Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 43

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Hnarreistar flöskur og létthlaupandí „Það er nú yfirleitt þannig að bestu vínin eru dýrust,” segir Einar Thoroddsen háls-, nef- og eyrnalæknir sem um árabil hefur verið þekktur fyrir þekkingu sína á góðum vínum. Svarið kemur í kjölfar spurningarinnar um hvaða vín sé best að hafa með jólasteikinni. „Það má oft treysta því að verðið fer eftir gæðum vínsins, og því dýrara sem vínið er því betra er það.” Áhugi Einars á því að kunna skil á vínum hófst fyrir margt löngu, þegar hann 22 ára gamall og keypti sér dýra konjaksflösku í fríhöfninni á heimleið erlendis frá. „Ég byrjaði strax að kaupa það sem kostaði meira af því að mér fannst lógískt að það hlyti þá að vera betra. Þetta þróaðist svo út í að ég fór að lesa mér til um vín fyrir tilstilli ann- arra, ég minnist þess að sumarið 1975 var ég vinna með Ingólfi Guðjónssyni sálfræðingi á Kleppi og hann og Súsa, kona hans, töluðu talsvert um klaret, rauðvín frá Bordeaux. Þau töluðu líka um Búrgúndarvín og þarna kviknaði áhugi minn. Ég las það svo í einhverri bók að til þess að skilja út á hvað þetta gengi yrði maður að fá sér eitthvað helvíti gott vín og bera það saman við annað miðl- ungsvín. Ég fór því og keypti dýrustu rauðvíns- flöskuna í ríkinu og opnaði hana og sat svo með sopann í munninum í 2-3 mínútur og ranghvolfdi augunum. Eftir það varð ekki aftur snúið. Dellan magnaðist.” Hefurðu lagst í ferðalög um vínhéruð og stund- að rannsóknir á vettvangi? „Já, ég hef farið til Bordeaux og Búrgúndíu á kúrsusa og þess háttar í vínsmökkun. I Bordeaux er stór vínræktardeild í háskólanum, enda er þetta gríðarlega mikilvæg landbúnaðargrein í Frakk- landi og víðar.” Pú varst einn afþeim fyrstu hérlendis sem þekkt- ur varð fyrir þekkingu á góðum vínttm. „Já, það var nú hálfgerð tilviljun. Mér var ýtt út í viðtöl og smakkanir í fjölmiðlum en þess verður þó að geta að Jónas Kristjánsson ritstjóri hafði skrifað talsvert um vín í veitingahúsagreinum sínum í Dagblaðið svo þetta var íslendingum alls ekki framandi þegar ég kom fyrst til sögunnar.” Verður þú var við mikinn áhuga á vínum í kring- um þig? „Já, þetta er í tísku. Þeir sem eiga eitthvað svo- lítið af peningum telja sig þurfa að eiga vínkjallara. Það eru ýmsir sem safna fínum vínum og ég reikna Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 879

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.