Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 14
IFRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar ræktuðust í 465 af 1253 jákvæðum blóðræktunum tímabilsins (37,1%)- Af þeim töldust 427 vera líkleg mengun (91,8%) og 38 líkleg sýking (8,2%). Pneumókokkar voru algengasti sýkingarvaldur rannsóknartímabilsins ef litið er til þeirra blóð- ræktana sem flokkuðust sem sýkingar og líklegar sýkingar. Pneumókokkar ræktuðust alls 103 sinn- um frá 97 börnum á tímabilinu en þeir voru hlut- fallslega algengastir hjá börnum á leikskólaaldri (63,1%). Hjúpgerðir 7, 19 og 14 af Streptococcus pneumoniae voru algengustu hjúpgerðirnar á rannsóknartímabilinu (mynd 3). Tíu stofnar voru ekki hjúpgerðargreindir. Að meðaltali ræktuðust pneumókokkar frá tæplega tíu börnum á ári; sjaldnast 1998 og 1999 (frá átta börnum) en oftast árið 1995 (frá tólf börnum). Alls ræktuðust fjölónæmir pneumókokkar níu sinnum frá jafnmörgum einstaklingum á rann- sóknartímabilinu auk tveggja tilfella með ónæmi fyrir tveimur lyfjum en lélegu næmi við einu eða fleiri lyfjum til viðbótar. í fjórum tilvikum var um hjúpgerð 6B að ræða. Hin tilvikin voru af hjúpgerðum 6,14 og 19. í einu tilfelli reyndist vera ónæmi fyrir pensillíni (hjúpgerð 6) en á rannsókn- artímabilinu kom að auki fram lélegt næmi fyrir pensillíni í 16 tilvikum. Pneumókokkar voru í 83 tilvikum af 103 næmir fyrir erythromycini (80,6%), 19 sinnum var um ónæmi gegn lyfinu að ræða en í einu tilviki var ekki gert næmispróf. Staphylococcus aureus var önnur algengasta bakterían af líklegum sýkingarvöldum. Bakterían ræktaðist 94 sinnum á tímabilinu úr 84 ein- staklingum og var í öllum tilvikum flokkuð sem sýking. Þrjátíu og átta ræktanir voru frá börnum á fyrsta aldursári (40,4%). Allir stofnar Staphylococcus aureus voru næmir fyrir vancomyc- ini, gentamicini og oxacillini. I einu tilviki reynd- ist vera lélegt næmi fyrir clindamycini og tvisvar ónæmi fyrir erythromycin. Flestar Staph. aureus sýkingar greindust í júlí og ágúst en munurinn var ekki marktækur. Sjötíu og tvö tilfelli af Neisseria meningitidis greindust á rannsóknartímabilinu; 42 af hjúpgerð B (58,3%) og 30 af hjúpgerð C (41,7%). Sex tilfeUi af hjúpgerð C greindust árið 2002 en bakterían ræktaðist ekki eftir það á rannsóknartímabilinu (mynd 4). Sextíu tilfelli greindust af hemólýtískum streptókokkum á rannsóknartímabilinu. Af þeim voru 42 tilfelli af flokki B, fimmtán af flokki A, þrjú af flokki G og eitt af flokki D. Af 42 tilfellum GBS sýkinga voru 40 á fyrsta aldursárinu (95%). Af þeim 40 tilfellum voru 31 tilfelli á fyrsta mánuði ævinnar og 39 á fyrstu þremur mánuðunum. Allir hemólýtískir streptó- ■ Neiss menmgitidis □ Staph aureus ■ Strept pneumoniae □ E. coli ■ GBS Nýburar (<30daga ) Ungborn (30daga-1ir>| Lelktkólaaldur (1-6 ára) Skólaaldur (6-18 ára) GBS: Hemólýtískir streptókokkar af hjúpgerö B. Mynd 2. Hlutfallslegt vægi algengustu baktería sem metnar voru sem sýking eða líkleg sýking í jákvæðum blóðræktunum barna á íslandi 1994-2005 eftir ald- ursflokkum. Hjá bömum á fyrsta aldursári vom 594 jákvæð- ar blóðræktanir og þar af voru 252 hjá nýburum (42,4%). Hjá börnum á leikskólaaldri ræktuðust bakteríur í 430 sýnum en í 229 sýnum hjá börnum á skólaaldri. Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar (37,1%), Streptococcus pneumoniae (8,2%), viridans streptó- kokkar (7,6%) og Staphylococcus aureus (7,5%) voru algengustu bakteríurnar (tafla II). Af öllum jákvæðum blóðræktunum voru 1067 af völdum Gram jákvæðra baktería (85,2%) og 186 af völdum Gram neikvæðra (14,8%). Algengustu Gram nei- kvæðu bakteríurnar (tafla II) voru Neisseria men- ingitidis (5,7%), E. coli (3,8%) og Klebsiella (0,6%). Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar voru al- gengustu bakteríurnar í öllum aldursflokkunum en misjafnt var eftir aldursflokki hvaða bakteríur fylgdu í kjölfarið (mynd 1). Bakteríurnar höfðu ólíkt hlutfallslegt vægi milli aldursflokka. Þannig voru GBS sýkingar áberandi meðal nýbura en pneumókokkar meðal bama á leikskólaaldri (mynd 2). Samkvæmt túlkun okkar á niðurstöðum hverr- ar blóðræktunar töldust flestar blóðræktanir vera líkleg mengun (606 tilfelli, 48,4%). Næstflestar töldust vera sýking (475; 37,9%), þá mengun (114; 9,1%) og loks líkleg sýking (58; 4,6%). Sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae, Staphylococcus aureus og Neisseria meningitidis voru algengastar þegar skoðaðar voru sérstaklega sýkingar og líklegar sýkingar (tafla III). Mynd 3. Sundurliðun pneumókokka eftir hjúpgerðum úr blóðsýkingum barna (0-18 ára) á íslandi 1994-2005. 526 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.