Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 31
Hvemig á að leysa vandann á meðan, sjúklingar liggja á göngum og biðlistar eru langir. „Þetta er hluti af vandanum sem ég vil skoða í stærra samhengi. Það er ekki hægt að taka ein- staka þætti útúr og reyna leysa þá án þess að hafa yfirsýn yfir heildina." Sérðufyrir þér að tímamörk verði sett á biðlista? „Á einhverjum tímapunkti verður það gert. Það er ekkert ólíklegt að á vegum Evrópusambandsins verði gefin út til- mæli um tímamörk biðlista í kjölfar þess að bresk kona vann mál sem hún höfðaði fyrir Evrópudómstólnum eftir að hafa farið í aðgerð í Frakklandi þegar hún gafst upp á að bíða eftir að komast að í Englandi. Ég sé það fyrir mér að í nánustu framtíð verði gefnar út reglur hér varð- andi biðlista en það liggur fyrir að allt sem að þessu snýr þurfi að vanda mjög vel í undirbún- ingi. Þetta snýst ekki bara um val sjúklingsins á þeirri þjónustu sem er í boði heldur líka val kaup- andans, ríkisins, á þeirri sömu þjónustu. Þegar ég tala um heildarsamhengi þá er ég að tala um stærri markað en hér heima og valkostir kaupand- ans ná þá ekki bara útfyrir ríkisrekin sjúkrahús heldur útfyrir landsteinana ef því er að skipta. Við skulum ekki gleyma því að kostnaður við að flytja sjúkling á milli landa er hverfandi í því kostnaðar- umhverfi sem við erum að tala um." Nefnd sem Pétur Blöndal alþingismaður veitirfor- stöðu hefur nýverið tekið til starfa og eitt afþví sem henni hefur veriðfalið er að endurskoða lyfjaverð og hámarkskostnað sjúklinga við lyfjakaup. Sérð þúfyrir þér hvar mörkin eiga að liggja? „Nei, enda er það alls ekki tímabært að nefna einhverjar tölur í því samhengi. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar að fólk á að njóta stuðnings hins opinbera þegar það lendir í stórfelldum kostn- aði vegna eigin veikinda eða barna sinna. Þá vil ég sjá aðstoðina koma inn af fullum krafti. Ég vil lækka kostnað við lyf, bæði kostnað sjúklinga og kostnað hins opinbera. Það hafa verið færð gild rök fyrir því að ákveðin sóun sé í end- urgreiðslukerfinu því það sé hvorki nógu skilvirkt né nógu skynsamlegt. Núverandi kerfi ber þess merki að það hefur verið bætt og endurbætt og er orðið miklu flóknara en það þyrfti að vera. Ég vil einfalda kerfið og gera það skiljanlegra og gagn- særra. Það er ekki náttúrulögmál að breytingar á kerfinu þurfi að koma niður á einhverjum heldur þvert á móti getur það orðið öllum til gagns." Heimilislæknar losna úr viðjum Tilvísunarkerfið sem tekið var upp gagnvart hjarta- læknum hefur komið hvað verst niður á sjúklingunum. Hvernig horfir það við þér? „Þetta er í skoðun einsog allt annað núna og við höfum nokkur módel fyrir framan okkur og UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA getum skoðað hvernig þau reynast. Við munum einnig líta til Norðurlandanna og það er eitt af því sem nefndinni sem Pétur Blöndal gegn- ir formennsku í og Ásta R. Jóhannesdóttir er varaformaður fyrir hefur verið falið að gera; að skoða hvernig þessum málum er fyrirkomið á Norðurlöndunum." Mega heimilislæknar búast við að verða leystir undan því að starfa einungis á heilsugæslustöðvum og vera með sjálfstæðan rekstur? „Það má færa rök fyrir því að sameining heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki reynst eins vel og vonir stóðu til. í mínum huga gengur þetta fyrst og fremst út á að veita fólki góða þjónustu og ég tel að við munum sjá í nán- ustu framtíð meiri fjölbreytni á þessu sviði en verið hefur. Kerfið sem sett var á laggirnar fyrir mörgum árum er alls ekki endilega kerfið sem hentar okkur best í dag. Það hefur margt breyst í þjóðfélaginu og þarna er fjölbreytni lykilorðið." Rafræn sjúkraskrá hefur verið nokkuð til umræðu en lítið miðað áfram. Ætlarðu að beita þér í að það mál verði klárað? „Ég tel þetta mjög mikilvægt mál en áður en farið verður út í stóru fjárfestinguna þá verður að vera klárt að kerfin geti talað saman og markmið mitt er að ná áþreifanlegum árangri í þessu máli. Þetta er langtímaverkefni en það þýðir ekki að ég sé að tefja málið heldur vil ég þvert á móti tryggja að vel sé að því staðið." Talað hefur verið wn mikilvægi þess að stofna emb- ætti umboðsmanns sjúklinga. Munt þú beita þérfyrir því? „Ég tel að skoða þurfi þetta í samhengi við aðra hluti sem ég hef nefnt en það er enginn vafi í mínum huga að hagsmunir sjúklinga þurfa að vera upp á borðinu til jafns við hagsmuni fagstétt- anna þegar rætt er um heilbrigðismál." Það er stundum sagt að heilbrigðismálin séu málaflokkur sem stjórnmálamenn vilji helstforðast að ræða. Hvernig snýr þetta við þér sem orðinn ert heil- brigðisráðherra? „Mér finnst þetta miklu skemmtilegri mála- flokkur en ég átti von á. Ég kannast hins vegar vel við þetta viðhorf sem þú lýsir og það var ýmist að fólk óskaði mér til hamingju eða vottaði mér samúð sína þegar ég tók við embættinu. Ég held að þetta þýði að hér er verk að vinna og ég mun hiklaust reyna að láta að mér kveða og ég hef ekki mætt öðru en jákvæðni og löngun til að gera betur hjá því fjölmarga fólki sem starfar innan heilbrigð- isgeirans og ég hef talað við í sumar. Við þurfum að breyta ímyndinni, gera hana jákvæða því við erum í harðri samkeppni um fólk og fjármagn. Það fyrsta sem koma á upp í hugann þegar rætt er um íslenskt heilbrigðiskerfi er að það sé öflugt, fjölbreytt og með því besta sem býðst í heiminum í dag." LÆKNAblaðið 2007/93 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.