Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR Guðmundur Georgsson1 sérfræðingur í líffærameinafræði, Elías Ólafsson2 sérfræðingur í taugasjúkdómafræði + Gunnar Guðmundsson2 sérfræðingur í taugasjúkdómafræði Lykilorð: príon, sauðfjárriða, Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur, faraldsfræði. 1Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 2taugalækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Guðmundur Georgsson, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum v/Vesturlandsveg, 112 Reykjavík. ggeorgs@hi.is Y F I R L I T Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé Ágrip Tilgangur: Sauðfjárriða og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur (CJD) hjá mönnum teljast til príon- sjúkdóma og smitefni þeirra eru náskyld. Leitað var svara við spurningunni hvort sauðfjárriða gæti borist í menn og valdið CJD. Efniviður og aðferðir: Skimað var fyrir CJD á 40 ára tímabili, 1960-2000. Afturskyggn rannsókn hófst 1980. Sjúkraskrár taugasjúkdómadeildar Landspítalans frá árunum 1960-1980 voru kann- aðar. Rannsakaðir voru vefjabitar (vaxkubbar) úr safni rannsóknarstofu HÍ við Barónsstíg af tilfellum, sem höfðu verið greind sem CJD eða rökstuddur grunur var um þá greiningu.Við fram- skyggnu rannsóknina 1980-2000 gafst einnig færi á að kanna tákna 129 í erfðaefni príons og auðkenna stofn smitefnis. Teknar voru saman upplýsingar um faraldsfræði riðu og neysluvenjur landans kannaðar. Niðurstöður: 4 tilfelli af CJD voru greind á þessum 40 árum, tvö á hvoru tímabili. Árleg dánartíðni var 0,44 á milljón íbúa. Ályktun: Þar eð tíðnin hérlendis er ríflega helmingi lægri en meðaltalstíðni í 18 öðrum Evrópulöndum á tímabilinu 1997-2004, sem var 1,11 á milljón íbúa, teljum við næsta víst að sauðfjárriða berist ekki í fólk, enda hefði má búast við hærri tíðni CJD hér- lendis og hugsanlega afbrigðilegum tilfellum ef svo væri því íslendingar hafa verið útsettir fyrir riðu í 130 ár. Inngangur Riða er frumgerð príon sjúkdóma, sem einnig eru nefndir smitandi svampkennd heilamein (trans- missible sprongiform encephalopathy, TSE's) sem dregur dám af einkennandi vefjaskemmdum í heila. Sjúkdómarnir eru banvænir hrörnunarsjúk- dómar í miðtaugakerfi manna (neurodegenera- tive) og dýra. Helstir þeirra eru, auk riðu í sauðfé og geitum, kúariða (bovine spongiform enceph- alopathy, BSE), langvinnur rýrnunarsjúkdómur í hjartardýrum (Chronic Wasting disease, CWD). í mönnum eru helstu sjúkdómarnir: Creutzfeldt- Jakob (CJD), Kuru og banvænt ættlægt svefnleysi (Fatal Familial Insomnia, FFI). Dýrasjúkdómarnir eru að því leyti frábrugðnir mannasjúkdómum að þeir eru að jafnaði smitandi, en hins vegar geta mannasjúkdómarnir auk þess að vera smitandi, verið ættlægir eða stakir (sporadic). Greind eru fjögur mismunandi form af CJD (sjá aðferðir) og er staka formið sCJD langalgengast eða milli 80- 90% (1,2,3) Megineinkenni þess eru hratt vaxandi vitglöp (dementia) (4). Orsök er ókunn en þekktur english summaryhh^hihi Georgsson G, Ólafsson E, Guðmundsson G Scrapie of sheep and Creutzfeldt-Jakob disease in lceland Objective: Scrapie of sheep and Creutzfeldt-Jakob disease (CJD) are both classified as prion diseases. The infectious agents of both diseases are closely related. The objectives of the study was to explore, whether sheep scrapie could be transmitted to humans and cause CJD. Material and methods: The occurrence of CJD was studied in a period of 40 years, 1960 to 2000. The first part of the study, which was started in 1980, was retrospective. Hospital records from the Department of Neurology of the National Hospital from the years 1960-1980 were scrutinised and paraffin blocks from the collection of the Department of Pathology from cases with the diagnosis CJD and some suspect cases were obtained and analysed. The latter part of the study was prospective, which gave the possibility to study codon 129 of PRNP gene and characterise the strain of the infectious agent. Information on the epidemiology of scrapie in lceiand and of the diet of lcelanders was collected. Results: Four cases of CJD were detected in the 40 years studied, which corresponds to an incidence of 0.44 per million inhabitants, which is less than half the average incidence in 18 other European countries in the years 1997-2004. Conclusion The low incidence of CJD in lceland does not indicate that sheep scrapie can be transmitted to humans and cause CJD. If this were the case, we would have excpected an higher incidence of CJD and possibly atypical cases, as the lcelandic population has been exposed to scrapie for 130 years. Keywords: prions, sheep scrapie, Creutzfeldt-Jakob disease, epidemiology. Correspondence: Guðmundur Georgsson, ggeorgs@hi.is LÆKNAblaðiö 2008/94 541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.