Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35
Saga Klepps er þjóðarspegill - viðtal við Óttar Guðmundsson geðlækni UMRÆÐUR 0 G K L E P P U R F R É T T I R í 10 0 Á R „Ég ákvað strax hvaða bók ég ætlaði ekki að skrifa," segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, höfundur bókarinnar Kleppur í 100 ár, sem vænt- anlega er að renna útúr prentvélunum þegar við- tal þetta birtist. Óttar segir að Hannes Pétursson yfirlæknir hafi farið þess á leit við sig að skrifa sögu Klepps og hann hafi hugsað sig um vel og lengi áður en hann ákvað að þekkjast boðið. „Ég vildi ekki skrifa dæmigerða stofnanasögu, ekki hetjusögu stjórnenda spítalans, sem oft á tíðum erum skrifaðar af stjórnendunum sjálfum sem hafa ekkert annað betra að gera þegar sest er í helgan stein en að skrifa eigin sögu og lærifeðra sinna. Oft verður það mikil lofgjörð um við- komandi. Ég tel reyndar að grundvöllur slíkrar söguritunar sé varla til í dag, fólk gerir aðrar kröf- ur til söguritunar og ég ákvað því að skrifa sögu Klepps útfrá þríþættu sjónarhorni,starfsfólksins, sjúklinganna og samfélagsins. Ég ákvað líka að leggja bókina upp í tímaröð og hafði til hliðsjónar gömlu Aldirnar og Island í tímanna rás, en með því gat ég sagt söguna án samhangandi fram- vindu í texta; en þó halda sig við tímaröðina og segja frá því sem mér þótti merkilegast á hverjum tíma. Þetta veitti mér mun meira frelsi en sam- hangandi söguritun hefði gert, að geta valið og hafnað hvað ég vildi skrifa um þó stundum væri það sjálfgefið." Mikilvæg gögn hafa glatast Sagan lá þó ekki á lausu og margt af því sem fyr- irfram hefði mátt telja nauðsynleg og sjálfsögð gögn reyndust ekki vera fyrir hendi. „Ég komst að því að það hefur gríðarlegu miklu af gögn- um spítalans verið fleygt. Sjúkraskrár vantar og alls kyns önnur grunngögn eru ekki til lengur. Sjúklinga- og starfsmannabókhald frá fyrri árum er horfið og í ákveðnum tilfellum þar sem ég leit- aði eftir upplýsingum um tiltekna sjúklinga sem ég vissi að höfðu dvalið á spítalanum fannst ekki lengur tangur né tetur um sjúkrahúsvist þeirra. Þannig vantar mikið af gögnum spítalans frá stofnun hans 1907 og fram undir 1960 og það sér hver maður að skráning sögunnar verður mun erfiðari en ella við þessar kringumstæður. Aðalástæða þess að gögnum hefur verið fleygt er eflaust þau yfirgengilegu plássvandræði og þrengsli sem spítalinn mátti lengst af búa við; flutningar á milli húsa og breytingar á húsnæði hafa orðið til þess að mikilvægum gögnum var fleygt. Það er mjög lítið til á Þjóðskjalasafni, allt og sumt sem þar er geymt kæmist í tvo til þrjá skókassa. Skjalavarsla á gögnum spítalans komst ekki í viðunandi horf fyrr en uppúr 1950 en mikið vantar af gögnum sem nauðsynleg eru. Tómas Helgason prófessor var mér reyndar mjög hjálplegur við útvegun eldri gagna, sérstak- lega úr bréfa- og gagna safni föður hans, Helga Tómassonar, yfirlæknis á Kleppi sem Tómas hefur varðveitt." Rituð gögn eru þó ekki það eina sem sagnarit- arinn saknaði því ljósmyndir af starfinu á Kleppi eru fáar til og ástæðan er einföld. „Lengst af var bannað að taka myndir af sjúklingum spít- alans og því eru ekki til myndir sem lýsa lífinu á Kleppi ef svo má segja; flestar myndanna frá fyrri tíð eru af húsbyggingum sem ekki eru mjög spennandi myndefni þó heimildagildið sé til stað- ar. Þannig vantaði margt þegar ég ætlaði að hefj- ast handa og verst var auðvitað að finna lítið af rituðum gögnum frá þeim tíma sem liggur utan við minni núlifandi fólks." Hvað var þá til ráða? „Ég las allt sem ég komst yfir, ævisögur og dagblöðin, ég las og fletti nánast öllum blöðum _ _ _ ndva' og tímaritum sem gefin voru út á síðustu öld SÍgUfjÓnSSOn LÆKNAblaðið 2007/93 767
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.