Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 39
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KLEPPUR í 100 Á R við Helga ætíð síðan, þá beindist andúð sumra vinstri manna að Kleppi. Þetta var mjög slæmt því hvergi á öðru sviði lækninga er jafn mikilvægt að byggja upp traust milli stofnunar, sjúklinga og samfélagsins og verst af öllu er ef geðsjúkrastofn- un litast af pólitískum leðjuslag samtímans. Frægt er málið þegar skáldinu Vilhjálmi frá Skáholti var haldið nauðugum á Kleppi í nokkra mánuði og vinstri menn töldu óræka staðfestingu þess að Kleppur væri stjórntæki hinna hægri sinnuðu valdhafa. Eg verð að viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því áður hversu djúpt þessi pólitíski ágreiningur um Klepp risti í samfélaginu fyrr en ég fór að kynna mér söguna." Gaukshreiðrið mótaði hugmyndir Orðið sjálft, Kleppur, hefur í hugum þjóðarinnar fengið á sig mjög skýra og einfalda merkingu og ýmis orð og orðasambönd urðu til á síðustu öld sem tengdust spítalanum á Kleppi. Kleppsmatur, klepptækur, kleppsvinna hafa öll mjög ákveðna merkingu og upprunaleg merking orðsins sem er samkvæmt íslenskri orðabók klepri eða snurða eða klöpp hefur horfið. Ekki má gleyma orðinu kleppari sem þýddi einfaldlega að vera geðveik- ur. „Þetta er plagsiður víða í kringum okkur og í sænsku er t.d. talað um vadstenara sem er dreg- ið af geðsjúkrahúsi í bænum Vadstena. Vegna smæðar landsins og þess að þetta er eini geðspít- alinn þá verður þetta enn meira áberandi fyrir vikið og einungis í neikvæðum skilningi. Þetta verður allt hluti af orðfari sem á að lýsa neikvæð- um eiginleikum fari einstaklings. Þetta ýtir svo undir þá miklu fordóma sem voru í samfélaginu gagnvart Kleppi, það var ekkert jákvætt við að hafa legið á Kleppi og fólk tengdi Klepp fyrst og fremst við þá ímynd að þar væri fólk æpandi upp um alla veggi. Hræðslan við að verða innlyksa á Kleppi var líka mjög raunveruleg og átti sann- arlega við rök að styðjast því margir áttu þaðan ekki afturkvæmt. Kleppur tengdist líka skugga- veröld geðveiki og glæpa samtímans því þar voru vistaðir flestir glæpamenn íslands um lengri eða skemmri tíma. Staðfesting á þessu er hversu hrætt fólk var við staðinn og þeir sem bjuggu í Kleppsholtinu, í sundunum og við Langholtsveg lifðu margir hverjir í stöðugum ótta um að þeir eða börnin þeirra yrðu fyrir barðinu á geðsjúkl- ingum á Kleppi. Það gerðist þó aldrei svo ég viti til. í lesendabréfum dagblaðanna er fólk engu að síður að krefjast þess að í kringum Klepp verði reistur mannhæðarhár múr til að vernda almenn- ing fyrir vistmönnunum." Þú dregurfratn greinar úr dagblöðum frá áttunda Óttar Gudnwndsson Kleppur I ■/IAA í 100 ár áratugnum þar sem blaðamenn fóru á Klepp og skrif- uðu greinar um upplifun sína. „Þetta virðist hafa verið nokkuð vinsælt á þeim tíma og það sem kom mér á óvart var hversu fá- fróðir blaðamennirnir hafa verið og hversu flatt upp á þá virðist hafa komið margt af því sem telja má sjálfsagt í meðhöndlun geðsjúkra. Hugmyndir þeirra um Klepp eru einnig mjög barnalegar og hlaðnar ýmsum fordómum. Þeir eru undrandi á því að sjúklingarnir geti tjáð sig og hafi skoðanir á ýmsu, séu ekki þroskaheftir en það virðist hafa verið algengt að leggja þetta tvennt að jöfnu." Mestur áhrifavaldur á skoðanir fólks á geð- sjúkum og geðsjúkrastofnunum á áttunda áratug síðustu aldar er að mati Óttars kvikmyndin Gaukshreiðrið. „Áhrif kvikmyndarinnar sem kom út 1973 og bókarinnar sem kom út í Bandaríkjunum 10 árum fyrr eru gríðarleg og mótuðu hugmyndir heillar kynslóðar um geðsjúka og geðsjúkrahús. Myndin sannfærði fólk um að á geðsjúkrahúsum væru sjúklingar gangandi um slefandi og heilalausir, meðhöndlaðir út í eitt með raflosti og lóbótómíu. Þessi mynd sem þarna er dregin upp er í engu samræmi við það sem var raunverulega að ger- ast í geðlækningum á þessum tíma. Höfundur Gaukshreiðursins, Ken Keasey, skrifar þessa skáldsögu útfrá reynslu sinni sem starfsmaður á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum á sjötta áratugn- um áður en nýju lyfin komu fram sem gjörbreyta ásýnd og yfirbragði geðdeilda í byrjun sjöunda áratugarins. Myndin gefur því kolranga mynd Kápa bókarinnar Kleppur í 100 ár eftir Óttar Guðmundsson sem JPV gefur út oger væntanleg úr prentsmiðju þá og þegar. LÆKNAblaðið 2007/93 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.