Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 27
UMRÆÐUR O G A Ð A L F U F R É T T I R N D U R L í Tvíburasysturnar Ósk kvensjúkdómalæknir og Brynhildur augnlæknir, lngvarsdætur. Gestur aðalfundarins Kgosi Letlape formaður suður-afrískra læknafélags- ins og ]ón Snædal. Ályktanir aðalfundar 2007 Á aðalfundi Læknafélags íslands voru gerðar eft- irfarandi ályktanir, um forsendur þeirra má lesa á heimasíðu félagsins. ■ ■ Ályktun vegna síðbúinnar breytingar á því frumvarpi sem varð að nýjum heilbrigðislögum nr. 40/2007. Niðurstaða: Aðalfundur Læknafélags fslands í Kópavogi dag- ana 28. og 29. september 2007, skorar á heilbrigðis- ráðherra að hann beiti sér fyrir því að ákvæði 8. gr. laga nr. 40/2007 verði breytt á þann hátt að engar kvaðir verði settar á einkaaðila sem gera samn- inga við ríkið um veitingu heilbrigðisþjónustu um hvemig þeir skuli haga stjómskipulagi sínu. ■ ■ Ályktun um gildissvið sjúkratrygginga og umboðsmann sjúklinga. Niðurstaða 1: Aðalfundur Læknafélags fslands haldinn í Kópavogi 28.-29. september 2007, hvetur heil- brigðisráðherra til að skilgreina sem fyrst innihald hinnar opinbem sjúkratryggingar á íslandi, svo enginn vafi leiki á því hvaða réttindi hún veitir þegnunum og hver ekki. Niðurstaða 2: Aðalfundur Læknafélags fslands haldinn í Kópavogi 28.-29. september 2007, skorar á Alþingi og ríkisstjórn fslands, að stofna embætti umboðs- manns sjúklinga sem gæti réttinda sjúklinga gagnvart stjórnvöldum í heilbrigðis og trygg- ingamálum. Hann hafi eftirlit með að lög um almannatryggingar tryggi á hverjum tíma rétt hinna sjúkratryggðu, að jafnræði sé í heiðri haft í heilbrigðis- og tryggingakerfinu og að yfirvöld vinni í samræmi við lög og vandaða stjómsýslu- hætti. Umboðsmaður bendi einnig á misfellur í heilbrigðis og tryggingakerfinu og segi fyrir um úrbætur og leiðréttingar af hálfu viðkomandi yfir- valda þegar við á. ■ ■ Ályktun aðalfundar Læknafélags fslands 2007 um lækningaminjasafn. Niðurslaða: Það er niðurstaða aðaifundur Læknafélags fslands haldinn í Kópavogi dagana 28. og 29. september 2007 að staðfesta fyrir sitt leyti samning þann, sem liggur fyrir fundinum og formaður félagsins gerði við menntamálaráðherra, Seltjamamesbæ, Þjóðminjasafn fslands og Læknafélag Reykjavíkur þann 27. september s.l. með fyrirvara um sam- þykki aðalfundar Læknafélags íslands. ■ ■ Alyktun aðalfundar Læknafélags fslands um þróunaraðstoð. Niðurstaða: Aðalfundur Læknafélags íslands í Kópavogi dagana 28. og 29. september 2007, felur stjóm félagsins að móta stefnu um stuðning við störf ís- lenskra lækna og læknanema í þróunarlöndum. ■ ■ Aðalfundur Læknafélags fslands, haldinn í Reykjavík dagana 28.-29. september 2007 ályktar að fela stjóm LÍ að falast eftir þátttöku félagsins í sendinefnd fslands hjá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni (WHO). ■ ■ Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Kópavogi 28.-29. september 2007 hvetur yfirvöld heilbrigðis- og menntamála til að hraða bygging- aráföngum Landspítala og heilbrigðisvísinda- deilda Háskóla íslands svo bæta megi sem fyrst starfsemi spítalans og aðstöðu fyrir sjúklinga ■ ■ Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Kópavogi 28.-29. september 2007 hvetur heil- brigðisyfirvöld til að kanna kosti fjölbreyttari rekstarforma á þeirri starfsemi sem fer fram á Landspítala. ■ ■ Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn 28,- 29. september 2007 hvetur heilbrigðisráðherra til þess að auka áhrif yfirlækna í stjómun lækninga á Landspítala og að tryggja að beitt sé málefnalegum sjónarmiðum við ráðningu yfirmanna lækninga á sjúkrahúsinu eins og lög kveða á um. í núverandi skipulagi Landspítala hafa áhrif lögskipaðra yfirlækna sérgreina verið rýrð með óheimilli tilfærslu verkefna þeirra til annarra stjómenda, sem valdir hafa verið með ógagnsæjum hætti. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað ítarlega um þennan vanda og í greinargerð með nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu er tekið undir sjónarmið umboðsmanns og hnykkt á mikilvægi yfirlæknisábyrgðar. Afar mikilvægt er, að ákvörðunarvald yfirlæk- na sérgreina verði aukið með þeim hætti, að fjár- hagsleg ábyrgð, ráðningarvald og lögbundin fagleg ábyrgð fari saman í rekstri sérgre ina. Samþætting faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar myndi bæta stjómun og auðvelda ákvarðanir með aukinni dreifistýringu og minnkaðri yfirbyggingu stjóm- kerfis. Þá er afar þýðingarmikið, að allir yfirmenn lækninga verði ráðnir með gagnsæjum hætti byggt á málefnalegum forsendum. ■ ■ Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn í Kópavogi 28.-29. september 2007 felur stjóm félagsins að koma með tillögur fyrir næsta aðal- fund þess um skilgreinda aðild læknanema að Læknafélagi fslands. LÆKNAblaðið 2007/93 759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.