Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR kokkar á tímabilinu voru næmir fyrir pensillfni en af fimmtán tilfellum hemólýtískra streptókokka af hjúpgerð A voru fimm tilfelli ónæm fyrir erythro- mycini (33%). Umræður Rannsókn okkar sýnir hvaða bakteríur eru algeng- astar í blóðsýkingum hjá mismunandi aldurshóp- um barna og hvert sýklalyfjanæmi bakteríanna er. Upplýsingarnar eru gagnlegar þegar ákveða þarf reynslulyfjameðferð með sýklalyfjum. Auk þess má styðjast við upplýsingamar við skipulagningu á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn ákveðnum bakt- eríum. Niðurstöður okkar staðfesta að blóðsýkingar eru hlutfallslega algengastar á fyrsta aldursári bama en tæplega helmingur blóðsýkinganna var hjá börnum innan eins árs aldurs. Þessi aldurs- hópur var þó eingöngu um 5% allra bama undir 18 ára á landinu á tímabilinu (17). Ákveðnar bakteríur greindust einkum hjá börnum á fyrsta aldursári; en þar má helst nefna GBS og E. coli sem er í samræmi við erlendar rannsóknir (7, 18). Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar ræktuðust oft- ast úr blóðræktunum. Niðurstöðurnar voru hins vegar flokkaðar sem líkleg mengun í 91,8% tilvika en sem líkleg sýking í 8,2% tilvika. Þó þetta hlut- fall sé hátt ber að hafa í huga að oft getur reynst erfitt að draga blóð úr ungum börnum og stund- um er notast við ræktanir frá æðaleggjum þrátt fyrir þekkt vandkvæði þess, einkum með tilliti til bakteríumengunar. í yfirliti yfir blóðsýkingar á Landspítala árin 1990-1994 kemur fram að hlutfall kóagúlasa neikvæðra stafýlókokka var 14,5% en hafði þá hækkað úr 6,5% frá síðustu athugun 1982-1983 (19). Aukning á KNS sýkingum hjá nýbumm hefur einnig verið lýst hér á Islandi (4). Samkvæmt okkar rannsókn er 7,1% af sýkingum og líklegum sýkingum rannsóknartímabilsins af völdum KNS en frekari klínískar athuganir og yfirferð sjúkra- skráa þyrfti til að kanna hvort staðfesta mætti þá tölu. Þó er ljóst að hlutfall KNS sýkinga er að aukast og má ef til vill rekja þetta til aukinna fram- fara í læknisfræði með auknum fjölda aðgerða og tækja og notkunar æðaleggja; oft í sambandi við stranga ónæmisbælandi meðferð. Einnig er árangur af meðferð minnstu fyrirburanna betri en áður og eykur það vafalítið fjölda KNS sýkinga í tengslum við æðaleggi og tækjanotkun. Samkvæmt okkar rannsókn vom pneumó- kokkar algengasta ástæða jákvæðra blóðræktana er töldust sýkingar. Há tíðni sýkinga af þeirra völdum er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (6,18, 20-22). Einnig er það í samræmi Tafla III. Algengustu bakteríur blóðsýkinga barna á íslandi 1994-2005 úr flokkum sýkinga og líklegra sýkinga. Bakteríutegund Fjöldi ræktana Hlutfall af sýkingum og líklegum sýkingum Streptococcus pneumoniae 103 19,3% Staphylococcus aureus 94 17,6% Neisseria meningitidis 72 13,5% Escherichia coli 47 8,8% Hemólýtískir streptókokkar af hj. B 42 7,9% Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar 38 7,1% Enterococcus sp. 26 4,9% Hemólýtískir streptókokkar af hj. A 15 2,8% Klebsiella sp. 11 2,1% Haemophilus influenzae 8 1,5% Samtals: 456 85,5% við fyrri rannsóknir að sýkingin er hlutfallslega al- Mynd 4. Hjúpgerðir men- gengust meðal leikskólabarna (12) en börn á þess- £“^8M^Élandi" um aldri bera oft bakteríuna í nefkoki og vegna 1994-2005. mikilla návista barnanna smitast hún greiðlega. Sýklalyfjaónæmi pneumókokka hefur verið algengt á íslandi samanborið við önnur lönd í Norður-Evrópu (12, 23, 24). Fjölónæmi pneumó- kokka meðal leikskólabama er talið tengjast mikilli sýklalyfjanotkun í þeim aldurshópi. Áhugaverður árangur hefur náðst í baráttunni við ónæma pneumokókka á íslandi en afar mikilvægt er að fylgjast grannt með þróun þeirra (25). Algengustu hjúpgerðir pneumókokka á rannsóknartímabilinu voru 7,14 og 19. Þeir fjölónæmu stofnar sem rækt- uðust á tímabilinu voru af hjúpgerðum 6, 6B, 14 og 19. Hér á landi hafa verið rannsökuð bæði níugild (PCV9) og ellefugild (PCVll) bóluefni gegn pneumókokkum (26). Ellefugilda bóluefnið inniheldur sömu hjúpgerðir og sjögilda bóluefnið Prevnar® (4, 6B, 9V, 14,18C, 19F og 23F) auk hjúp- gerða 1, 3, 5 og 7F (26). Samkvæmt okkar rann- sókn var í 84% tilfella um að ræða hjúpgerðir sem finnast í ellefugilda bóluefninu. Með bólusetningu hér á landi mætti því mögulega koma í veg fyrir stóran hluta þeirra pneumókokkasýkinga. Frekari rannsóknir á bólusetningu gegn pneumókokkum hér á landi eru því mjög áhugaverðar. LÆKNAblaðið 2008/94 527
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.