Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2008, Page 20

Læknablaðið - 15.02.2008, Page 20
FRÆÐIGREINAR SYKURSÝKI 2 Tafla llla. Hlutfallsleg dreifing taugaeinkennavogar (95% Cl)* Einkenni (stig) Tilfelli (SS2) Viömið Engin (0-2) 56,1% (41,0-70,1) 64,7% (47,9-78,5) Mæg (3-4) 4,9% (1,4-16,1) 8,8% (3,0-23,0) Meöalsvæsin (5-6) 14,6% (6,9-28,4) 17,7% (8,4-33,5) Svæsin (7-9) 24,4% (13,8-39,3) 8,8% (3,0-23,0) *p=ns fyrir mun á dreifingu milli tilfella og viömiöa. Tafla lllb. Hlutfallsleg dreifing taugateiknavogar (95% Cl)*. Einkenni (stig) Tilfelli (SS2) Viðmió Engin (0-2) 82,9% (68,7-91,5) 100% Væg (3-5) 12,2% (5,3-25,6) 0% Meöalsvæsin (6-8) 4,9% (1,4-16,1) 0% Svæsin (9-10) 0% 0% *p<0,02 fyrir mun á dreifingu milli tilfella og viðmiða. einstaklingur með sykursýki reyndist við skoðun hafa fótasár. Algengasta teiknið var þurr húð sem fannst hjá um helmingi eða 51,2% (95% CI: 36,5- 65,8) einstaklinga með SS2 miðað við 17,7% (95% CI: 8,4-33,5) hjá viðmiðunarhópi (p<0,003). Teikn um sveppasýkingu í nöglum voru næstalgengasta teiknið sem kom fyrir í 39,0% (95% CI: 25,7-54,3) SS2 hópsins miðað við 23,5% (95% CI: 12,4-40,0) í viðmiðunarhópnum en þessi munur var ekki marktækur. Þessu næst kom óeðlilegt titringsskyn sem var til staðar hjá 34,2% (95% CI: 21,6-49,5) SS2 sjúklinganna miðað við 11,8% (95% CI: 4,8-26,6) viðmiðunarhóps (p<0,003). Hvað varðar æðakerf- ið var einhver af fjórum púlsum óþreifanlegur hjá 24,4% (95% CI: 13,8-39,3) SS2 hópsins en hjá 17,7% (95% CI: 8,4-33,5) sem var ekki marktækur munur. Mynd 1 gefur yfirlit yfir algengi þeirra teikna (óeðlileg teikn) sem leitað var eftir. Enginn af viðmiðum náði þremur stigum eða meira á TTV (tafla Illb). Útæðasjúkdómur og taugakvilli Eins og fram kemur á mynd 1 var enginn munur á algengi útæðasjúkdóms samkvæmt einföldu klínísku mati með þreifingu á slagæðum í fótum (vantar 2 af 4 púlsum) en um 15% í hvorum hópi taldist þannig hafa útæðasjúkdóm. Veik en marktæk fylgni fannst á milli einkenna og teikna frá taugakerfi (TEV & TTV, r=0,3 og p<0,03) og veik fylgni fannst einnig milli aldurs og TTV (r=0,3 p<0,04) en ekki milli aldurs og TEV. Engin fylgni fannst milli tíma frá greiningu sykursýki og einkenna eða teikna frá taugakerfi, hvort sem leið- rétt var fyrir aldur eða ekki. Allsterk og marktæk fylgni var milli HbAlc og TTV (n=15, r=0,6 og p<0,03) og einnig milli TTV og titringsskyns metið með Biothesiometer (n=9, r=0,7 og p<0,001). Engin fylgni fannst milli TEV og HhAlc. Samkvæmt skil- greiningu Youngs (12) á taugakvilla sem tekur mið af bæði einkennum og teiknum, höfðu 12,2% (95% CI: 5,3-25,6) SS2 hópsins taugakvilla en enginn af viðmiðunarhópi (p<0,04). Umræða Fullorðið fólk virðist hafa fjölskrúðug fótaein- kenni og teikn, hvort sem það er með sykursýki eða ekki. Þannig var enginn þátttakandi með full- komlega eðlilega fótaskoðun en 56% SS2 sjúkling- anna og 38% viðmiða höfðu einhver einkenni frá fótum. Smæð rannsóknarhópsins endurspeglast í víðum öryggismörkum og er líklegt að það sé að hluta skýringin á því að þó allmörg einkenni og teikn séu algengari hjá einstaklingum með SS2, var sjaldnast um tölfræðilega marktækan mun að ræða. Einnig ber að nefna að af 130 mögulegum þátttakendum tóku einungis 58% þátt. Líklegt er að þeir heilbrigðustu taki þátt og niðurstöðurnar endurspegla þá minnsta mögulegan mun á milli sjúklinganna með SS2 og viðmiða. Algengasta afbrigði taugakvilla í SS2 er blönduð tegund skyn- og hreyfitaugaröskunar. Faraldsfræðirannsóknir eru mjög misvísandi hvað varðar algengi fótameins hjá SS2 sjúklingum og stafar það fyrst og fremst af misræmi milli birtra greina hvað varðar rannsóknarþýði, greining- araðferðir og skilgreiningar (12, 18, 19). Ekki er talið skynsamlegt að taka mið af einkennum eingöngu við greiningu á taugakvilla (20) og eru niðurstöður okkar í samræmi við það því þó flest einkenni væru algengari í SS2 hópinum var ekki í neinu tilfelli um tölfræðilega marktækan mun að ræða. Gilti einu þó einkennin væru lögð í tauga- einkennavog (tafla Illa). Marktæk en veik fylgni reyndist vera milli TEV (taugaeinkennavog) og TTV (taugateiknavog) en engin fylgni fannst milli einkenna (TEV) og aldurs, tíma með sykursýki, titringsskyns mælt með Biothesiometer eða syk- urstjómar (HbAlc) sem allt styður þessa ályktun. Samkvæmt skilgreiningu Youngs (12) höfðu einungis um 12% einstaklinga með langvarandi SS2 merki um taugakvilla. Þetta var þó marktækt algengara en hjá viðmiðum (p<0,04) þar sem eng- inn náði greiningarskilmerkjum. Niðurstöður okkar varðandi TTV eru með því lægsta sem birt hefur verið en tölumar fyrir titringsskyn (um þriðjungur einstaklinga með SS2 en 12% viðmiða, p<0,003) og þrýstingsskyn (óeðlilegt hjá fimmt- ungi í SS2 hópi miðað við 3% viðmiða p<0,003) em sambærilegar við aðrar rannsóknir sem nefna 10-50% (11, 12, 21). Hærri tölurnar sem birtar hafa verið koma frá rannsóknum á sérstökum sykursýkisgöngudeildum á sjúkrahúsum (12) og lægstu gildin, sem eru sambærileg, úr utanspít- 1 12 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.