Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Efniviður og aðferðir Við rannsóknina voru athugaðar allar jákvæðar niðurstöður blóðræktana bama frá fæðingu að 18 ára aldri unnar á Sýklafræðideild Landspítala Hringbraut. Rannsóknartímabilið náði frá 20. september 1994 til 16. mars 2005. Blóðsýnin era frá Barnaspítala Hringsins auk innsendra sýna frá öðrum heilbrigðisstofnunum. Heildarfjöldi blóð- ræktana hjá börnum á tímabilinu er ekki þekktur. Jákvæðar ræktanir frá mænuvökva voru skoðaðar sérstaklega. Sýklafræðideild Landspítala notaði þrjú kerfi til ræktunar á bakteríum úr blóði á þessu tíma- bili. Fram til 1996 var notast við BacTec kerfið (Becton, Dickinson and Company, Diagnostic Instrument Systems, Sparks, Maryland) því næst ESP DIFCO (Difco Laboratories, Detroit, Michigan) fram til 2002 en í kjölfarið var notast við BacTAlert (Organon Teknika Corp., Durham, Norður-Karólína) ræktunarkerfið. Næmi bakteríanna var prófað fyrir helstu sýklalyfjum með skífuprófum samkvæmt aðferð- um, skilmerkjum og stöðlum NCCLS (National Committee for Clinical Laboratory Standards, síðar Clinical Laboratory Standard Institute) (15). Niðurstöður næmisprófsins eru tilgreindar sem S (Susceptible), R (Resistant) eða I (Intermediate) eftir því hvort bakterían er vel næm, ónæm eða með lélegt næmi fyrir viðkomandi lyfi (16). Næmi sumra baktería (til dæmis pneumókokka) var einnig prófað fyrir tilteknum sýklalyfjum með því að mæla lágmarksheftistyrk viðkomandi sýklalyfs með svokölluðu E-prófi (E-test, AB Biosystems, Solna, Svíþjóð). Pneumókokkar töldust fjölónæmir ef um ónæmi fyrir þremur eða fleiri sýklalyfjum var að ræða. Pneumókokkar voru hjúpgerðargreindir með latex kekkjunarprófi með mótefnum frá Statens Seram Institut (Kaupmannahöfn). Aldur barnanna var miðaður við dagsetningu sýnatöku. Bömin voru flokkuð í fjóra aldurshópa: nýburar (30 daga gömul eða yngri), ungbörn (30 daga - 1 árs), börn á leikskólaaldri (1-6 ára) og böm á skólaaldri (6-18 ára). Hver jákvæð blóðræktun sýkladeildarinnar flokkaðist sem sjálfstætt tilvik ef ekki þótti sýnt að um endurtekna ræktun sömu sýkingar væri að ræða. Álitið var að ef sama baktería með nákvæm- lega sama lyfjanæmi ræktaðist oftar en einu sinni úr sama einstaklingnum á 30 daga tímabili væri um sömu sýkingu að ræða. Skráð var sérstaklega hvort jákvæð ræktun væri bæði úr blóði og mænuvökva. Þar sem oft getur verið erfitt að ná blóði til ræktunar úr litlum alvarlega veikum börnum voru jákvæðar ræktanir úr mænuvökva án blóðræktana taldar jafngildar Tafla II. Algengustu bakteríur í blóðræktunum barna á íslandl 1994-2005. Baktería Grams litun Fjöldi Hlutfall Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar Jákvasö 465 37,1% Streptococcus pneumoniae Jákvæð 103 8,2% Viridans streptókokkar Jákvæör 95 7,6% Staphylococcus aureus Jákvæð 94 7,5% Micrococcus sp. Jákvæð 76 6,1% Neisseria meningitidis Neikvasð 72 5,7% Corynebacterium sp. Jákvæð 63 5,0% Escherichia coli Neikvæð 47 3,8% Hemólýtískir streptókokkar af hjúpgerð B Jákvasð 42 3,4% Enterococcus sp. Jákvæð 26 2,1% Propionibacterium Jákvæð 26 2,1% Hemólýtískir streptókokkar af hjúpgerð A Jákvæð 15 1,2% jákvæðum blóðræktunum í þessari rannsókn. Niðurstöður blóðræktananna voru túlkaðar sem mengun, líkleg mengun, líkleg sýking og sýking eftir eðli þeirrar bakteríu sem ræktaðist (tafla I). Unnið var með öll gögn á ópersónugrein- anlegan hátt í Microsoft Excel. Rannsóknin var unnin með leyfum Persónuverndar, Siðanefndar Landspítala og forstjóra. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu ræktuðust bakteríur í 1253 sýnum frá 974 börnum á aldrinum 0-18 ára. Ef undanskilin eru árin 1994 og 2005 (þar sem að- eins liggja fyrir niðurstöður hluta þeirra ára) þá voru 119,4 jákvæðar ræktanir á hverju ári (mið- gildi 124,5; spönn 84 til 147). Jákvæðar ræktanir frá mænuvökva án blóðræktunar voru 120. Drengir voru 52,4% þýðisins og komu 51,6% jákvæðra blóð- ræktana frá þeim en stúlkur voru 47,6% með 48,4% allra jákvæðra ræktana. Meðalaldur barnanna var 3,24 ár (miðgildi 1,14 ár; spönn 0 til 18 ár). Mynd 1. Algengustu bakteríur í blóðræktunum barna á íslandi 1994-2005; skipt eftir aldurs- flokkum. LÆKNAblaðið 2008/94 525
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.