Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 32
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OFFITA Iþyngjandi vandi Evrópubúa Hávar Sigurjónsson í fyrsta tölublaði tímarits Samtaka evrópskra heimilislækna sem kom út í sumar er fjallað ít- arlega um offitu sem eitt helsta heilbrigðisvanda- mál sem Evrópubúar standa frammi fyrir nú þegar og í framtíðinni ef engin afgerandi breyting verður á lífsháttum almennings. Efnt var til umræðuþings á aðalfundi samtakanna í London í vor þar sem sex sérfræðingar úr læknastétt ræddu málið af hispursleysi. Stjórnandinn dr. Ian Banks lagði fyrir hópinn eftirfarandi fullyrðingu: „Offita er lífsstíls- vandi og kemur heimilislækninum ekkert við.” Er skemmst frá því að segja að allir þátttakendur voru hjartanlega ósammála fullyrðingunni en hún þjónaði tilgangi sínum með því að kveikja sterk viðbrögð og andsvör. Niðurstöður rannsókna á undanförnum árum staðfesta að hlutfall of feitra fer vaxandi í nær öllum Evrópulöndum en sá telst of feitur sem hefur þyngdarstuðul 25 eða hærri. Lætur nærri að nær helmingur fullorðinna karla í Evrópu sé of feitur og nær 40% kvenna en hlutfallið er nokkuð breytilegt eftir löndum og hækkar hraðast í Bretlandi, Þýskalandi og nokkrum Austur-Evr- ópulöndum án þess að sérfræðingar hafi skýringar á reiðum höndum. Dr. Susan Jebb, yfirmaður NRC (Rannsóknarstofnun í næringar- og heilsufræði) í Cambridge á Englandi, segir að ekkert land í Evrópu sé undanskilið þegar rætt sé um vaxandi offitu. Hún segir ekki vera hægt að benda á eina ástæðu þess að offita aukist sums staðar hraðar en annars staðar. „Það verður að horfa á samhengið, skoða þetta sem lífsstíl því breyturnar hrannast saman. Það er til dæmis líklegt að þeir sem borða mjög fituríkan mat drekki mikið af gosdrykkjum.” Hún bætir því við að það sé sláandi fylgni milli offitu foreldra og offitu barna þeirra. „Áttatíu prósent af börnum sem þjást af offitu eiga for- eldra sem einnig eru of feitir. Foreldrarnir eru oft áhyggjufyllri yfir offitu barna sinna og eru til- búnir að leggja meira á sig barnanna vegna. Það er því stundum hægt að nota offitu barnanna sem tækifæri til að breyta neysluvenjum og lífsstíl allrar fjölskyldunnar.” Hvað geta heimilislæknar gert? David Hasslam er heimilislæknir og formaður breskra samtaka gegn offitu sem hann stofnaði Offita, ofeldi og hreyfingarleysi í greinargerð með tillögu til þings- ályktunar sem lögð var fram á Alþingi vorið 2005 kemur skýrt fram hversu alvarlegur vandi offita og ofeldi eru í samfélaginu. Hér er birtur inngangur greinargerðarinnar sem unnin var af sérfræðingum Lýðheilsustofnunar og eru lesendur hvattir til að kynna sér greinargerðina í heild á vefsíðu Alþingis; www.althingi.is þingmál 806, 131. löggjafarþing. „Rannsóknir víða um heim sýna að ofeldi, óæskilegt mataræði og hreyfingarleysi er alvarleg en jafnframt vanmetin ógn við heilsu og lífsgæði, ekki aðeins á Vesturlöndum, heldur víðast hvar í veröldinni. í skýrslu Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar kemur greinilega í ljós hve næring, hreyfing og holdafar hafa mikil áhrif á heilsufar Evrópubúa. Þar er reiknað vægi mismunandi áhættu- og umhverfisþátta á heilsu eða sjúkdómsbyrði, m.a. í þeim tilgangi að hægt sé að forgangsraða forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Það vekur athygli að næring, holdafar og hreyfingarleysi raða sér þar í fimm af sjö efstu sætum yfir þá þætti sem helst stytta líf og minnka lífsgæði. Litlar horfur eru á að vægi næringar og hreyfingar fyrir heilsu minnki á næstunni þar sem offita verður æ alvarlegri heilsufarsógn um víða veröld, svo líkja má við faraldur. Þjóðfélagsaðstæður samfara aukinni velmegun eiga hér vafalítið stærstan hlut að máli. Fjölskyldumáltíðir eiga undir högg að sækja og tilbúin fæða og skyndibitar verða æ stærri hluti heildarneyslunnar. Stóraukið framboð á girnilegum mat, stærri matarskammtar og ágeng markaðssetning orkuríkrar fæðu hafa hvatt til ofneyslu en á sama tíma hefur dregið úr hreyfingu við athafnir daglegs lífs vegna tæknivæðingar, sjónvarps- og tölvuvæðingar og breyttra samgönguhátta. Tómstundir barna og unglinga hafa líka gjörbreyst þar sem kyrrsetur við tölvuleiki og sjónvarpsáhorf hafa að miklu leyti tekið við af útileikjum og ærslum. Ekkert bendir til sérstöðu íslendinga hvað þetta varðar. Þvert á móti hafa inn- lendar rannsóknir sýnt öra fjölgun barna jafnt sem fullorðinna sem eiga við offitu eða ofþyngd að stríða og á sama tíma hafa átraskanir og lystarstol orðið meira áberandi, ekki síst meðal ungs fólks. Þær breytingar sem hafa orðið á mat- aræði, hreyfingu og holdafari íslendinga undanfarna áratugi eru fyrst og fremst afleiðing breyttra þjóðfélagshátta. Hér er á ferðinni brýnn samfélagslegur vandi sem hefur ómæld áhrif á heilbrigðisút- gjöld og lífsgæði. Eigi að snúa þróuninni við þurfa rnargir að leggjast á eitt, jafnt almenningur, skóli, atvinnulíf, frjáls félagasamtök og stjórnvöld.” 868 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.