Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 65
SJUKRATILFELLI MÁNAÐARINS S V A R Svar við sjúkratilfelli mánaðarins Hér er um að ræða vökvasöfnun í skinuholi (cavi- tas peritoneaiis), nánar tiltekið á rjómakenndum vessa (chyle) sem nefndur hefur verið iðrakirni á íslensku. Kallast því ástandið skinuholsiðrakirni (chylous ascites). Til að greiningin eigi við þarf vessinn að innihalda hátt hlutfall fitu og er gjarnan miðað við að magn þríglýseríða sé >200 mg/dl (1). Algengasta orsök vökvasöfnunar í skinuholi á Vesturlöndum er skorpulifur og krabbamein í kviðar- eða grindarholi (til dæmis í maga og eggjastokkum) en skinuholsiðrakirni er aðeins til staðar í um 0,5-1% slíkra tilfella. Því er um sjaldséð fyrirbæri að ræða. Astandið stafar af truflun á vessaæðakerfinu, oftast vegna flæðishindrunar en einnig vegna áverka eða meðfædds galla (1, 2). Flæði vessa frá görnum til kirnishítar (cisterna chyli) eða um brjóstrás (ductus thoracicus) truflast og vökvi safn- ast fyrir í skinu- og/eða fleiðruholi (chylothorax). Einnig getur hækkaður þrýstingur í portæð og lifrarbláæðum, svo sem vegna skorpulifrar eða hægri hjartabilunar, ýtt undir lekann úr vessa- æðum og aukið uppsöfnun vökva (1). í þessu tilfelli var orsök vökvans eitilfrumu- krabbamein í eitlum aftanskinurýmis (spatium re- troperitoneale) og miðmætis og fékkst greiningin með vefjasýni úr fyrirferðinni í vinstri nára (mynd 1). Eitilfrumukrabbamein eru á meðal algengustu orsaka iðrakirnis en á Vesturlöndum stafa tveir þriðju hlutar tilfella annaðhvort af illkynja vexti í kviðarholi eða skorpulifur. í þróunarlöndum eru helstu orsakir hins vegar smitsjúkdómar svo sem berklar og þráðormasýki (filariasis). Meðal ann- arra orsaka má nefna meðfædda vessaæðavíkkun (congenital lymphangiectasia) og beina áverka á vessaæðar, til dæmis eftir slys (ekki síst hjá börn- um), geislameðferð eða kviðarholsaðgerðir (1, 3). Helsta einkenni er vaxandi en oftast verkjalaus þensla á kvið. Einnig getur sést mæði (vegna sker- trar þindarhreyfingar), þyngdartap, ógleði/lystar- leysi, niðurgangur, bjúgur, hiti og nætursviti auk dreifðra kviðverkja. Við skoðun er oftast hægt að banka út vökvann með sjúklinginn í mismunandi stöðu (skiptideyfa). Eitlastækkanir, til dæmis í nára og á hálsi, þreifast oft og eru þá merki um undirliggjandi sjúkdóm. Þá má gjarnan finna teikn um lifrarbilun eða portæðarháþrýsting ef orsökin er skorpulifur. Skinuholsiðrakirnisvökvi er yfirleitt greindt með ástungu og í kjölfarið fylgja myndgreiningarrannsóknir og önnur uppvinnsla til ákvörðunar á orsökum (1,4). Mynd 3: Smásjármynd af æxlinu í vinstri nára. Um er að ræða eitilsarkmein af stórfrumugerð og B-frumutoga (diffuse large B-cell lymphoma skv. flokkunarkerfi WHO). Ráðandi fruma er „centroblast" (large noncleaved cell). (Hematoxylin- eosin litun, 400x stækkun). Meðferð snýr fyrst og fremst að undirliggj- andi sjúkdómi sem ákvarðar horfur sjúklings. Sé lækning möguleg gengur vökvamyndunin í flest- um tilfellum til baka. Að öðrum kosti má reyna að minnka myndun iðrakirnis með prótínríku mataræði og fæði sem snautt er af fitum öðrum en meðallöngum (medium-chain) þríglýseríðum. Dugi þetta ekki til getur þurft að hafa sjúkling fastandi með næringu í æð og/eða gera endur- teknar ástungur til að létta á vökvanum. í völdum tilvikum gagnast skurðaðgerðir en einnig virðist gjöf somatostatins geta minnkað uppsöfnun vessa (1,5). Umræddur sjúklingur reyndist vera með eitil- frumukrabbamein af stórfrumugerð og B-frumu- toga (mynd 3). Hann var meðhöndlaður með krabbameinslyfjum og geislum. Jafnframt var vökvinn tæmdur til að minnka þenslu á kviðnum. Hann svaraði meðferðinni vel, fyrirferðin í nára hvarf og vökvasöfnun í skinuholi lét smám saman undan. Heimildir: 1. Cárdenas A, Chopra S. Chylous ascites. Am J Gastroenterol 2002; 97:1896-900. 2. Press OW, Press NO, Kaufman SD. Evaluation and management of chyious ascites. Ann Intem Med 1982; 96: 358-64. 3. Cárdenas A, Gelrud A, Chopra S. Chylous, bloody and pancreatic ascites. Uptodate.com 2007. 4. Raghuraman VU. Chylous Ascites. Emedicine.com 2007. 5. Almakdisi T, Massoud S, Makdisi G. Lymphomas and Chylous Ascites: Review of the Literature. Oncologist 2005; 10: 632-5. LÆKNAblaðið 2007/93 797
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.