Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 45
Á UMRÆÐUR O G FRÉTTI FERÐ U M NÝJA-S JÁLAN Ekkifer á milli mála að ökklinn er brotinn. af hæstu fossum heims að ónefndum óteljandi sandflugum. Við vorum búin að vara gönguhópinn við þessari óværu en það var ekki fyrr en eftir fyrsta daginn að við vorum tekin trúanleg og eftir það var ekki hægt að þekkja gönguhópinn Sára og súra fætur frá hópi hryðjuverkamanna enda stóð nefbroddurinn einn framundan klæðum sumra göngumanna." Allir komu heilir heim en það er meira en sagt verður um áströlsku konuna sem hópurinn gekk fram á á leiðinni en hún hafði ökklabrotnað mjög illa og gat sig hvergi hreyft og var mjög kvalin er íslensku læknarnir fundu hana. Ferðina hafði hún farið í tilefni af sextugsafmæli sínu og bar afmælið einmitt upp á þennan dag. Er óhætt að segja að hún hafi tæpast getað verið „heppnari" með afmælisgjöf því hvorki fleiri né færri en fjórir sérfræðingar tóku að sér að sinna henni, heimilislæknirinn Alma Eir gaf henni verkjastillandi og hélt eiginmanninum rólegum, bæklunarskurðlæknirinn Kristbjörg Sigurðardóttir greindi brotið og stjórnaði spelkuaðgerð sem Guðjón Birgisson skurðlæknir og Annika Suneson, sænskur heila- og taugaskurðlæknir (vinkona Kristbjargar), aðstoðuðu hana við. Ekki löngu síðar var konan sótt af þyrlu og flutt á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. Þótti henni svo mikils vert um þessa frábæru aðstoð að eftir heimkomuna til Ástralíu þar sem hún sat með gifsklæddan fótinn og beið þess að brotið greri, samdi hún ítarlegt þakkarbréf til íslensku læknanna og kvaðst seint fá fullþakkað hversu vel þau önnuðust um hana á slysstað. Bréfið stílaði hún á Læknafélag íslands sem kom því áfram til hlutaðeigandi. Hópurinn hélt síðan áfram göngu sinni og lauk ferðinni með sóma og var almenn ánægja með ferðina þegar heim var komið. Gönguhðpurinn á Makinnon skarði, einum efsta hluta Milford Track gönguleiðarinnar á Nýja Sjálandi. Aftasta röðfrá vinstri: Pétur Jðnsson, Steingrímur Birgisson. Næsta röðf.v. Sigrún Sigurðardóttir, Soffía Lárusdóttir, Svanhildur Vilhelmsdóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Guðfinna Magney Sævarsdóttir, Annika Suneson, Elínborg Bárðardóttir, ívar Pálsson, Ólafur Þór Gunnarsson, lngólfur Kolbeinsson, Carolyn Parker, Einar Hreinsson, Kelvin McKinstry, Svanur Sigurbjörnsson, Eggert Vébjörnsson. Eremsta röð f.v. Hilmar Kjartansson, Svava Kristinsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Alma Eir Svavarsdóttir, Guðjón Birgisson, Kristveig Sigurðardóttir, Sveinn Eiríksson, Rósa Guðmundsdóttir, Svanfríður Birgisdóttir og Sigurbjörn Kristinsson. I baksýn má sjá páfagauk af tegundinni Kia áflugi sem er eins konar einkennisfugl svæðisins. Á myndina vant- ar: Kila Calarco og Melo Calarco setn voru að mynda hópinn. LÆKNAblaðið 2008/94 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.