Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 63
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ÍSLENSK ERFÐAGREINING Lóð á vogarskálarnar Magnús Karl Magnússon, sérf ræðingur í blóðmeinaf ræðum við Landspítala, hefur kynnt sér tilboð íslenskrar erfðagreiningar þar sem einstaklingum býðst að kaupa upplýsingar um erfðamengi sitt og áhættuþætti varðandi ákveðna sjúkdóma. Magnúsi finnst framtakið áhugavert og telur það geta orðið til gagns og ánægju fyrir áhugasama en telur þó að þorri almennings muni ekki telja sig þurfa á þessu að halda. Magnús Karl Magnússon, sérfræöingur í blóðmeinafræði. Hávar Sigurjónsson „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað verið er að selja og í þessu tilviki er fslensk erfða- greining ekki að selja klínískt greiningartól heldur er verið að markaðssetja þetta beint til almenn- ings. Gagnsemi rannsóknamiðurstaðna í klín- ískri ákvarðanatöku hefur því ekki verið mikið rannsakað og markaðssetning því ekki miðuð við slíkar forsendur. Umræðan snýst því frekar um hugsanlega gagnsemi þessara upplýsinga fyrir almenning og hvort rétt sé að bjóða almenningi svo flókna vöru sem kann að valda ruglingi og hugarangri. Ég held að svörin við þessum spurn- ingum séu ekki einföld. Ég tel þó almennt að þessi nýja erfðafræði sé ákaflega spennandi og ekki vafamál að hún muni í náinni framtíð gerbreyta skilningi okkar á orsökum og erfðum ýmissa algengra sjúkdóma. Rannsóknir allra síðustu ára hafa nú þegar varpað ljósi á afmarkaða erfðaþætti nokkurra algengra sjúkdóma og við sjáum fram á áframhaldandi framfarir með þessum nýju tólum erfðafræðinnar. Gagnsemin snýst því að nokkru leyti um hvort slíkur skilningur á erfðaþáttum muni stuðla að betri forvörnum og jafnvel nýjum meðferðarúrræðum. Að mínu mati eru sterk rök fyrir því að upplýsingar um vel skilgreinda erfða- áhættu hvers einstaklings geti hjálpað við að fyr- irbyggja sjúkdóma. Við þekkjum fjölmargar leiðir til að draga úr líkum þess að fá ýmsa sjúkdóma en oft skortir drifkraft eða hvatningu fyrir ein- staklinga til að breyta lífsstíl eða leita annarra fyrirbyggjandi leiða. Fyrir suma gætu slíkar upp- lýsingar um erfðafræðilega áhættu verið enn eitt lóð á vogarskálarnar. Þetta gæti því orðið gagn- legt fyrir þá sem þurfa á hvatningu að halda til að breyta lífsháttum sínum og draga þar með úr áhættu á að fá vissa sjúkdóma. Tíminn mun leiða það í ljós en ég tel augljóst að finna megi tilfelli þar sem þetta mun gagnast. í sumum tilfellum er fólk að berjast við ákveðna drauga, til dæmis offitu, og hefur áhyggjur af því að fá sykursýki. Slíkur ein- staklingur gæti haft gagn af svona upplýsingum." Magnús segir að áhugi sinn almennt á þessu framtaki stafi bæði af fræðilegum áhuga sínum á þessu sviði og einnig af einskærri forvitni um erfðafræðilegan bakgrunn sinn. „Eflaust stafar sú forvitni af starfi mínu og sérfræðiþekkingu. Ég tel að upplýsingar af þessu tagi mxmi líklega valda mun minni skaða en það hugsanlega gagn sem af þessu gæti hlotist. Nákvæmt forspárgildi þessara upplýsinga er þó enn talsvert óljóst og því vantar betri rannsóknir til að þessar rannsóknaraðferðir hafi klínískt gildi. Gildi upplýsinga í sjálfu sér er í mínum huga ákaflega jákvætt og því held ég að almenningur eigi rétt á að þeim sé boðin til sölu slík vara þó þeim geti sannarlega fylgt kvíði ef upplýsingamar benda til að einstaklingur sé í áhættu hópi fyrir tiltekinn sjúkdóm. En ef við ætlum að stxmda forvarnalæknisfræði þá þurfum við auknar upplýsingar. I erfðafræðinni erum við reyndar í dag komin á miklu óræðari slóðir en áður var og stafar það af því að þessir nýju erfðafræði- legu áhættuþættir hafa mun lægri sýnd, það er veikari áhættuþættir fyrir tilteknum sjúkdómi en stökkbreytingar sem áður hafa verið einangraðir. Það kallar á nákvæmari rannsóknir og þessi nýju tæki og tól sem nú eru komin á sjónarsviðið, líkt og erfðamengisskönnun sú sem nú er verið að markaðssetja, gera þessar rannsóknir mögulegar. Að mínu mati, eins og þegar hefur komið fram, felst gildi „decodeme" fyrst og fremst í því að LÆKNAblaöið 2008/94 155
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.