Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 33

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 33
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OFFITA árið 2000. Hann segir að breskir heimilislæknar séu stefnulausir í meðhöndlun á offitu. „Við trúum því ekki að við getum náð árangri í meðhöndlun offitusjúklinga. í hreinskilni sagt þá er það mjög erfitt. Hjá hveijum sjúklingi þarf að taka tillit til fjölmargra þátta og meðferð tekur langan tíma. Þetta er ævilöng meðferð þar sem afturför er hluti af heildarmynd sjúkdómsins.” Hasslam nefnir einnig annan vanda. „Lækna- nemar fá litla þjálfun í meðhöndlun offitu. Heim- ilislæknar hafa ekki fjárhagslegt bolmagn, skortir tíma og stuðning af samstarfi við næringarfræðinga og áfram mætti telja.” Hér verður að undirstrika að Hasslam er að lýsa aðstæðum heimilislækna í Bret- landi og hann dregur upp dökka mynd af ástand- inu. „Það skelfilegasta við offitufaraldurinn er að jafnvel þó tækist að stöðva hann með 100% árangri núna svo enginn yrði of feitur framar og offitusjúk- lingarnir yrðu ekki feitari, þá myndum við samt sem áður standa frammi fyrir faraldri af sykursýki innan næstu 5-7 ára og í kjölfarið fylgdi faraldur af hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða.” Hann vill þó ekki finna sökudólg heldur segir að fyrir lækninn skipti ekki máli hvernig sjúkling- urinn varð of feitur heldur einfaldlega sú stað- reynd að hann er orðinn það og þarfnast með- ferðar vegna þeirra sjúkdóma sem offitan hefur orsakað. Dr. Bernard Grewin formaður CPME segir mikilvægast að taka á vandamálinu áður en offitu- sjúklingar mæta til heimilislæknisins. Mikilvægast sé að reka harðan áróður í samfélaginu fyrir heil- brigðum lífsstíl og skapa hvetjandi aðstæður fyrir fólk sem vill léttast. Hann bendir á átak Evrópu- sambandsins um næringu, hreyfingu og heilsu sem er stefnt gegn vandanum. Susan Jebb bendir á þá staðreynd að mann- skepnan sé háð næringu til að viðhalda góðri heilsu og jákvæðu hliðarnar séu mun fleiri en þær neikvæðu. „Það er miklu auðveldara núna en áður að borða heilsusamlega ef fólk kýs það á annað borð. Neytendur geta valið mjög heilsusam- lega fæðu en engu að síður velur stór hluti þeirra ótrúlega óheilsusamlegan mat og því verðum við Staðreyndír sem vega þungt Ofþyngd og offita hefur verið að aukast bæði meðal barna og fullorðinna á íslandi og árið 2002 var svo komið að um 57% karla og 40% kvenna á aldrinum 15-80 ára voru yfir kjörþyngd. Um 23% 9 ára barna voru yfir kjörþyngd árið 2004. Fólk sem er talsvert yfir sinni kjörþyngd er líklegra til að þjást af sjúkdómum, svo sem sykursýki (tegund II), hjarta- og æða- sjúkdómum, sumum tegundum krabbameina, gallsteinasjúkdómum, veik- leikum í stoðkerfi, þunglyndi og fleiri kvillum, heldur en hinir sem eru í kjörþyngd. Lýðheilsustöð; stefna, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun. Læknablaðið 2006/92 869

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.