Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 64

Læknablaðið - 15.02.2008, Side 64
IUMRÆÐUR O G FRÉTTIR ÍSLENSK ERFÐAGREINING slíkar einstaklingsbundnar upplýsingar geta haft jákvæð áhrif á hegðun einstaklingsins." Jóhartn Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilis- lækningum, benti á í viðtali í síðasta tölublaði Læknablaðsins að hætt hefði verið við langtíma- rannsókn í Noregi vegna þess að upplýsingar um hugsanlega erfðafræðilega áhættu gætu ýtt undir sjúkdómstíðni og þar með væri siðferðilega rangt að halda rannsókninni áfram. „Þarna var verið að benda á að upplýsingar um áhættu gæti ýtt undir kvíða og þessi kvíði gæti síðan hugsanlega ýtt undir áhættu ákveðinna sjúkdóma, í þessu tilfelli sykursýki. Mér finnst þetta almennt frekar langsótt og vil einnig benda á gagnrýnin ætti ekki á engan hátt beinast að sérstak- lega að erfðafræðilegri áhættu frekar en hverjum öðrum áhættuþætti. Almennt hafa þó menn verið sérstaklega á varðbergi gagnvart erfðafræðilegri áhættu og ég held að það endurspeglist að nokkru í þessu viðhorfi Jóhanns. í eðli sínu tel ég þó að ekkert frábrugðið í því að tengja erfðabreytileika við áhættu fremur en reykingar eða einhverja aðra hegðun sem vitað er að getur valdið sjúkdómum. Áður var það þannig að sýnd erfðafræðilegrar áhættu var oft mjög há, þannig að það að bera erfðabreytileika eða stökkbreytingu var nánast sjálfkrafa dómur um það að sjúkdómurinn kæmi fram. Einnig voru flestir þeir sjúkdómar sem tengdust stökkbreytingum af þessu tagi mjög illvígir og í því samhengi verður allt tal um erfðabreytileika gagnvart sjúkdómum sem læknis- fræðin átti engin svör við mjög erfið siðfræðilega. Hins vegar ef um er að ræða sjúkdóma þar sem fara saman erfðir og umhverfisáhrif og erfða- breytileikinn hefur þar að auki lága sýnd þá er í eðli sínu enginn grundvallarmunur á þessum erfðafræðilegu og umhverfislegum áhættuþáttum. Að því leyti eigum við eftir að læra að meðhöndla upplýsingar af þessu tagi." Magnús segir að lokum að hann gæti ekki sagt við sjúkling sem til hans leitaði að þessar upplýs- ingar væru sannanlega gagnlegar. „Eg gæti ekki sagt með beinum vísindalegum rökum að þessar upplýsingar séu gagnlegar. Ég gæti ekki út frá læknisfræðilegu sjónarmiði ráðlagt sjúklingi að panta þessa rannsókn. En þá komum við aftur að því sem ég benti á í upphafi að íslensk erfðagrein- ing er ekki að markaðssetja þetta sem lækningatól. En þetta er sannarlega spennandi innlegg í mjög svo lifandi fræðigrein." Heilbrigðisstofnun Suðurlands Geðlæknir! Laus er staða yfirlæknis á geðdeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við deildina starfa nú tveir geðlæknar og er starfsemin blönduð geðlæknisfræði, bæði réttargeðlækningar, almennar geðlækningar og lækningar í fangelsi. Við mat á umsóknum verður mikið lagt upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra. Staðan getur verið laus eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri lækninga í síma 868-1488 eða á netfangi: oskar@hsu.is Umsóknum ásamt staðfestum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist á viðeigandi eyðublöðum sem fást á skrifstofu landlæknis til Óskars Reykdalssonar fyrir 1. mars 2008. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nærtil um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar og eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm. Stofnunin rekur ennfremur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi og veitir geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni. Alls eru um 220 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 1 56 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.