Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 33

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 33
FRÆÐIGREINAR KRABBALÍKISÆXLI Vefjagerð krabbalíkisæxla í lungum spáir ekki fyrir um klíníska hegðun - Niðurstöður úr íslenskri rannsókn Jóhanna M. Sigurðardóttir1 deildarlæknir Helgi J. ísaksson2 meinafræöingur Kristinn B. Jóhannsson1 brjóstholsskurölæknir Steinn Jónsson34 lungnalæknir Tómas Guðbjartsson1'4 brjóstholsskurðlæknir Ágrip Inngangur: Krabbalíki í lungum (bronchopul- monary carcinoids) eru sjaldgæf æxli sem flokkast eftir vefjagerð í dæmigerð (typical) og afbrigðileg (atypical) krabbalíki. í þessari rannsókn var skoð- uð faraldsfræði þessara æxla og árangur meðferð- ar. Einnig var kannað hvort vefjagerð sé áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra krabbalíkisæxla sem greindust í lungum á íslandi frá 1955 til 2005. Vefjasýni voru endurmetin og lífshorfur sjúklinga reiknaðar á grundvelli gagna úr sjúkraskrám og þjóðskrá. Niðurstöður: 64 sjúklingar (22 karlar, meðalaldur 49 ár) greindust, sem er 1,9% af öllum illkynja lungnaæxlum á tímabilinu. Meðalstærð æxlanna var 2,5 cm (bil 0,4-5,5 cm) og voru 54 (84%) þeirra dæmigerð og 10 (16%) afbrigðileg. Æxli 56 sjúk- linga voru fjarlægð með skurðaðgerð, oftast með blaðnámi (82,1%). Einn sjúklingur dó innan 30 daga frá aðgerð. Flestir, eða 48 sjúklinganna, voru á TNM-stigi I og tveir á stigi II. Fjórir sjúklingar greindust með meinvörp í miðmætiseitlum (stig III), allir með dæmigerða vefjagerð. Aðrir sex sjúklingar greindust með fjarmeinvörp (stig IV), tveir þeirra með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit hafa fimm af 64 sjúklingum látist úr sjúkdómnum (7,8%), þar af tveir með dæmigerða vefjagerð. Fimm ára lffshorfur sjúklinga með dæmigerð krabbalíki voru 96% og 70% fyrir þá sem voru með afbrigðilega vefjagerð (p<0,05). Ályktun: Krabbalíki í lungum hegða sér oftast eins og góðkynja æxli og langtíma lífshorfur þess- ara sjúklinga eru yfirleitt ágætar. Sjúklingar með afbrigðilega vefjagerð eru oftar með útbreidd- an sjúkdóm og lífshorfur þeirra eru marktækt verri. Hins vegar geta sjúklingar með dæmigerð krabbalíki einnig haft meinvörp (14,8%) og jafnvel dáið úr sjúkdómnum. Þess vegna getur vefjagerð þessara æxla ekki talist áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra. ENGLISH SUMMARY Sigurðardóttir JM, ísaksson HJ, Jóhannsson KB, Jónsson S, Guðbjartsson T Lykilorð: krabbalíki, lungnaæxli, vefjafræði, afbrigðileg, dæmigerð, skurðaðgerð, lífshorfur. ’Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði 3lungnadeild Landspítala, “læknadeild HÍ Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Sími 5431000, tomasgudbjartsson@ hotmail.com Histology does not accurately predict the clinical behaviour of bronchopulmonary carcinoids - results from an lcelandic population-based study Background and aims: Bronchopulmonary carcinoids (BPC) are rare tumors of neuroendocrine origin. These tumors are histologically classified into two distinctive forms, typical and the more malignant atypical BPC. We evaluated the epidemiology and results of treatment for BPC in lceland with special emphasis on how atypical vs typical histology relates to clinical behavior. Material & methods: This retrospective nation-wide study included all cases of BPC diagnosed in lceland from 1955- 2005. Histology of all the cases was reviewed and survival was based on data obtained from medical records and vital statistics. Results: BPC was diagnosed in 64 patients (22 males, mean age 49 yrs.), accounting for 1.9% of all lung neoplasms in lceland. Average tumor-diameter was 2.5 cm (range 0.4-5.5), with typical histology in 54 (84%) and atypical in 10 patients (16%). Altogether56 patients (87.5%) were operated on, most with lobectomy (82.1%). Forty eight patients were diagnosed in TNM stage I, two patients in stage II, four patients had mediastinal lymph node metastases (stage III) and distant metastases were diagnosed in 6 patients (stage IV), 2 of whom had typical histology. At follow-up, 5 out of 64 patients had died of the disease (7.8%), two of them with typical histology. Five- year disease specific survival was 96% for patients with typical and 70% with atypical histology (p<0.05). Conclusion: BPCs usually behave as benign neoplasms, with excellent long-term survival after surgical removal. Metastases are more common in patients with atypical histology (40%), and their survival is worse. However patients with typical histology can metastasize (14.8%) and die from the disease. Therefore, histology (typical vs. atypical) can not be used with certainty to predict the clinical behaviour of these tumors. Key words: Carcinoid, bronchopulmonary tumor, histology, atypical, typical, surgery, survival. Correspondence: Tómas Gudbjartsson tomasgudbjartsson@ hotmail.com LÆKNAblaðið 2008/94 125

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.