Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 3
Aðalfundur Lí 2007 Á aðalfundi LÍ í lok september urðu formannaskipti, Sigurbjörn Sveinsson sem stýrt hefur félag- inu farsællega í 8 ár fór úr stjórn og nýr formaður, Birna Jónsdóttir, tók við. Hún er fyrsta konan til að leiða þessi tæplega níræðu samtök lækna. Læknablaðið þakkar Sigurbirni samstarfið og býður Birnu velkomna við stjórnvölinn. Myndin er tekin við lok aðalfundarins. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Verk Hreins Friöfinnssonar á forsíðu Læknablaösins, 5 Minute Monument by the Sea (2007), er fallegt dæmi um hugmyndafræöi hans. Látlaus Ijósmynd af tímaglasi sem stillt er upp í náttúrunni þaðan sem sést yfir hafið hlýtur Ijóörænt heiti og verður fyrir vikið allt annað og meira. Hugmyndalist byggir gjarna á samspili tungumáls og hins sjónræna þar sem áhorfandanum er boðið að bera saman texta annars vegar (í þessu tilviki titil) og mynd eða hlut hins vegar. Verkið sjálft verður síðan til á mörkum þessara þátta í huga áhorfenda. Þannig kunna hlutirnir sem eru til sýnis einir og sér oft á tíðum að virðast heldur fábrotnir. Hreinn er slyngur að vinna með hversdagslegan efnivið eins og dæmin sanna, Ijósmyndir af kindum, hænsnanet, köngulóarvef, málningarprik eða leikföng. Skilgreining listmiðla í málverk eða skúlptúr skiptir hann litlu máli, þar sem hann álítur hugmynd að baki verki æðri handverkinu og þannig verði útfærslan að hæfa hugmyndinni sem best. Það sem er þó sameiginlegt með verkunum má segja að sé ákveðin hugmyndafræði og tilfinning sem lýtur að því að skynja eitthvað Ijóðrænt og fagurt í einfaldleikanum. Að eigin sögn segir Hreinn tilviljun vera besta tækið að styðjast við í listsköpun enda hafa verk hans tekið miklum breytingum í gegn um tíðina. Þau eru innileg og oft á persónulegum nótum. Þar örlar ekki á kaldhæðni en aftur á móti má finna lúmskan húmor. Þau miðla sterkri tilfinningu fyrir tíma eða tímaleysi og tilviljunum hins daglega lífs. Þá er líka einhvers konar angurværð eða Ijúfsár stemmning yfir mörgum verkum sem verður þó aldrei of tilfinningaþrungin eða væmin. Ósjálfrátt lítur maður hversdagsleikann öðrum augum eftir að skoða verkin hans og veitir fjölmörgu athygli sem manni hefði annars yfirsést. Þannig koma gæði verka hans ef til vill vel í Ijós, þegar þau ná svo langt út fyrir sjálf sig. Hreinn er fæddur árið 1943 og hefur frá því snemma á 8. áratugnum verið búsettur í Hollandi. Hann á að baki óteljandi sýningar víða um heim en einkasýningar hans eru um 60. Sú nýjasta lítur dagsins Ijós í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, nú í nóvember en það er sama sýning og sett var uþþ við frábærar undirtektir í Serpentine galleríinu í Lundúnum í sumar. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Karl Andersen Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband og pökkun íslandsprent ehf. Steinhellu 10 221 Hafnarfirði ISSN: 0023-7213 Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2007/93 735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.