Læknablaðið - 15.02.2008, Side 34
FRÆÐIGREINAR
KRABBALÍKISÆXLI
Tafla I. Samanburður á sjúklingum með dæmigerð og afbrigðileg krabbalíki í lungum á
íslandi 1955-2005. (Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og prósentur í sviga).
Vefjafræði
Dæmigerð Afbrigðileg Samtals
Konur(%) 32 (59,3) 10 (100) 42 (65,6)
Meðalaldur 47 59,7
Æxli staðsett utarlega í lunga (%) 13(24,1) 2 (20) 15 (23,4)
Æxlisstærð (cm) 2,41 3,11
Eitilmeinvörp (%) 6(11,1) 2 (20) 8 (12,5)
Fjarmeinvörp (%) 2(3,7) 4 (40) 6 (9,4)
Inngangur
Krabbalíki eru æxli sem eiga rætur sínar að rekja
til taugainnkirtlafrumna (neuroendocrine cells)
(1). Þessi æxli greinast oftast í kviðarholi, sér-
staklega í botnlanga (2). í fjórðungi tilfella greinast
þau í lungum og/eða berkjum og eru þau oftast í
kringum 2% af illkynja æxlum í lungum (1, 3).
Krabbalíki í lungum greinast í báðum kynjum
og á öllum aldri. Yfirleitt vaxa þau hægt og stað-
bundið, en einnig er vel þekkt að þau meinverpist
og er það helsta ástæða þess að þau eru flokkuð
með illkynja æxlum. Meðferð felst í skurðaðgerð
þar sem æxlið ásamt nærliggjandi lungnavef er
fjarlægt (1,4,5). Krabbalíki eru oft miðlægt í lung-
um og getur þá þurft að grípa til umfangsmikilla
skurðaðgerða til að komast fyrir þau.
Hefð er fyrir því að flokka krabbalíki í lungum í
tvo flokka eftir vefjagerð; annars vegar dæmigerð
og hins vegar afbrigðileg krabbalíki (6). Þessi
flokkun er einn sterkasti forspárþáttur lífshorfa
hjá þessum sjúklingum (1, 3, 4, 7, 8) en sjúklingar
með afbrigðilega vefjagerð eru oftar með mein-
vörp og lífshorfur þeirra eru umtalsvert lakari.
Vefjagerð þessara æxla hefur því verið notuð til
að ákveða hversu umfangsmikla skurðaðgerð eigi
að framkvæma (1, 5, 7, 9). Óvíst er þó hvort þessi
skipting sé áreiðanleg og hvort vefjagerð sé örugg
vísbending um klíníska hegðun þessara æxla.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka
faraldsfræði krabbalíkisæxla á Islandi en jafnframt
kanna árangur meðferðar og afdrif sjúklinga út
frá því hvort þeir greindust með dæmigerða eða
afbrigðilega vefjagerð.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er afturskyggn og var samþykkt
af bæði Vísindasiðanefnd og Persónuvernd.
Hún nær til allra greindra tilfella af krabbalíki í
lungum á íslandi á tímabilinu frá 1. janúar 1955
til 31. desember 2006. Tilfelli fundust í gegnum
krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands en til
að tryggja að öll tilfelli væri tekin með í rannsókn-
ina var einnig leitað í greiningarskrám sjúkrahúsa
og gagnagrunni Rannsóknarstofu Landspítala í
meinafræði (frá 1984).
Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra-
skrám. Skráðar voru eftirfarandi breytur; aldur,
kyn, aðrir sjúkdómar (til dæmis hjarta- og lungna-
sjúkdómar), reykingasaga og einkenni við grein-
ingu. Tilviljanagreining var skilgreind sem æxli
sem greindust án einkenna, langoftast vegna
myndrannsókna sem framkvæmdar voru vegna
einkenna sem ekki var hægt að rekja til æxlis í
lungum. Einnig var skráð staðsetning æxlis í lung-
um og stærð þeirra. Vefjasýni voru yfirfarin að
nýju af sérfræðingi í meinafræði (HJÍ), án þess að
hann hefði klínískar upplýsingar til hliðsjónar. Við
vefjagreiningxma var stuðst við nýjustu skilmerki
sem gefin hafa verið út af Alþjóða heilbrigðismála-
stofnuninni (WHO) (10). Æxlunum var skipt í
tvo flokka, dæmigerð og afbrigðileg samkvæmt
eftirfarandi skilmerkjum. í fyrrnefnda flokknum
voru æxli sem einkennast af áberandi kirtilmynstri
með hreiðrum og bjálkum af einsleitum frumum
og kjörnum og þar sem færri en fimm frumuskipt-
ingar sjást í 10 HPF-ljós-smásjáreiningum (high
power field) og ekkert drep. Afbrigðilega vefja-
gerðin einkennist hins vegar af fleiri en fimm
frumuskiptingum og drepi þar sem frumurnar
raðast óskipulega og kjarnar eru misleitir (10,11).
Æxlin voru stiguð afturvirkt í samræmi við
alþjóðlegt stigunarkerfi lungnakrabbameina frá
1999 (10). Stigunarrannsóknir fyrir aðgerð voru
lungnamynd og tölvusneiðmyndir af brjóstholi
auk tölvusneiðmynda af kviði eftir 1980. Einnig
var stuðst við upplýsingar um berkjuspeglanir
og miðmætisspeglanir sem gerðar höfðu verið.
Jáeindaskanni (positron emission tomography,
PET) var hins vegar ekki notaður við stigun í
neinu tilfellanna.
Skurðaðgerðimar voru yfirleitt í gegnum
brjóstholsskurð á milli 4. og 5. rifbeins (post-
erolateral thoracotomy) og voru sjö skurðlæknar
sem framkvæmdu aðgerðirnar. Skurðdauði var
skilgreindur sem dauði innan 30 daga frá skurð-
aðgerð.
Við tölfræðilega útreikninga var notast við t-
próf og Mann-Whitney próf. Marktæki miðast við
p-gildi undir 0,05. Reiknaðar vom út lífshorfur
(sjúkdómasértækar) samkvæmt aðferð Kaplan-
Meier. Log-rank próf var notað til að bera saman
lífshorfur mismunandi hópa. Útreikningar mið-
uðust annars vegar við aðgerðardag og hins vegar
31. desember 2006 en þá var kannað hvaða sjúk-
lingar voru á lífi samkvæmt Þjóðskrá Hagstofu
íslands. Dánarorsakir þeirra sem höfðu látist
voru skráðar og kannað hvort þeir höfðu látist úr
krabbalíki í lungum. Meðaleftirlitstími (follow-up)
var 142 mánuðir.
126 LÆKNAblaðið 2008/94