Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 36

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 36
FRÆÐIGREINAR KRABBALÍKISÆXLI 100 80- 60- 40- 20- Afbrigóilegar Dæmigerðar 10 20 30 40 50 Ár Mynd 1. Lífshorfiir (sjúk- dóma sértækar) 64 sjúklinga eftir vefjagerð (dæmigerð og afbrigðileg) sem greindust með kmbbalíki í lungum á íslandi 1955-2006. var hann greindur með endurtekið æxli í lunga, meinvörp í miðmætiseitlum auk fjarmeinvarpa. Við eftirlit höfðu fimm af 64 sjúklingum látist úr sjúkdómnum (7,8%). Tveir þeirra höfðu lifrar- meinvörp og var annar þeirra með dæmigerða vefjagerð. Einn sjúklingur hafði meinvörp í litla heila og annar greindist með efri holæðar heil- kenni, báðir með afbrigðilega vefjagerð. Loks var einn sjúklingur með dæmigerða vefjagerð sem greindist með endurtekin meinvörp í lunga og dó úr meinvörpum í lifur. Fimm ára lífshorfur (disease/cancer specific survival) voru 86% fyrir hópinn í heild og 96% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefjagerð og 70% fyrir þá sem voru með afbrigðilega vefjagerð (p<0,05) (mynd 1). Umræða Þessi rannsókn náði til allra tilfella krabbalíkis í lungum á Islandi frá 1955-2006 og sýnir að lífslíkur eru ágætar hér á landi. Arangur af skurðaðgerðum var góður og fimm árum frá greiningu voru 86% sjúklinga á lífi. Langtímahorfur voru sérstaklega góðar hjá sjúklingum með dæmigerða vefjagerð en 96% þeirra reyndust á lífi fimm árum eftir greiningu. Meðal sjúklinga með afbrigðilega vefja- gerð voru 70% á lífi fimm árum eftir aðgerð (p< 0,05). Vefjagerð æxlis reyndist þó ekki óbrigðul við mat á klínískri hegðxm þessara æxla. Þannig höfðu átta sjúklingar (14,8%) með dæmigerða vefjagerð meinvörp við greiningu og einn greindist með meinvörp fimm árum síðar. Tíðni meinvarpa var vissulega lægri en meðal tilfella með afbrigðilega vefjagerð (40%). Niðurstöður okkar sýna þó að ekki er unnt að treysta því að krabbalíki með dæmigerða vefjagerð sýni af sér „góðkynja" hegð- un og þessi æxli geta meinverpst og leitt til dauða. Þá hefur nýlega verið sýnt fram á að eitilmeinvörp í miðmæti (3,10,12,13) séu ekki síður sterkur for- spárþáttur hvað varðar lífshorfur en afbrigðileg vefjagerð (3, 7,13,14) og er það í samræmi við nið- urstöður þessarar rannsóknar. Niðurstöðum okkar ber saman við fjölda er- lendra rannsókna þar sem fimm ára lífshorfur eru oftast á bilinu 78-90% fyrir hópinn í heild (1,3,4, 7, 8), 87-100% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefja- gerð (3-5, 7, 14) og 44-78% fyrir sjúklinga með afbrigðilega vefjagerð (3-5, 7,8,14,15). Afbrigðileg vefjagerð hefur því marktækt verri horfur og munar allt að 20-30% í fimm ára lífshorfum sam- anborið við dæmigerða vefjagerð (1, 3-5, 7, 8, 14, 15) . Vefjagreining dæmigerðs krabbalíkis er yfirleitt án vandkvæða en fyrir afbrigðileg krabbalíki eru mismunagreiningar fleiri, svo sem önnur sjald- gæfari æxli af taugainnkirtlafrumu-uppruna og jafnvel lungnakrabbamein af smáfrumugerð. Nýgengi krabbalíkis í lungum á Islandi er svipað og í nágrannalöndum okkar (15). Sama er að segja um hlutfall krabbalíkis af öllum illkynja æxlum i lungum (1,9%), en í flestum rannsóknum er þetta hlutfall í kringum 2% (bil 2-5%) (1-3, 16). Tilhneiging var til aukningar í nýgengi þegar leið á rannsóknartímabilið. Svipuð þróun hefur sést erlendis (6, 15) og skýrist líklega að stórum hluta af aukningu á tilviljanagreindum tilfellum, aðallega vegna vaxandi notkunar myndrannsókna á brjóstholi og þá sérstaklega tölvusneiðmynda (16) . í þessari rannsókn greindist þriðji hver sjúklingur fyrir tilviljun sem er svipað hlutfall og í nýlegum erlendum rannsóknum (3, 7,16). Þessi rannsókn nær til allra tilfella sem greind- ust á landinu í rúmlega hálfa öld. Okkur er ekki kunnugt um aðrar rannsóknir á krabbalíki í lungum sem ná til heillar þjóðar á svo löngu tímabili. Einnig er styrkur rannsóknarinnar að leitað var að tilfellum í þremur mismunandi skrám sem minnkar líkur á því að tilfelli vanti í rannsóknina. Þarna vegur þyngst krabbameins- skrá Krabbameinsfélags Islands en þar eru skráð öll krabbamein sem greinst hafa á íslandi frá 1955 (17) . Því verða nýgengistölur sem reiknaðar eru út í þessari rannsókn að teljast áreiðanlegar. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 49 ár sem er sambærilegt við aðrar rannsóknir (3,4, 7,8, 16) . Sama á við um hærri meðalaldur hópsins með afbrigðilega vefjagerð en þeir reyndust rúmlega 10 árum eldri en sjúklingar með dæmigerða vefja- gerð (1, 7,15,16). Þetta er þó ekki algilt og til eru 128 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.