Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 12
■ FRÆÐlGREiNAR RANNSÓKNIR Tafla I. Túlkun á niðurstöðum blóðræktana barna á íslandi 1994-2005. Flokkur 1: Mengun* Flokkur IV: Sýking Bacillus sp. Acinetobacter Micrococcus sp. Bacteroides fragilis Propionibacterium Brevibacterium sp. Flokkur II: Líkleg mengun* Brevundimonas vesicularis Acidominimus Burkholderia cepacia Corynebacterium sp. Campylobacter jejuni Corynebacterium striatum Clostridium perfringens Gram jákvæðar bakteríur** Clostridium sp. Gram jákvæðir kokkar** Enterobacter Gram jákvasðir stafir** Enterococcus Kóagúlasa neikvasðir stafýlókokkar Escherichia coli Lactococcus Fusobacterium sp. Leukonostoc Haemophilus (ekki influenzae) Staphylococcus sp. Haemophilus influenzae Streptococcus sp. Kingella kingae Streptococcus (ekki hemólýtískir) Klebsiella Viridans streptókokkar Listeria monocytogenes Veillonella sp. Moraxella Flokkur III: Líkleg sýking Neiss. meningitidis Gram jákvæðir loftfælnir kokkar*** Nocardia sp. Gram jákvæðir loftfælnir stafir*** Non-fermenting Gram neikvæöir stafir Gram neikvasðar bakteríur*** Pseudomonas Gram neikvæöir loftfælnir stafir*** Salmonella Gram neikvæðir stafir*** Serratia Neisseria sp. Staph. aureus Strept. hemólýtískur af hjúpg. A, B, D, G Streptococcus pneumoniae Xanthomonas maltophilia *Ef blóðræktunarpör voru fleiri en eitt á 30 daga tímabili fluttist sú nióurstaöa upp um flokk. **Sýklafræðideild taldi aö líklegast væri um mengun að rasða og gerði ekki frekari greiningu. ***Nánari greining torveld og ekki geró af sýklafræóideild vegna kostnaöar. Inngangur Blóðsýkingar eru alvarlegar sýkingar sem geta verið af völdum sveppa, veira og sníkjudýra auk baktería. Skjót greining er ákaflega mikilvæg og þarf viðeigandi meðferð að vera áhrifamikil og markviss. Grunur um blóðsýkingu getur vaknað við ólík og stundum ósérhæfð einkenni (1). Hækkun á líkamshita er eitt megineinkenni blóðsýkinga en bakteríur hafa ræktast hjá 3-15% barna og fullorð- inna með hita (2). Sumir sjúklingar geta þó verið hitalausir, til dæmis nýburar eða ónæmisbældir einstaklingar, en ekkert ákveðið hitamynstur fylgir blóðsýkingu (1). Aukinn fjöldi hvítra blóðkorna í blóði og þá einkum daufkyrninga eru einnig vísbendingar um blóðsýkingar (3). Ef grunur er um blóðsýkingu skal hefja meðferð með breiðvirkum sýklalyfjum hið fyrsta. Þegar niðurstöður næmisprófs liggja fyrir má skipta út breiðvirku lyfjunum fyrir sértækari sýklalyf. Blóðsýkingar hjá börnum eru algengar á nýburaskeiðinu (fyrstu 30 dögunum eftir fæð- ingu) og hafa margar rannsóknir á blóðsýkingum barna beinst að nýburum. Blóðsýkingar nýbura eru mjög alvarlegar og fylgir þeim há dánartíðni (4) . í rannsókn á faraldsfræði blóðsýkinga hjá nýburum á íslandi á árunum 1976-1995 voru blóðsýkingar staðfestar hjá tveimur af hverjum 1000 lifandi fæddum bömum og dánartíðni var 17% (4). Blóðsýkingar nýbura er gott dæmi um hvernig faraldsfræði smitsjúkdóma breytist með tímanum. I upphafi 20. aldar voru nýburasýkingar af völdum hemólýtískra streptókokka af hjúpgerð A (GAS) algengastar (5). Um miðbik aldarinnar fóru sýkingar af völdum E. coli að verða algengar (5) en frá því á áttunda áratugnum hafa hemólýt- ískir streptókokkar af hjúpgerð B (Streptococcus agnlncticae, GBS) verið algengastir hjá nýfæddum börnum (5-8). Reikna má með að í það minnsta 5% allra nýbura á íslandi hafi jákvæða GBS yfirborðs- ræktun við fæðingu sé móðir ekki meðhöndluð með sýklalyfjum í fæðingu (9). Kóagúlasa nei- kvæðir stafýlókokkar (KNS) eru einnig vaxandi vandamál hjá nýburum á íslandi (4). Pensillínónæmir og fjölónæmir pneumókokkar eru vaxandi vandamál víða um heim en í Taiwan hefur verið lýst pensillínónæmi hjá 70% pneumó- kokka sem ræktast frá nefkoki barna (10). í nýlegri rannsókn á erythromycin og pensillínónæmi pneumókokka í Evrópu er því spáð að algengi pensillínónæmis bakteríunnar geti orðið 20,4% og algengi ónæmis fyrir báðum lyfjunum geti orðið 8,9% (11). Hér á landi hafa pensillínónæmir pneumókokkar aðallega verið af stofngerðum 6B, 19F og 23 (12). Ónæmir stofnar af E. coli hafa einnig gert vart við sig erlendis. í Danmörku er ónæmi E. coli fyrir ampisillini og gentamicini ennþá lágt en í Kanada hefur ónæmi bakteríunnar fyrir ampisill- ini og gentamicini meðal nýbura valdið áhyggjum auk þess sem nýlega var lýst ónæmi fyrir ampisill- ini í 68% E. coli baktería á Spáni (6,13,14). Þekking á faraldsfræði blóðsýkinga og sýkla- lyfjanæmi helstu baktería er undirstaða mark- vissrar meðferðar á blóðsýkingum barna jafnt sem fullorðinna. Að sama skapi er mikilvægt að þekkja algengustu undirtegundir baktería. Slík þekking er nauðsynleg bæði við mat á réttri sýklalyfja- meðferð og þegar meta á gagnsemi hugsanlegra bólusetninga gegn ákveðnum bakteríum hjá börn- um. Loks er stöðugt mat á næmi baktería fyrir sýklalyfjum nauðsynlegt. Eftirfarandi rannsókn var því unnin til að varpa ljósi á helstu þætti í far- aldsfræði blóðsýkinga barna á íslandi. 524 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.