Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 78
N G U M HÖFUNDAR J A F N V Æ G I Sigurður Pálsson '*•J. Xii« Sigurður Pálsson fæddist 1948 á Skinnastað í Öxarfirði. Las leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne í París 1967-1973 og 1978-1982. Síöan þá hefur hann starfað við ritstörf og þýðingar, en jafnframt sjónvarp og kvikmyndir, kennslu og leiðsögumennsku. Hann hefur fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir skáldskap sinn, en eftir hann liggja fjölmargar Ijóðabækur og leikrit, nokkrar skáldsögur, og út er að koma Minnisbók hans sem geymir upplifanir skáldsins frá því á námsárunum í París. Muldur um jafnvægi Fyrstu kynni mín af læknum voru þau að ég fór með rútunni út á Kópasker að hitta mann sem bar starfstitilinn héraðslæknir og ég hélt að þýddi yfirlæknir eða ofurlæknir, ef ekki bara töfralæknir. Ég hafði heyrt margar sögur af frægum forvera hans í starfi, sá var vinsæll héraðslæknir sem naut mikillar virðingar. í bamshuganum varpaði geislabaugur hans ljóma á gjörvalla læknastéttina. Hann hét Jón Árnason (1889-1944) og var afi Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Héraðslæknir, það var magískur titill. Allir áttu mikið undir glöggskyggni hans og færni. Á þessum tímum upp úr miðri síðustu öld vom samgöngur á norð-austurhorninu með þeim hætti að sjúklingi var ekki komið á sjúkrahús á nokkr- um kortérum. Læknir og sjúklingur gátu þurft að berjast í sameiningu fyrir lífi sjúklingsins. Án utanaðkomandi aðstoðar. Það var á þeim vígvelli sem Jón læknir og aðrir slíkir fengu hásætið í huga héraðsbúa. Á fyrstu tveimur æviárunum var ég víst oft fárveikur en frá því ég man eftir mér var ég fremur heilsuhraustur. Og þessi fyrsta læknisvitjun var alls ekki út af neinu stórmáli. Þetta var um sumar og ég var sendur í rút- unni út á Kópasker. Kaupakonan var með í för mér til fulltingis. Kvillinn sem þjakaði mig var þrálátur vogr- ís. Rétt orðinn góður og viti menn, aftur var ég kominn með þetta furðulega orð í augun. Vogrís. Ég kveið viðtalinu mikið. En læknirinn sem tók á móti mér var ungur og glaðvær og mér hvarf allur ótti. Það eina sem ég man vel úr þessu viðtali er orðið slímhimnubólga. Ég var slæmur í slímhimnunni, það hefur fylgt mér. En vogrís hef ég reyndar ekki fengið eftir þetta. Þegar ég var búinn hjá lækninum fór kaupa- konan í kaupfélagið, þangað ætlaði ég að koma eftir ákveðinn tíma en fyrst fór ég aðeins að skoða mig um í þorpinu. Kom von bráðar að mikilúðleg- um skemmum. Þar voru bílar inni og sumir í pört- um, olía og smurning lágu í loftinu, gljáandi bretti og bílapartar. Það sem heillaði mig algjörlega var að sjá hvernig heild þeirra hafði verið rofin tímabundið, nú lágu þeir í misstórum einingum og biðu þess að verða aftur heild. Verða aftur heilir á þessum dýrðlega bílaspítala. Samt varð ég hvorki læknir né bifvélavirki þótt störf beggja kæmu miklu tilfinningaróti á hug minn, heilluðu mig. Kannski vegna þess að á leiðinni að kaupfélag- inu aftur varð fyrir mér hús á sjávarkambinum, ég gekk þar upp stiga, dularfullur ilmur kom á móti mér, þetta var bókabúðin. Hlýleg kona var við störf, hún spurði mig hverra manna ég væri og bað fyrir góðar kveðj- ur til séra Páls. Fyrst ég var sonur hans mátti ég skoða allt sem ég vildi. Sterk og heillandi lykt, bækur í stöflum, nýjar ilmandi bækur, þetta var fyrir daga plastumbúða. Úti fyrir var sjávarilmur, sterkur vitnisburður um náttúruna, inni var bókailmur, kraftmikil angan menningarinnar. Hér við ysta haf áttu náttúra og menning þróttmikið stefnumót. Iðkuðu kúnst jafn- vægisins. Jafnvægi, enn og aftur þetta lykilorð. Ég er ekki frá því að í þessari ferð minni út á Kópasker hafi ég lært eitthvað í sambandi við jafnvægi. Eitthvað mikilvægt. Og ilmskynið lék þar stórt hlutverk með fullri virðingu fyrir hinum skilningarvit- unum. Löngu síðar kynntist ég manni sem talaði mikið um jafnvægi. Það var í París fyrir þrjátíu og fimm árum. Þetta var japanskur vísindamaður, fyrr- verandi kennari bandarísks líffræðings og kunn- ingja míns sem bjó í París. Þangað kom Japaninn til starfa um skeið. Hann mun hafa verið einn sá fyrsti sem fékk að kenna kínverska læknisfræði í vestrænum háskóla, það var í New York á sjöunda áratugnum og þar hafði hann kennt þessum am- eríska kunninga mínum. Japaninn var þrefaldur doktor og mikill sérfræðingur í austrænni og vest- rænni læknisfræði. Mér skildist að ætlunarverk hans væri að finna vísindalegar sannanir, skv. vestrænni hefð, á kínverskri læknisfræði. Af hverju til dæmis nálastunga virkar, hvemig og hvers vegna. Hann var afar sérkennilegur, eiginlega líkur villtustu hugmyndum okkar um brjálaða vís- indamanninn. Svaf þrjá til fjóra tíma á sólarhring, var alltaf að störfum, hafði mælitæki með sér í kvöldverðarboð, mældi alla gestina, skrifaði niður, hallaði sér í kortér í stól, byrjaði svo aftur. Hann vantaði alltaf fólk í tilraunir, ég tók að mér að sleppa svefni í 24 tíma, hann tók heila- línurit og mældi mig fyrir og eftir svefnleysið, út og suður. Mér er minnisstætt muldur hans, maður vissi aldrei hvort hann var að tala við sjálfan sig eða viðmælandann. Orðið jafnvægi kom fyrir í hverri setningu. En saga sem hann sagði óforvarendis varð mér hugstæð. Hann fór að tala um bifvélavirkja sem braut sér leið með varahluti í bílinn sinn; lagaði það sem bilað var en skildi eftir sig aðra hluti í rúst. Mér skildist að hann væri að tala um lækn- ingar sem ekki hefðu jafnvægi að leiðarljósi. Ef ég hef skilið hann rétt. Þessi saga Japanans minnti mig á fyrstu ferð mína til læknis út á Kópasker, læknishúsið, bílaverkstæðið og bókabúðina. Minnti mig á hina alúðlegu leit að jafnvægi. Fullvissuna að allt kæmi heim og saman að lokum. 810 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.