilbrigð börn með barkabólgu af völdum herpes simplex höfðu ekki fengið barkstera. Þeir töldu þó ólíklegt að um frumsýkingu væri að ræða, líklegast kæmi herpes simplex sýkingin í kjölfar frumsýkingar annarrar veiru sem veikti frumubundið ónæmissvar (7). Krause og félagar fjölluðu einnig um barkabólgu af völdum herpes simplex en nú hjá börnum sem höfðu blöðrur og sár í munni við greiningu. Þeir ályktuðu að frumsýkingin væri líklegast af völdum herpes simplex veirunnar án þess að kanna nánar tilvist þekktra sýkingavalda (8). Hjá drengnum sem greint er frá í þessari grein voru hins vegar tekin blóðvatnspróf fyrir þeim veirum sem í langflestum tilvikum valda barkabólgu, þó listinn hafi ekki verið tæmandi. Til dæmis voru mótefni gegn metapneumóvírus ekki tekin en sá vírus var einangraður fyrst árið 2001 og veldur neðri öndunarfærasýkingum en sjaldnar barkabólgu (6). Þá var ekki tekið mótefni gegn parainflúensu af gerð 2 þar sem hún grein- ist vanalega ekki á þeim árstíma sem drengurinn var veikur. Blóðvatnsprófin reyndust öll neikvæð og ályktum við því að um frumsýkingu af herpes simplex hafi verið að ræða. Þess ber að geta að vissulega hefði það styrkt greininguna enn frekar að taka strok frá barka í veiruræktun líkt og í til- fellum sem vitnað hefur verið í (7,8). Haterhill og félagar studdust hins vegar fyrst og fremst við klín- íska greiningu, það er hvort dæmigerð sár voru til staðar í barka við speglun (12). í þessu tilfelli er barksteragjöfin ólíklegur orsakavaldur þar sem drengurinn hafði einkenni áður en hún hófst. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort barksterarnir hafi hægt á bata sem skýrir ef til vill langdreginn sjúkdómsgang. Það má velta upp þeirri spurningu hvort veita eigi sérhæfða meðferð með acyclóvír. Við yfirferð yfir birt tilfelli virtist það vera matsatriði hverju sinni hvort sérhæfðri meðferð var beitt. I þessu tilfelli var mat lækna að ekki væri rétt að beita slíkri meðferð þar sem greiningin lá ekki fyrir fyrr en á 14. degi veikinda. Drengnum farnaðist vel og sömuleiðis öðrum börnum sem greint hefur verið frá í öðrum greinum og ekki hlutu meðferð (8). Sökum fárra tilfella er erfitt að rannsaka árangur sérhæfðrar meðferðar og því mun klínískt mat hverju sinni væntanlega ráða enn um sinn. Niðurstaða Barksteragjöf við barkabólgu hefur ótvírætt sann- að gildi sitt og ástæða til að meðhöndla öll börn með mikil og dæmigerð einkenni. Þó parainflú- ensuveira sé algengasti orsakavaldur barkabólgu þá geta aðrar veirur eins og herpes simplex valdið slíkri sýkingu. Meðhöndlun með veirulyfjum sem hafa hamlandi áhrif á herpes simlex geta komið til greina ef sýkingavaldurinn greinist snemma í sjúkdómnum. Þakkir Þröstur Haraldsson fyrir aðgang að greinasafni sínu um barkabólgu. Heimildir 1. Malhotra A, Krilov LR. Viral Croup. Pediatr Rev 2001; 22: 5- 12. 2. Denny FW, Murphy TF, Clyde WA Jr, Collier AM, Henderson FW. Croup: an 11-year study in a pediatric practice. Pediatrics 1983;71:871-6. 3. Ewig JM. Croup. Pediatr Ann 2002; 31:125-30. 4. Brown JC. The management of croup. Br Med Bull 2002; 61: 189-202. 5. Rosekrans JA. Viral Croup: current diagnosis and treatment. Mayo Clin Proc 1998; 73:1102-6. 6. Crowe JE jr. Human metapneumovirus as a major cause of human respiratory tract disease. Pediatr Infect Dis J 2004; 23: s215-221. 7. Manaco MY, Sindel LJ, Richardson PH, Silver FM. Herpetic croup: two case reports and a review of the literature. Acta Paediatr 1996; 85:118-20. 8. Krause I, Schonfeld T, Ben-Ari J, Offer I, Garty BZ. Prolonged croup due to herpes simplex virus infection. Eur J Pediatr 1998; 157:567-9. 9. Inglis AF. Herpes simplex virus infection: a rare case of prolonged croup. Arch Otolaryngol Head Neck Surg 1993; 119: 551-2. 10. Peltola V, Heikkinen T, Ruuskanen O. Clinical courses of croup caused influenza and parainfluenza viruses. Pediatr InfectDisJ 2002; 21:76-7. 11. Fitzgerald DA, Kilham HA. Croup: assessment and evidence- based management. Med J Aust 2003; 179:372-7. 12. Hatherill M, Reynolds L, Waggie Z, Argent A. Severe upper airway obstruction caused by ulcerative laryngitis. Arch Dis Child 2001;85:326-9. 13. Jaffe, DM.The treatment of croup with glucocorticoids. N Engl JMed 1998; 339:553-5. 14. Johnson DW, Jacobson S, Edney PC, Hadfield P, Mundy ME, Schuh S. A comparsison of nebulized budesonide, intramuscular dexamethasone, and placebo for moderately severe croup. N Engl J Med 1998; 339:498-503. 15. Bjornson BJ, Klassen TP, Williamson J, Brant R, Mitton C, Plint A, et al. A randomised trial of a single dose of oral dexamethasone for mild croup. N Engl J Med 2004; 351:1306- 13. 16. Sofer S, Pagtakhan RD, Hoogstraten J. Fatal lower respiratory tract infection due to herpes simplex virus in a previously healthy child. Clin Pediatr 1984:23:406-9. 17. Harris JB, Lusk R, Wagener JS, Andersen RD. Acute viral laryngotracheitis complicated by herpes simplex virus infection. Otolaryngol He ad Neck Surg 1987; 96:190-3. Læknablaðið 2006/92 857
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.