Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR MEISTARANÁM er mikið framundan á þessum vettvangi. Þörf fyrir vel menntað fólk til þess að stjórna þessum fyrirtækjum er því afar brýn." Skemmtilegt er að rifja upp í þessu samhengi að tveir af fyrrverandi heilbrigðisráðherrum landsins hafa stundað nám við Samvinnuskólann á Bifröst þeir Guðmundur Bjarnason og Jón Kristjánsson og Ásta Dís segir að eflaust hafi fleiri ráðherrar stundað nám í Samvinnuskólanum forðum og það sé aldrei að vita nema einhverjir þeirra sem nú hefja nám munu taka það hlutverk að sér síðar meir. Tengsl Ástu Dísar við læknisfræði og heil- brigðisþjónustu eiga sér í vissum skilningi rætur á Bifröst en afi hennar Þórður Oddsson var hér- aðslæknir í Borgarfirði á árunum 1955-65 og fyrsti læknir Bifrastar. „Hann var að mörgu leyti mín fyrirmynd og þegar ég var yngri þá langaði mig alltaf að verða læknir, en svo varð nú ekki. En líklega hefur þetta bara átt að fara svona því ég er nokkuð viss um að ég er á réttri hillu í dag sem dósent á Bifröst og framkvæmdastjóri InPro sem er að endurvekja gömlu Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg sem forvarnar og endurhæfingarhús, nú 50 árum eftir vígslu hússins, 1957." Námið hefur alþjóðlega skírskotun og miðar að sögn Ástu Dísar að því að uppfylla ört vaxandi eftirspurn eftir vel menntuðum stjórnendum með þekkingu á heilbrigðisþjónustu. „Nemendur geta stundað námið með vinnu sinni og lokið því á um einu og hálfu ári. Bifröst hentar einkar vel fyrir þetta nám þar sem boðið er upp á öflugt fjarnám. Þar með getur fólk sem er í mikilli vinnu, hvort sem það er dagvinna eða vaktavinna nálgast fyr- irlestrana hvar og hvenær sem þeim hentar. Þetta er ávinningur bæði fyrir nemendur sem stunda námið og eins fyrir atvinnurekendur. Margir atvinnurekendur taka þátt í að greiða námið fyrir starfsmenn sína til þess að efla þá enn frekar í starfi og þeir líta margir hverjir á það sem kost að nemendur þurfa ekki að taka sér mikið frí frá vinnu til þess að sinna náminu á dagvinnu- tíma eins og er í flestu öðru meistaranámi sem er í boði hérlendis." Að sögn Ástu verður stefnt að því að nem- endahópurinn verði með fjölbreyttan bakgrunn en það muni skapa aukna víðsýni í náminu og styrkja samskiptanet þeirra í framtíðinni. „Nemendum ættu að bíða góð atvinnutækifæri og jafnframt möguleiki á að koma á fót eigin starfsemi í heilbrigðisþjónustu." Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu Háskólans á Bifröst www.bifrost.is Læknar í starfsnámi skurðlæknasvið LANDSPÍTAU háskólasjijkrahCis Skurðlækningasvið óskar eftir þremur læknum í starfsnámi. Stöðurnar eru 100% og veitast annars vegar frá 1. júní 2008 og hins vegar 1. sept. 2008. Ráðning er til tveggja eða tveggja og hálfs árs skv. samkomulagi. Starfið er einkum hugsað fyrir unglækna sem stefna að framhaldsnámi í skurðlækningum. Starfsvettvangur innan Landspítala verður á almennum-, þvagfæra-, brjósthols-, æða-, lýta-, heila- og taugaskurðlækningadeildum. Auk þess er í boði starfs- tími á skurðdeild St. Jósefsspítala og 6 mánaða starfstími á svæfinga- og gjörgæslu- og skurðstofusviði Landspítala. Umsækjendur skulu hafa lækningaleyfi. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu m.a. á þeim. Umsóknargögn berist fyrir 1. desember 2007 til Guðjóns Birgissonar, skurðlæknis, gudjonbi@landspitali.is Nánari upplýsingar veitir Jóhann Páll Ingimarsson, deildarlæknir, johannpa@landspitali.is Hægt er að nálgast umsókn um lækningaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu Landspítala. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og sjúkra- húslækna og er starfið bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu Landspítala vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 02.05.2002, sbr. breytingu 5. mars 2006. Tekið er mið af jafnréttisstefnu spítalans við ráðningar í störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2007/93 791
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.