Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2008, Page 44

Læknablaðið - 15.07.2008, Page 44
U M R Æ Ð U R Á F E R Ð U M O G N Ý F R É T T I R JA-SJÁLAN D Bráðaaðgerð á slóðum Hringadrottins Það er kannski ekki í frásögur færandi þó læknar taki sig til og gangi saman sér til heilsubótar en gönguferð er stundum annað og meira en bara gönguferð einsog sannaðist í vetur. Þá hélt stór hópur lækna, ásamt mökum og vinafólki, alla leið til Nýja-Sjálands og gekk þar saman þekkta leið sem nefnist Milford Track og eru hlutar leiðarinnar orðnir þekktir um heimsbyggðina eftir að myndirnar byggðar á Hringadrottinssögu voru kvikmyndaðar þar. Hávar Sigurjónsson Að baki ferðinni stóð gönguhópurinn Sárir og súrir fætur sem stofnaður var árið 2002 af hjón- unum Ölmu Eir Svavarsdóttur heimilislækni og Guðjóni Birgissyni skurðlækni og Hilmari Kjartanssyni bráðalækni og Svövu Kristinsdóttur. Þessi hópur hefur farið ört stækkandi og gengið víða um land á undanförnum árum en þetta var í fyrsta sinn sem haldið var útfyrir landsteinana til gönguferðar. Aðalhvatamenn ferðarinnar til Nýja- Sjálands voru Hilmar og Svava sem bæði stunda nám þar, Hilmar er að klára nám í bráðalækning- um og Svava stundar nám í heilsuverkfræði. Að sögn þeirra sem þátt tóku í ferðinni gekk hún framúrskarandi vel og var mikil upplifun enda gengið um stórbrotið landslag, skóga og fjöll, gil og dali, yfir vatnsmiklar ár á hengibrúm, eftir einstigum yfir hengiflugi, en svæðið er hluti af þjóðgarði og náttúrufar og dýralíf mjög fjölbreytt og litskrúðugt. Þegar þau Svava ákváðu að flytja til Nýja-Sjá- lands hafi þeim verið uppálagt að skipuleggja gönguferð fyrir gönguhópinn og sagði Hilmar að þau hefði eiginlega ekki grunað að ferðin yrði nokkurn tíma að veruleika. „Fólkið í þessum gönguhóp er ekki að mikla hlutina fyrir sér og ákvað að stytta harðan vetur á norðurhveli til að fara í gönguferð eins langt í burtu og hægt er. Ferðin byrjaði ekki gæfulega þar sem við lentum í hinu mesta óveðri frá Christ- church yfir á hinn hluta eyjarinnar, yfir fjallgarðinn þar sem grjótskriður, aurskriður og snjókoma um mitt sumar gerðu sitt til að reyna að stöðva okkur, en yfir á vesturströndina komumst við þrátt fyrir að bílar á eftir okkur hafi ekki verið eins heppnir þar sem veginum var lokað fyrir umferð stuttu síðar. í byrjun ferðarinnar fór hópurinn í kajakferð en svo var haldið áfram og útsýnið til Franz Josef og Fox jöklanna þar sem þeir ryðjast niður úr fjöllunum ofan í regnskóginn var alveg magnað. Það er sannarlega óraunverulegt að sjá skriðjökla enda niður í regnskóg og ekki alveg það sem við erum vön frá íslandi. Næstu nótt gistum við í Haast og þaðan var ekið til Queenstown næsta dag. I Queenstown bættust svo fleiri í hópinn. A fimmtudeginum var svo tekin rúta árla morguns frá Queenstown til Te Anau Downs og svo ferja að upphafi göngunnar. Næstu fjóra daga gengum við svo Milford Track gönguna sem snemma á síðustu öld var lýst sem „finest walk in the world" í bresku blaði og hefur þessi gönguleið sennilega haldið sessi sem ein af topp tíu göngu- leiðum jarðar. Það er skemmst frá því að segja að þessa ganga býður upp á magnaða fjölbreytni, tröllslegt landslag, forna skóga, fallegar ár og eina Nýsjálenskir bráðaliðar ganga frá búnaði í sjúkraþyrluna. íslensku læknarnir gera að ökklabroti Allison Wraightfrá Ástralíu. 556 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.