Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 55
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR TÆKNIPISTILL 2: REMOTE DESKTOP Kíkjum heim í frímínútum Davíð B. Þórisson dbt@hive.is Fyrir nokkru var ég að keyra um á svarta Nissan bílnum mínum þegar ég óvænt en til mikillar gleði uppgötvaði að á milli framsætanna er bollahaldari sem hægt er að draga út og geyma kaffibollann í. Eftir þetta hef ég átt auðveld- ara með að brosa á leið minni í vinnuna enda áhyggjulaus af því að sulla niður ilmandi kaffinu í morgunumferðinni. Stundum uppgötvum við nýjungar sem gera okkur lífið þægilegara. Enn skemmtilegara er þó að uppgötva nýjungar sem breyta lífi- eða lífsrútínu okkar til hins betra. Persónulega er ég í stöðugri leit að nýjungum sem gera dagsrút- ínuna fljótvirkari og skilvirkari - að ná að kreista út þessa auka klukkustund úr sólarhringnum sem okkur öll vantar svo sárlega. Læknastéttin er á hlaupum frá frá fyrstu til seinustu mínútu vinnudagsins en er jafnframt í þeirri sérstöðu að inn á milli verkefna myndast dauðir tímar sem nýtast illa eða ekki. Því langar mig til að deila með ykkur uppgötvun sem ég gerði á sínum tíma og hefur margfaldað afköst mín yfir daginn. Það er mín reynsla að nánast enginn kollega minna þekkja til þessa tóls og því get ég ekki ímyndað mér annað en að þessi uppgötvun geti komið mörgum lesendum til góða. Hvað gerir Remote Desktop fyrir mig? Um er að ræða Remote Desktop (RD) - smáforrit sem er innbyggt í Windows stýrikerfið og því til staðar á öllum PC tölvum. Það sem RD gerir er að tengja þig við aðra tölvu þannig að það sé eins og þú sért sestur fyrir framan viðkomandi vél. Stór gluggi opnast og öll forrit og gögn sem eru á hinni tölvunni eru nú komin í tengigluggann. Öll gögn og forrit eru nú aðgengileg eins og þú værir staddur fyrir framan viðkomandi tölvu. Möguleikarnir sem opnast með þessu eru gríðar- legir enda getur þú með þessu tengst heimatölvu þinni hvaðan sem er á í heiminum svo lengi sem tölvurnar tvær eru tengdar Internetinu. Sem er ekki óalgengt í dag! Hvað þýðir þetta fyrir hinn venjulega tölvu- notanda? Tökum nokkur praktísk dæmi. • Outlook-póstforritið þitt er nú opið eins og heima og þú hefur strax aðgang að kontakt- lista, skipulagsbók, verkefnalista og tölvu- pósti. Þú getur auðveldlega sent út póst frá heimanetfanginu þínu án þess að skrá þig inn á flókið vefviðmót fyrst. • Öll skjöl á tölvunni hinum megin eru nú aðgengileg og sömuleiðis forritin sem lesa þau. Sjálfur safna ég gjarnan tímaritagreinum sem ég tel skipta máli fyrir starf mitt. Ég nota PDF forrit til að strika yfir aðalatriðin með rafræn- um, gulum penna og vista svo skjalið aftur þannig að þetta sé geymt. Með RD tenging- unni get ég gert þetta án þess að þurfa að færa greinasafnið á milli tölva með USB kubb eða flóknum tölvupóstsendingum. Gögnin eru allt- af geymd á sama stað, á heimatölvunni. Sama á við um öll önnur gögn sem ég hef safnað að mér, hvort sem er Powerpoint fyrirlestrar, Word-skjöl, hljóðskrár, myndir og myndbönd sem ég hef safnað að mér til að hjálpa mér í klínískri vinnu. • Þar sem ég kemst í öll forrit sem ég hef sett upp á heimatölvunni er ég ekki háður því að þau séu sett upp á vinnutölvunni. Ég nota reglulega flókin myndvinnsluforrit til að klippa til og laga myndir sem ég hef komist yfir. Með RD tengingunni get ég unnið í mynd- unum hvort sem ég er heima hjá mér eða við vinnutölvuna. • Oft erum við búin að stilla vafrarann þannig að hann man leyniorð og stillingar á netsíðum sem við erum að skoða. Það getur verið al- gjörlega óþolandi að komast ekki inn á síður í öðrum tölvum þegar maður man ekki aðgang- sorðin. Með RD tengingu getur þú notað vafr- arann heima og þetta vandamál er úr sögunni. • Öðru hvoru þarf ég að rifja upp hjarta- hljóð sem ég hef tamið mér að hlusta eftir. Hljóðskrárnar eru að sjálfsögðu allar geymdar í heimatölvunni og því er auðvelt að hlusta á þær í gegnum RD tenginguna. Þegar bið er eftir næsta sjúkling get ég jafnvel sett lappir upp á borð og hlustað á sinfoníur Beethovens úr heimatölvunni. í raun er hægt að tengjast hvaða nettengdri tölvu sem er. Auk þess að tengjast heim úr vinnu- tölvunni er einnig hægt að tengjast öðrum tölvum sem eru á sama neti. Þannig getur þú t.d. tengst tölvu sem er annars staðar á vinnustaðnum eða stýrt öðrum tölvum heima hjá þér úr móðurtölv- unni. Við ætlum í þessum pistli bara að skoða tengingu heim úr vinnutölvunni - við ætlum að skreppa heim í frímínútunum! Gangi ykkur vel! LÆKNAblaðið 2007/93 787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.