Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 32
Mynd 1. Cerebellum með nokkrum mýlildisflákum ígranule frumulagi, þar sem nokkur rýrnun sést. Mótefnalitun með 3F4 gegn PrPSc og haematoxylin mótlitun. naptic formi í heilaberki og berki litla heila, en ekki sáust flákar. Fjölgun og stækkun stjamfrumna. Endanleg greining: ótvíræður sCJD Arleg dánartíðni á þessu 20 ára tímabili sem aft- urskyggna rannsóknin náði til reyndist vera 0,49 á milljón íbúa. Framskyggn rannsókn frá 1980 til 2000 Þriðja tilfellið: 72 ára húsmóðir, borin og barn- fædd í Reykjavík og bjó þar alla ævi. Þegar hún var fimmtug var græddur í hana hjartagangráður. Einnig hafði verið greind hjá henni vanstarfsemi skjaldkirtils og hafði hún fengið lyfjameðferð vegna hennar. Að öðru leyti hafði hún verið hraust þar til einkenni þess sjúkdóms komu í ljós sem leiddi til innlagnar á sjúkrahús. Fyrstu einkennin voru minnisleysi og breyting á hegðun. Hún svaraði spumingum útí hött. Síðar fór að bera á óstöð- ugleika og dettni. Síðan komu fram einkenni vaxandi vitglapa, sjóntruflanir, einkenni frá litla heila og pyramidal einkenni og loks var hún alveg rúmliggjandi og ófær um að tjá sig. Heilarit sýndi breytingar dæmigerðar fyrir CJD. Sjúklingur lést um það bil þremur mánuðum eftir að fyrstu einkenni komu fram. Við krufningu var heilinn næsta eðlilegur við stórsæja skoðun. Sýni voru tekin í formalín fyrir smásjárskoðun úr heilaberki, frontalt, parietalt, temporalt og occipitalt, basalganglia, corpora mamillaria, thalamus, substantia nigra, pons með locus coeruleus, pes hippocampi og cerebellum. Auk þess var tekinn biti og snöggfrystur í fljótandi köfnunarefni fyrir aðrar rannsóknir. Engin ætt- arsaga um geðsjúkdóma. Klínísk greining: líklegur sCJD Við smásjárskoðun á sneiðum úr heila sáust mjög vægar svampkenndar breytingar í heilaberki frontalt og parietalt, en mjög áberandi og útbreiddar í temporal, occipital og parahippocampal berki. Mjög vægar breytingar í substantia nigra og molecular lagi litla heila. Með ónæmislitun fundust útfellingar af PrP& synaptic og perivacuólar, ríkulegt í heilaberki en minna áberandi í berki litla heila. Ekki sáust flákar. Fjölgun og stækkun stjarnfrumna var ótvíræð. Endanleg greining: ótvíræður sCJD Aðrar rannsóknir. Ekki fundust stökkbreytingar í PrP geni; Tákni 129 í PrP geni reyndist arfhreinn methionine/methionine (M/M).Við athugun með prótínþrykki á PrPSc reyndist smitefnið vera af flokki 1, sem er einkennandi fyrir sCJD. Fjórða tilfellið: 70 ára húsmóðir borin og barnfædd í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hún hafði verið heilsuhraust og ekki legið á sjúkrahúsi nema við bamsburð. Ári áður en hún lést fór að bera á óöryggi í stöðu og við göngu, það er slingri. Þau einkenni ágerðust og jafnframt dró úr þoli. Hún varð að hætta störfum fjórum mánuðum eftir að einkennin komu fram og var lögð inn á sjúkrahús tveimur mánuðum síðar. Við komu var hún mjög stíf og talsvert bar á handskjálfta. Segulómmynd (MRI) tekin ríflega mánuði eftir innlögn sýndi lítinn blett í frontal cortex vinstra megin, sem ekki hafði sést fjórum mánuðum áður. Endurtekin heilarit voru ekki dæmigerð fyrir CJD. Um svipað leyti vom greind vitglöp með áberandi frontal einkennum. Þessi einkenni fóru síversn- andi og síðasta mánuðinn sem hún lifði lá hún að mestu hreyfingarlaus og gat ekki tjáð sig. Engin ættarsaga. Einkenni voru talin benda til corticost- riatonigral degenerationar, en einnig var hugleidd greiningin CJD. Við krufningu á heila sást lítils háttar rýrnun á frontal cortex með vægri víkkun á frontal hluta hliðarhólfa. Caput nuclei caudati virtust lítið eitt út- flattir, sennilega vegna útvíkkunar á heilahólfum frekar en rýmun. Klínísk greining: hugsanlegur sCJD Smásjárskoðun á heila leiddi í ljós útbreiddar svampkenndar breytingar í heilaberki einkum frontalt, parietalt og temporalt en mjög vægar occipi- talt. Að auki voru mjög áberandi svampkenndar breytingar í corpus striatum og thalamus, en heldur vægari í mesencephalon og medulla oblongata og þar einkum í nucleus olivarius. Væg depigmentatio í substantia nigra. í litla heila sáust svampkenndar breytingar einkum í nucleus dentatus og granule frumulagi. Við ónæmislitun fyrir PrPSc sáust ein- staka flákar í heilaberki en allmargir í litla heila einkum í granule frumulagi (mynd 1). Að auki sáust kornóttar perivakuólar útfellingar svo og í umfrymi einstakra taugafrumna og í taugamót- um. Einnig sást fjölgun og stækkun stjarnfrumna. Aðrar rannsóknir leiddu í ljós að tákni 129 í PrP geni var arfblendinn methionine/valine (M/V). Með prótínþrykki var sýnt fram á að PrP^ var af flokki 1. Endanleg greining: ótvíræður sCJD 544 LÆKNAblaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.