Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR SYKURSÝKI 2 Friðný Heimisdóttir1’2 unglæknir Vilmundur Guðnason12 læknir og erfðafræðingur Gunnar Sigurðsson1'2’3 innkirtlalæknir Rafn Benediktsson1’23 sérfræðingur í lyflækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum Lykilorð: sykursýki af tegund 2, fótamein, algengi, taugakvilli. 1Hjartavernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi, 2læknadeild HÍ, Vatnsmýrarvegi 16,101 Reykjavík, 3innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rafn Benediktsson, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. Sími: 543-1000. rafn@hi.is Einkenni og teikn fótameins hjá íslenskum sjúklingum með sykursýki af tegund 2 Ágrip Tilgangur: Að kanna algengi einkenna og teikna um fótamein hjá fullorðnum íslendingum með þekkta sykursýki af tegund 2 og bera niðurstöður saman við sambærilegan hóp fólks án sykursýki. Efniviður og aðferðir: Þýðið var 41 einstaklingur á aldrinum 48-75 ára með þekkta sykursýki af teg- und 2 (SS2) í að minnsta kosti 8 ár, fæðingardag á bilinu 1925-1965 og búsetu á höfuðborgarsvæðinu, auk 34 maka á aldrinum 43-75 ára án sykursýki (viðmið). Þátttakendur svöruðu stöðluðum spum- ingum og voru skoðaðir ítarlega af sama aðila með tilliti til einkenna og teikna sem talin eru einkenna fótamein hjá sykursjúkum. Niðurstöður: Algengasta einkennið var sinadrátt- ur (37% einstaklinga með SS2 og 29% viðmiða) en þessi munur var ekki marktækur tölfræðilega og sama gilti um meðalsvæsin eða svæsin einkenni um taugakvilla sem fundust hjá 39% SS2 sjúklinga og 27% viðmiða. Claudicatio intermittens var til staðar hjá 29% SS2 sjúklinga og 9% viðmiða (p<0,03). Taugakvilli var til staðar, samkvæmt skilgreiningu sem byggir bæði á einkennum og teiknum, hjá 12% SS2 sjúklinga en engum í saman- burðarhópi (p<0,04). Algengasta teiknið var þurr húð (51% einstaklinga með SS2 og 18% viðmiða, p<0,003). Óeðlilegt titringsskyn var til staðar hjá 34% SS2 hópsins og 12% viðmiða (p<0,003), en þrýstingsskyn var óeðlilegt hjá 20% SS2 sjúklinga og 3% viðmiða (p<0,003). Útæðasjúkdómur var talinn vera til staðar hjá 15% hvors hóps. Ályktun: Einkenni og teikn frá fótum eru algeng, hvort sem fólk hefur sykursýki eða ekki. Algengi taugakvilla hjá íslendingum með sykursýki 2 er með því lægsta sem birt hefur verið. Mat á fóta- meini sykursjúkra þarf að vera staðlað og byggja á mörgum þáttum, bæði einkennum og kerfisbund- inni skoðun. Inngangur Sykursýki af tegund 2 (SS2) sem telur um 90% sykursjúkra er algengt og vaxandi vandamál á Islandi sem og í öðrum löndum heims (1). Uppúr aldamótunum 2000 var talið að um 5% karla og 3% kvenna á aldrinum 45-64 ára á íslandi hefðu þessa tegund sykursýki og algengið hafði þá aukist um því sem næst 50% á 30 árum (1). Sykursýki af tegund 2 er oft einkennalaus fyrstu ENGLISH SUMMARYHH Heimisdóttir F, Guönason V, Sigurðsson G, Benediktsson R Foot Disease in lcelandic Patients with Established TVpe 2 Diabetes Objective: To assess the prevalence of symptoms and signs of diabetic foot disease in patients with established type 2 diabetes (T2DM) in lceland and compare it to controls without diabetes. Materials and Methods: Participants were 41 individuals (age range 48 to 75 years), with diabetes of at least 8 years duration, birth date between 1925 and 1965 who were living in the greater Reykjavik area. The control group consisted of 34 spouses without diabetes (age range 43 - 77 years). Results: The most common symptom was leg cramps which affected 37% of patients with T2DM and 29% of controls (difference not statistically significant). Moderate or severe symptoms indicating neuropathy were found in 39% of T2DM patients and in 27% of controls (difference not statistically significant). Intermittent claudication was present in 29% of patients with T2DM and 9% of controls (p<0.03). Based on both symptoms and signs, neuropathy was considered present in 12% of patients with T2DM but none of the controls (p<0.04). The most common sign was dry skin, present in 51 % of patients with T2DM and in 18% of controls (p<0.003) while abnormal vibration perception was found in 34% of patients with T2DM and 12% of controls (p<0.003). Abnormal pressure sensation was found in 20% patients with T2DM and 3% of controls (p<0.003). Peripheral macrovascular disease was considered present in 15% of each group. Conclusion: Symptoms and signs from feet are common in adult individuals, regardless of diabetes. The observed prevalence of peripheral diabetic neuropathy is among the lowest published. The assessment of diabetic foot disease needs to be standardised, multimodal and take account of both symptoms and signs. Key words: Type 2 diabetes mellitus, diabetic foot, neuropathy, prevalence. Correspondence: Rafn Benediktsson, rafn<Shi.is LÆKNAblaðið 2008/94 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.