Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR AFMÆLI KLEPPS Pontoppidans „Sjette Afdelings Jammersminde". Þar segir Þórður meðal annars: „Það er ómögu- legt fyrir mann, sem er sannfærður um að hægt sé að gera gagn, og veit aðferðina til þess, að gera það ekki. Sá væri ekki heiðarlegur læknir, sem gerði það ekki. .. Læknar hafa mjög skiptar skoð- anir um meðferð á sjúkdómum; er slíkt ekki nema eðlilegt og venjulega ekki við því að amast, enda verður hver læknir að fara svo með sjúklinga sína, sem þekking hans og samviska segir til um." Þórður virðist ekki hafa haft neina tröllatrú á lyfjameðferð, reyndar hvorki við geðveiki né líkamlegum sjúkdómum, ef marka má umsögn Agnars sonar hans. Þó er ekki allskostar rétt að segja, að Þórður hafi einvörðungu beitt vatns- lækningum og föstukúrum. Hann beitti einnig sállækningum á sinn hátt, í formi viðtalsmeðferð- ar - ræddi við sjúklingana, fræddi þá, hvatti og uppörvaði. Farast Agnari svo orð um viðtalsmeðferð föður síns: „Ahugi hans á að veita sjúklingum hjálp var mjög ríkur, og svo eldheit var umhyggja hans fyrir þeim, að þeir höfðu varla frið fyrir lækn- inum þegar hann var hættur störfum á Kleppi og sat fjötraður við stól heima í stofu, fullur andlegs þreks og fjörs, með símann í hendinni að ráð- leggja sjúklingum sínum, örva þá og hvetja." Varla hefur áhuginn verið minni meðan hann naut ennþá allra sinna krafta. Við skulum hafa í huga að árið 190, þegar Þórður var í námsferð í Þýskalandi, mun jafnvel sjálfur Freud ennþá hafa beitt vatns- og rafmagnslækningum við sjúklinga, er þjáðust af Hysteri, eða að minnsta kosti verið nýlega hættur því. Kennsla Þórður Sveinsson hefur vafalaust verið til- þrifamikill kennari. Flestum, er um hann rita, ber saman um að hann hafi verið skarpgreindur og fjölhæfur. Fjörugur og gæddur ríkri kímnigáfu. Honum er lýst svo að hann hafi verið góður ræðumaður og hafði skemmtilegar og eftirtekt- arverðar líkingar á takteinum, er hann skilgreindi mál, sem til umræðu voru. Ræður hans héldu athygli manna og voru minnisstæðar. Hann var rökfimur og fljótur að finna veilur í meðferð mála og málflutningi. Hreinn í afstöðu og hispurslaus, en þó velviljaður. Hinn skýrasti og skemmtilegasti maður í viðræð- um, tilsvörin hnyttin og gáfuleg. Upptendraðist oft af nýjum hugmyndum, sem sumar entust honum lengi. „En þegar ég kom inn í stofuna til hans, sat hann keikur og eldfjörugur í stól sínum og var að tala við gesti, bar ótt á, og hafði margt í huga í einu, talaði í sömu andránni um afturhald í trúmálum, erkibiskupinn sáluga í Kantaraborg, fjöruskjögur og aðra vanheilsu í íslensku sauðfé." Þannig lýsir Valtýr Stefánsson honum. Þórður kertndi geðlæknisfræði og réttarlækn- isfræði við Læknaskólann og síðar læknadeild Háskóla íslands frá 1907-1919. Þá varð hann að hætta kennslu í læknadeild vegna heilsubrests. Hann átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur í 10 ár. Þar átti hann m.a. sæti í rafmagnsnefnd, er lét gera áætlun um virkjun Sogsins, en jafnframt að gera gangskör að því rannsaka nýtingu jarðhita í nánd við Reykjavík til orku- og hitaframleiðslu. Hann var einn af forystumönnum spíritista hér á landi, máttarstólpi Sálarrannsóknafélagsins frá 1918 til dauðadags og þekktur sem slíkur utan landsstein- anna. Honum var veitt prófessorsnafnbót árið 1928 og hlaut ýmsar fleiri viðurkenningar. Starfs- og ævilok Þórður Sveinsson lét af störfum sem yfirlæknir á geðsjúkrahúsinu að Kleppi 1. janúar 1940. Hann hafði þá starfað þar í rúmlega 31 ár. Síðustu 11 ár hafði Nýi-Kleppsspítalinn, er tók til starfa 1929, starfað á Kleppslóðinni við hliðina á Gamla- Kleppi, en undir stjórn annars yfirlæknis, dr. Helga Tómassonar. Spítali sá sem tók til starfa á Kleppi árið 1907 var í takt við það þjóðlíf, sem þá var lifað og lifað hafði verið nær óbreytt um aldaraðir á íslandi. Öld mestu breytinga og framfara í allri Islandssögunni var þá rétt að hefjast og næstu tveir áratugir áttu eftir að skila breytingum og framförum, sem fæsta hafði þá órað fyrir. Húsakostur sjúkrahússins er tók til starfa árið 1907 og sú meðferð sem þar var beitt var til að byrja með í góðu samræmi við þjóðlífið og tíðarandann. Hinar hröðu breytingar og framfarir, sem í vændum voru, breyttu því eins og öðru. Þeir voru ólíkir menn, yfirlæknarnir Þórður Sveinsson og Helgi Tómasson, með ólíkan bakgrunn og stíl. Segja mætti að þeir hafi báðir verið börn síns tíma, stórbóndinn Þórður fulltrúi þeirrar aldagömlu bændamenningar, sem fór halloka á þeirri öld sem í vændum var, og vísindamaðurinn dr. Helgi fulltrúi nýrra tíma, er nú héldu innreið sina. Báðir tóku þeir rúmlega þrítugir við yfirlækn- isstarfi. Mikill munur var þó á starfsreynslu þeirra, Þórður hafði að baki 14 1/2 mánuð, en Helgi 65 mánuði og doktorspróf að auki. En þeir voru báðir mannúðlegir og vildu veita sínum sjúklingum þá bestu læknishjálp, er þeir kunnu og treystu. Þegar Þórður hætti, var hann farinn að líkamleg- um kröftum vegna sjúkdóms í hrygg og afleiðinga lærbrots, er hann hafði hlotið nokkrum árum áður. Andlega var hann þó í fullu fjöri þar til hann lést, tæplega 72 ára, hinn 21. nóvember 1946. LÆKNAblaðið 2007/93 785
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.