Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 28
UMRÆÐUR O G FRETTIR HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Gríðarleg tækifæri í heilbrigðisþjónustu - viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Nýr heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokks tók við í vor við stjórn- arskipti og teljast það tíðindi þar sem Framsóknarflokkur stýrði ráðuneyti heilbrigðismála samfellt í 12 ár. Þótti mörgum kominn tími til að nýir vindar blésu um ganga stærsta ráðuneytisins miðað við fjárveitingar ársins, áætluð útgjöld ríkisins til heilbrigðismála eru um 130 milljarðar, helmingi hærra en næsta ráðuneytis sem á eftir kemur í útgjöldum. Ekki þótti minna um vert að ráðherraim, Guðlaugur Þór Þórðarson, er yngstur í ráðherra- hópnum og því líklegur sem slíkur til að taka til hendinni og stokka upp ýmislegt sem verið hefur óbreytt um langa hríð. Blaðamaður Læknablaðsins átti samtal við Guðlaug Þór á dögunum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar nú þegar hann hefur setið á ráðherrastóli í fimm mánuði og fengið nasasjón af embættinu enda leikur lesendum Læknablaðsins eflaust forvitni á að vita hvað ráðherrann hyggst fyrir á kjörtímabilinu. „Eins og tilgreint er í samstarfssamningi rík- isstjórnarinnar þá er talað um blandaða fjármögn- un heilbrigðisþjónustu og að fjármagn fylgi sjúk- lingum og eðli málsins samkvæmt þá þýðir það aukna fjölbreytni í rekstri heilbrigðisþjónustu." Er hugsunin sú að sjúklingurinn geti valiðpjón- ustu hvort sem hún er ríkis- eða einkarekin ogfjár- magniðfylgi honum? „Það er ljóst að ekki verður farið í þetta í nein- um byltingarstíl og stigið verður varlega til jarðar. Þar sem fleiri en einn munu bjóða þjónustuna verður að standa vel að því hvernig þetta er út- fært og með hvaða hætti. Þetta er þróun sem verð- ur og ekki einungis hér á landi heldur megum við eiga von á samevrópskum heilsumarkaði og skyn- samlegt að Norðurlöndin séu skrefinu á undan á öðrum Evrópulöndum í þessu efni. Við getum orðað þetta þannig að hér á landi munu fleiri og fjölbreyttari aðilar sjá um rekstur heilbrigðisþjón- ustunnar en hingað til." Mörg ný tækifæri að skapast Má skilja orðþín pannig að pú sért ekki að tala um Hávar einkavæðingu núverandi heilbrigðispjónustu heldur að Sigurjónsson valkostir verðifleiri? „Það er alveg ljóst að eftirspurn mun aukast á næstu árum og áratugum eftir heilbrigðisþjón- ustu. Þetta þýðir að mörg ný tækifæri eru að skapast í þessum geira. Það þarf að skipuleggja þetta þannig að tækifærin nýtist sem best. Það er líka rangt að ekki sé einkarekstur í núverandi þjónustu. Það eru fjölmargir einstaklingar, fyr- irtæki og félög sem veita mjög mikilvæga þjón- ustu í ýmsum heilbrigðisgreinum. Mig gildir í rauninni einu hvert rekstrarformið er, aðalatriðið er að þjónustan sé fagleg, standist gæðakröfur og sé boðin á hagstæðu verði. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að selja íslenska heilbrigð- isþjónustu á erlendum mörkuðum í framtíðinni; mannauðurinn er slíkur og kunnáttan á borð við það besta sem gerist í heiminum. Við getum gert miklu meira en við höfum gert fram að þessu. Að búast við öðru er í rauninni skammsýni." Megum við pá eiga von á pví að hér rísi einka- sjúkrahús sem bjóða sömu pjónustu og ríkissjúkrahús- in, Landspítalinn páfyrst ogfremst, gera í dag? „Við erum að hefja vinnu við að skilgreina hlutverk Landspítalans upp á nýtt og gera það á miklu skýrari og nákvæmari hátt en hingað til. Heilbrigðislögin nýju hreinlega bjóða upp á að fleiri aðilar en nú eru geti boðið þá þjónustu sem kallað er eftir. Ég finn fyrir afskaplega miklum áhuga hjá einkaaðilum og félögum að fara út í alls kyns þjónustu. Það er ekkert því til fyrirstöðu lagalega séð að hér rísi fyrirtæki sem bjóði læknis- og heilbrigðisþjónustu sem Landspítalinn hefur einn boðið fram að þessu. Við sjáum það reyndar nú þegar á ýmsum sviðum." Læknar hafa bent á að með einum vinnuveitanda á mörgum sviðum læknisfræði sé pröngur stakkur snið- inn fyrir pá sem hyggja á starfsferil í peim greinum. Má skilja orð pín svo að með pessu séu muni mögu- leikutn fjölga? „Starfsánægja fólks skiptir máli einnig skiptir máli að fólk sjái möguleika fyrir sig persónulega í sem flestum greinum. Fjölbreytt rekstrarform bjóða fjölbreytta möguleika. Margir íslenskir læknar eru starfandi erlendis og ég þykist vita að margir þeirra myndu koma heim ef tækifæri til þess byðist. Ég er viss um að einkaaðilar muni nýta sér þau tækifæri sem stækkandi markaður heilbrigðiþjónustu býður og auka með því starfs- möguleika lækna og annarra heilbrigðisstarfs- 760 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.