Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 3
Læknafélag íslands 90 ára „Til hamingju læknar," sagði Bima Jónsdóttir formaður Læknafélags íslands er hún setti Læknadaga 2008 í Háskólabíói 21. janúar. Læknadagarnir fóru fram með miklum sóma dag- ana 21.-25. janúar og voru málþing og fyrirlestrar mjög vel sóttir og gerður góður rómur að. Læknafélagið var stofnað 14. janúar 1918 og verður afmælisins minnst sérstaklega í tengslum við aðalfund félagsins í haust. Bima rifjaði upp dagskrá fyrsta stjórnarfundar Læknafélagsins og minntist forkólfa félagsins á liðnum áratugum. Á myndinni má sjá í baksýn hluta myndar er tekin var á 50 ára afmæli félagsins sem haldið var í Domus Medica að viðstöddum Kristjáni Eldjám, þá nýkjömum forseta íslands. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ívar Valgarðsson (f. 1954) setur í verkum sínum fram hugleiðingar um skynjun. Litur er til dæmis fyrirbæri sem umlykur alla, fólk skynjar á ólíkan hátt en reynir samt að staðsetja innan staðlaðra kerfa. ívar hefur löngum unnið með iðnaðar- málningu sem framleidd er í mismunandi litum til nota innanhúss og kynnt er á dæmigerðum litaspjöldum. Litum eru þar fengin Ijóðræn og söluvænleg nöfn eins og „hrímhvítt“, „sólgult" eða „fagurblátt" og þannig er settur staðall á fyrirbæri sem er eins persónubundið og hugsast getur. ( verki sem er um þessar mundir til sýnis í i8 galleríi og heitir „Stilla" er opin málningarfata með bláum lit á miðju gólfi, eins og nýkomin úr búðinni og tilbúin til notkunar. Fyrir ofan hana er öryggismyndavél sem beint er að ósnortnu yfirborði litarins og tengd nærliggjandi skjávarpa. („beinni útsendingu" er litnum varpað þannig að blár flötur myndast á hvítum gall- eríveggnum, eins og vatn í stillu. Hann sýnir ekki aðeins bláa litinn, heldur einnig endurkast Ijósanna í blautri málningunni auk ryks og annars tilfallandi sem sest hefur á yfirboröið í fötunni. Verkið er þannig leikur að hugmyndinni um hefðbundið mál- verk sem hangir á vegg og eins fyrirbærinu vegg- málningu sem í stað þess að vera málað á vegginn er varpað gegn um vídeó. ívar leikur sér á sömu nótum með bláa litinn í verkinu „Gárur“ (2008) sem prýðir forsíðu Læknablaðsins að þessu sinni. Er ekki greinilegt af hverju myndin er, fljótt á litið? ívar beinir Ijósmyndavélinni að yfirborði þar sem hann er nýbúinn að rúlla einni umferð af sama bláa litnum og í föt- unni í verkinu sem var lýst hér að ofan. Málningin er glansandi blaut og yrjótt eftir rúlluna. Með perspektífi þvert á flötinn næst fram blekking sem illmögulegt er að ímynda sér að sé nokkuð annað en gárótt yfirborð vatns eða hafs. Ljósmyndin er í raun tekin af yfirborði málverks sem (var var að vinna að, en mál- verkin hans eru heldur óvenjuleg. Hann rúllar einu lagi eftir annað af innanhússmálningu á viðarbút þannig að þykkur hjúpur myndast. Með því að skiptast á litum má í köntum verksins sjá lagskipt- inguna eftir tugi umferða eins og jarðfræðilegan þverskurð. Með réttu mætti segja að ívar iðki „estetík" í bókstaflegri merkingu þess orðs. í orðabókum útleggst það sem „fagurfræði11 en upprunans er að leita í gríska orðinu „aisthesin“ sem merkir skynjun en ekki fegurð og þannig væri í þessu samhengi frekar hægt nota orðið „skynjunarfræði". Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@lis.is Blaðamaður/Ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2007/93 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.