Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 70

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 70
FRÆÐIGREIN S V A R V I Ð T I A R L F E L L I Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um að ræða aspergillus-sýkingu í lunga en smásjármyndin sýnir sveppinn Aspergillus nigrans sem ræktaðist í þessu tilfelli. Einkennandi fyrir vöxt þessa sýkingarvalds í smásjá er tvískipt- ing sveppaþráðanna og vaxa þeir 45 gráður út frá upprunaþræðinum. Algengari orsakavaldur er Aspergillus fumigatus (1, 2), en almennt eru aspergillus-sýkingar mjög sjaldgæfar, ekki síst hér á landi. Oftast er um ónæmisbælda sjúklinga að ræða, til dæmis sjúklinga með bráða hvítblæði og hvítkornafæð, sjúklinga með HlV-sýkingu, átfrumugalla (svo sem chronic granulomatous disease) eða ónæmisbælingu af völdum lyfja (til dæmis líffæraþegar á cyklosporíni og sterum) en langvinn lungnateppa ein og sér og sykursýki eru einnig áhættuþættir. (1, 3). í þessu tilviki var um ónæmisbælingu að ræða vegna langvarandi áfengisneyslu og sykursýki auk byrjandi lungna- teppu. Fjögur birtingarform aspergillus-sýkinga eru þekkt. Aspergillus ofnæmi (allergic bronchopul- monary aspergillosis), ífarandi aspergillus-sýk- ing (invasive aspergillosis), krónísk vefjaeyðandi aspergillus-sýking (chronic necrotizing asper- gillosis) og svokallað aspergilloma í lunga (1, 3). Einkenni eru mismunandi eftir því um hvaða sjúkdómsmynd er að ræða. Einkenni ífarandi sýk- ingar geta til dæmis verið hiti, hósti/blóðhósti, mæði og takverkur (1-3). Þessi sjúklingur hafði öll framangreind einkenni, en hann reyndist sam- kvæmt vefjagreiningu vera með aspergilloma (2). Dánartíðni í ífarandi sýkingum er um 60% þegar litið er á alla sjúklingahópa en fer hæst í 90% hjá þeim sjúklingum sem eru ónæmisbældir eftir beinmergsskipti, með sýkingu í miðtaugakerfi eða útbreidda sýkingu (4). Einnig er mjög há dánartíðni (allt að 95%) hjá sjúklingum sem hafa langvinna lungnateppu og fá ífarandi aspergillus- lungnasýkingu (2). Langflestir eru þessir sjúkling- ar á sterum við greiningu en svo var ekki í þessu tilfelli. Greining á aspergillus-sýkingu fæst með rækt- un á sveppnum úr þeim líkamshluta sem sýktur er og/eða með blóðræktun. Vefjasýni er þó talið öruggast til greiningar (2,3). Meðferðin byggist að- allega á sveppalyfjameðferð. Amphotericin B var áður notað sem fyrsta lyf en vegna eituráhrifa er voriconazole nú fremst í flokki (5). Posaconazole er annað lyf af sama flokki, en minna rannsakað, sem einnig eru bundnar vonir við í framtíðinni þar sem það hefur virkað vel hjá þeim sjúklingum þar sem önnur lyf hafa brugðist (6). Við alvarlegar lungnasýkingar getur þurft að grípa til skurðaðgerðar, oftast vegna blóðhósta og/eða sýkingar sem ekki lætur undan lyfjameð- ferð (7, 8). Einnig getur það holrými sem situr eftir í kjölfar sýkingarinnar verið uppspretta endurtek- inna sýkinga og blóðhósta (7, 8). Því er talið mik- ilvægt að fjarlægja holrýmið. Þetta eru oft erfiðar aðgerðir vegna mikillar bólgu í lunganu sem oft teygir sig út í fleiðruhol. Fylgikvillar eru því al- gengari en eftir aðrar lungnaaðgerðir, sérstaklega sýkingar í fleiðruholi (empyema) (7,8). Sjúklingurinn í þessu tilfelli fékk fjögurra vikna meðferð með voriconazole í æð og var hann síðan tekinn í skurðaðgerð þar sem efra blað vinstra lunga var numið á brott (mynd 4). Alls fékk hartn 11 vikna meðferð, enda er ekki talið að unnt sé að treysta að fullu á skurðaðgerð eina og sér, sér- staklega ef um ífarandi sýkingu er að ræða. Hann er við góða heilsu í dag og íferðirnar í lunganu horfnar. Heimildir 1. Perfect JR, Cox GM, Lee JY, et al. The impact of culture isolation of Aspergillus species: a hospital-based survey of aspergillosis. Clin Infect Dis 2001; 33:1824-33. 2. Bulpa P, Dive A, Sibille Y. Invasive pulmonary aspergillosis in patients with chronic obstructive pulmonary disease. Eur RespirJ 2007; 30: 782-800. 3. Soubani AO, Chandrasekar PH. The clinical spectrum of pulmonary aspergillosis. Chest 2002; 121:1988-99. 4. Lin SJ, Schranz J, Teutsch SM. Aspergillosis case-fatality rate: systematic review of the literature. Clin Infect Dis 2001; 32: 358-66. 5. Scott LJ, Simpson D. Voriconazole : a review of its use in the management of invasive fungal infections. Drugs 2007; 67: 269-98. 6. Walsh TJ, Raad I, Patterson TF, et al. Treatment of invasive aspergillosis with posaconazole in patients who are refractory to or intolerant of conventional therapy: an extemally controlled trial. Clin Infect Dis 2007; 44: 2-12. 7. ParkCK, Jheon S. Results of surgical treatment for pulmonary aspergilloma. Eur J Cardiothorac Surg 2002; 21: 918-23. 8. Okubo K, Kobayashi M, Morikawa H, Hayatsu E, Ueno Y. Favorable acute and long-term outcomes after the resection of pulmonary aspergillomas. Thorac Cardiovasc Surg 2007; 55:108-11. 162 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.