Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 40

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 40
UMRÆÐA & FRÉTTIR / DOKTORSVERKEFNI UM OFVIRKNI ÍSLENSKRA BARNA Mikilvægt að skimað sé fyrir öðrum hugsanlegum röskunum Sólveig Jónsdóttir sálfræðingur varði doktors- ritgerð sína í klínískri taugasálfræði við læknadeild Ríkisháskólans í Groningen í Hollandi þann 27. september síðastliðinn. Doktorsritgerðin fjallar um athyglisbrest með ofvirkni og tengsl hans við fylgikvilla og kyn og nefnist hún á ensku: ADHD and Its Relationship to Comorbidity and Gender. Doktorsritgerðin byggir á fjórum rannsóknum sem Sólveig hefur gert á undanförnum árum um a) kynjamun á einkennum athyglisbrests og ofvirkni Hávar og öðrum geðröskunum í heilbrigðu íslensku Sigurjónsson þýði, b) áhrif sértækrar málþroskaröskunar á Læknastofur til leigu í Læknastöð Vesturbæjar Melhaga 20-22, 107 Reykjavík Ágætir samstarfslæknar, sjást varla. Nánar hjá lækningaforstjóra Árna Tómasi Ragnarssyni í síma 562 8090 aö mig minnir vinnsluminni barna sem eru með samsetta gerð af ADHD, c) sambandið milli taugasálfræðilegs rnats á stjórnunarfærni (executive function) og hegðunarmats foreldra og kennara á einkennum athyglisbrests, ofvirkni og hvatvísi og d) áhrif taugaraförvunar gegnum húð (transcutaneous electrical nerve stimulation, TENS) á vitsmuna- starf, hegðun og sveifluna á milli hvfldar og virkni í börnurn með ADHD. Þrjár greinar byggðar á þessum rannsóknum hafa þegar birst í erlendum ritrýndum vísindatímaritum. „Megin greiningarskilmerki ADHD eru athygl- isbrestur. ofvirkni og hvatvísi. Hins vegar er sýnt fram á í þessari ritgerð að fylgikvillar og kynferði í ADHD hafa mikilvæg áhrif á vitsmunastarfsemi og á hegðun. Þannig er sýnt fram á í fyrstu rann- sókninni að heilbrigðir íslenskir drengir eru metnir með meiri einkenni um ofvirkni/hvatvísi og árásargirni, en heilbrigðar íslenskar stúlkur bæði af foreldrum og kennurum. Kennarar meta drengi einnig með meiri einkenni um athyglisbrest en stúlkur, en að mati foreldra er ekki munur á kynjum hvað hann varðar. Fyrirferðarmeiri og sjáanlegri hegðun drengja gæti útskýrt hvers vegna þeim er frekar vísað til greiningar á ADHD heldur en stúlkum og hvers vegna meiri samsvörun er á milli mats foreldra og kennara á ADHD einkenn- um hvað drengi varðar heldur en stúlkur. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að kennarar geti í sumum tilfellum verið að ofgreina einkenni um ADHD og áð þættir eins og bekkjarstærð og menningarsvæði geti haft áhrif á skoðanir kennara á því, hverjir nemenda þeirra séu með einkenni um röskunina,” segir Sólveig, sem hefur starfað sem sálfræðingur á íslandi frá 1985. Hún hlaut sérfræðingsviðurkenn- ingu í klmískri barnasálfræði árið 2000 og í klín- ískri taugasálfræði barna árið 2002. Sólveig segir að rannsóknir hennar hafi leitt í ljós að þáttur málþroskaröskunar, sem yfirleitt er ekki skimað fyrir, sé stórlega vanmetinn í grein- ingu á ADHD. „Sett hefur verið fram sú kenning að stjórnunarfærniþátturinn vinnsluminni sé eitt af grundvallarvandamálunum í ADHD. í annarri rannsókn minni er sýnt fram á að skert yrt vinnslu- minni stafar af málþroskaröskun, sem er algengur fylgikvilli með ADHD. Þriðja rannsóknin sýnir að sá þáttur sem best spáir fyrir háu mati kennara á athyglisbresti er lélegur málþroski. Það er vel hugs- 876 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.