Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 44
U M R Æ Ð U R Á F E R Ð U M O G N Ý F R É T T I R JA-SJÁLAN D Bráðaaðgerð á slóðum Hringadrottins Það er kannski ekki í frásögur færandi þó læknar taki sig til og gangi saman sér til heilsubótar en gönguferð er stundum annað og meira en bara gönguferð einsog sannaðist í vetur. Þá hélt stór hópur lækna, ásamt mökum og vinafólki, alla leið til Nýja-Sjálands og gekk þar saman þekkta leið sem nefnist Milford Track og eru hlutar leiðarinnar orðnir þekktir um heimsbyggðina eftir að myndirnar byggðar á Hringadrottinssögu voru kvikmyndaðar þar. Hávar Sigurjónsson Að baki ferðinni stóð gönguhópurinn Sárir og súrir fætur sem stofnaður var árið 2002 af hjón- unum Ölmu Eir Svavarsdóttur heimilislækni og Guðjóni Birgissyni skurðlækni og Hilmari Kjartanssyni bráðalækni og Svövu Kristinsdóttur. Þessi hópur hefur farið ört stækkandi og gengið víða um land á undanförnum árum en þetta var í fyrsta sinn sem haldið var útfyrir landsteinana til gönguferðar. Aðalhvatamenn ferðarinnar til Nýja- Sjálands voru Hilmar og Svava sem bæði stunda nám þar, Hilmar er að klára nám í bráðalækning- um og Svava stundar nám í heilsuverkfræði. Að sögn þeirra sem þátt tóku í ferðinni gekk hún framúrskarandi vel og var mikil upplifun enda gengið um stórbrotið landslag, skóga og fjöll, gil og dali, yfir vatnsmiklar ár á hengibrúm, eftir einstigum yfir hengiflugi, en svæðið er hluti af þjóðgarði og náttúrufar og dýralíf mjög fjölbreytt og litskrúðugt. Þegar þau Svava ákváðu að flytja til Nýja-Sjá- lands hafi þeim verið uppálagt að skipuleggja gönguferð fyrir gönguhópinn og sagði Hilmar að þau hefði eiginlega ekki grunað að ferðin yrði nokkurn tíma að veruleika. „Fólkið í þessum gönguhóp er ekki að mikla hlutina fyrir sér og ákvað að stytta harðan vetur á norðurhveli til að fara í gönguferð eins langt í burtu og hægt er. Ferðin byrjaði ekki gæfulega þar sem við lentum í hinu mesta óveðri frá Christ- church yfir á hinn hluta eyjarinnar, yfir fjallgarðinn þar sem grjótskriður, aurskriður og snjókoma um mitt sumar gerðu sitt til að reyna að stöðva okkur, en yfir á vesturströndina komumst við þrátt fyrir að bílar á eftir okkur hafi ekki verið eins heppnir þar sem veginum var lokað fyrir umferð stuttu síðar. í byrjun ferðarinnar fór hópurinn í kajakferð en svo var haldið áfram og útsýnið til Franz Josef og Fox jöklanna þar sem þeir ryðjast niður úr fjöllunum ofan í regnskóginn var alveg magnað. Það er sannarlega óraunverulegt að sjá skriðjökla enda niður í regnskóg og ekki alveg það sem við erum vön frá íslandi. Næstu nótt gistum við í Haast og þaðan var ekið til Queenstown næsta dag. I Queenstown bættust svo fleiri í hópinn. A fimmtudeginum var svo tekin rúta árla morguns frá Queenstown til Te Anau Downs og svo ferja að upphafi göngunnar. Næstu fjóra daga gengum við svo Milford Track gönguna sem snemma á síðustu öld var lýst sem „finest walk in the world" í bresku blaði og hefur þessi gönguleið sennilega haldið sessi sem ein af topp tíu göngu- leiðum jarðar. Það er skemmst frá því að segja að þessa ganga býður upp á magnaða fjölbreytni, tröllslegt landslag, forna skóga, fallegar ár og eina Nýsjálenskir bráðaliðar ganga frá búnaði í sjúkraþyrluna. íslensku læknarnir gera að ökklabroti Allison Wraightfrá Ástralíu. 556 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.