Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 13

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 13
FRÆÐIGREINAR BRÁÐAR KRANSÆÐAR Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og tók til eins árs frá því að stofnað var til vaktar á þræðingarstofu, frá 1. desember 2003 til 30. nóvember 2004. Sjúkraskrár og aðgerðarskýrslur sjúklinga sem fóru í bráða kransæðavíkkun á Landspítala voru skoðaðar en sjúkrahúsið sér um alla hjartaþræðingarþjónustu á landinu. Skráð var í töflu aldur, kyn, tími við komu á sjúkrahúsið, tími við upphaf hjartaþræðingar, til- efni hinnar bráðu kransæðaþræðingar (kransæða- stífla með ST-hækkun, kransæðastífla án ST-hækk- unar, hjartastopp, lost) ásamt upplýsingum um af- drif sjúklings til loka febrúar 2006. Eftirfylgnitími var á bilinu 15-27 mánuðir. Upplýsingar um afdrif náðu til þess hvort sjúklingur var á lífi, hvernig ástand vinstri slegils var samkvæmt hjartaóm- skoðun sem gerð var í legunni (útstreymisbrot), hversu löng spítaladvölin var, hvort sjúklingurinn hafi þurft að gangast undir hjartaskurðaðgerð eða endurtekna eða viðbótar kransæðavíkkun á eft- irfylgnitímanum. Notast var við lýsandi tölfræði við útreikninga. Siðfræði: Rannsóknin er hluti könnunar á ár- angri kransæðavíkkana á Islandi (12, 13) sem byggir á leyfi Siðanefndar Landspítala og var til- kynnt Persónuvernd. Niðurstöður A tímabilinu fóru 124 sjúklingar í bráða krans- æðaþræðingu, 94 karlar (76%) og 30 konur (24%). Meðalaldur karla var 61 ár (aldursbil 19-85 ára) og kvenna 67 ár (aldursbil 38-84 ára). Fjöldi sjúklinga með skráð afdrif var 121. Eins og fram kemur á mynd 1 voru lang- flestir sjúklinganna (83%) með STEMI, 8% höfðu hjartadrep án ST-hækkunar (NSTEMI) en 9% fóru í bráða kransæðamyndatöku af öðrum orsökum. Ellefu sjúklingar (9%) höfðu verið endurlífgaðir eftir hjartastopp og tíu (8%) voru í losti við komu. Flestir (45%) höfðu á hjartariti merki um drep í neðrivegg en næst komu þeir sem höfðu merki um framveggsdrep (32%). Niðurstöður kransæða- þræðinga eru dregnar saman á mynd 2. Algengast var að hægri kransæð væri lokuð (n=49,40%), en 44 sjúklingar (37%) voru með lokaða framveggskvísl vinstri kransæðar. í 10 sjúklingum (8%) greindist lokun í umfeðmingskvísl (ramus circumflexus). I öllum þessum tilvikum (103 sjúklingar; 85% heild- arhópsins) voru æðarnar víkkaðar og í 85% tilfella var stoðnet sett í æðina. I 44% tilfella voru notuð glykoprótein IIB/IIIAhemjandi lyf (abciximab eða eptifibatid). Tveir sjúklingar voru með þrengsli í höfuðstofni vinstri kransæðar og engin víkkun var framkvæmd. Sex sjúklingar (5%) reyndust hafa þriggja æða sjúkdóm og fóru 4 í hjáveituaðgerð án þess að víkkun væri framkvæmd. Tveir voru hins vegar taldir hafa bráða stíflu í framveggs- kvísl og í báðum tilfellum voru æðarnar opnaðar og víkkaðar. Kransæðaþræðing leiddi ekki í ljós marktæka þrengingu í 7 sjúklingum (6%). Að meðaltali liðu 47 mínútur frá því sjúkling- ur með hjartadrep með ST-hækkun kom á spít- alann þar til þræðing hófst. í tæpum 80% tilfella hófst þræðing innan 60 mínútna og í 91% tilfella innan 90 mínútna frá komu á spítalann (mynd 3). Meðallegutími á spítalanum voru 5.5 dagar. Alls létust 9 sjúklingar eða 7% hópsins, þar af voru 5 í losti við komu á sjúkrahúsið og 4 höfðu verið endurlífgaðir eftir hjartastopp. Dánartíðni sjúklinga sem hvorki voru í losti né höfðu farið í hjartastopp fyrir hjartaþræðingu var 1,7% (2 sjúklingar). Níu sjúklingar fóru í hjáveituaðgerð og jafn- margir þurftu endurþræðingu og víkkun á eftir- fylgnitímanum. Ábendingar hjáveituaðgerða voru höfuðstofnsþrengsli (2 sjúklingar), þriggja æða sjúkdómur (4 sjúklingar sem ekki voru víkkaðir í bráðaþræðingu) og ófullnægjandi bati eftir bráða kransæðavíkkun (3 sjúklingar). í legunni fóru 99 sjúklingar í hjartaómun þar sem útstreymisbrot var metið. Meirihlutinn (84%) reyndist hafa lítið eða ekkert skertan samdrátt (útstreymisbrot yfir 45%), 14% höfðu skertan sam- drátt (útstreymisbrot 30-45%) og 2% höfðu mjög skertan vinstri slegil (útstreymisbrot <30%). Efnisskil Þegar hjartarafrit sjúklings með brjóstverk sýnir ST hækkun umfram lmm í 2 eða fleiri leiðslum á hjartarafriti, nýtt eða hugsanlega nýtt vinstra greinrof eða merki um brátt bakveggshjartadrep (ST lækkun í hægri brjóstleiðslum) er ráðlegt að íhuga bráða kransæðaþræðingu eða segaleysandi > 90 mlnútur < 30 mínútur 30-60 mínútur 60-90 mínútur Mynd 3. Skipting sjúklinga sem gengust undir bráða kransæðaþræðingu eftir tíma sem leið frá komu á sjúkrahús að upphafi krans- æðaþræðingar („door-to- needle time"). LÆKNAblaðið 2008/94 105

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.