Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 50
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ÞÚSUND ÞJALA SMIÐUR Læknir, brúðuleikari og hljóðfærasmiður Konstantin Shcherbak er fleira til lista lagt en læknislistin Það er gamalgróið í íslensku máli að tala um læknislist ekki síður en læknisfræði eða læknavísindi. Konstantín Shcherbak er ungur rússneskur læknir búsettur á íslandi, og reyndar íslenskur ríkisborgari frá því í desember 2007, og ofangreint á vel við því honum er ýmislegt til lista lagt auk læknislistarinnar. Hann smíðar og leikur á ýmis þjóðleg rússnesk hljóðfæri og fyrir fáeinum misserum hóf hann ásamt konu sinni, Maríu Björk Steinarsdóttur, að flytja og leika hefðbundið rússneskt brúðuleikhús og hefur þeim orðið vel ágengt í þeirri list. Konstantín er fæddur og uppalinn í Moskvu og lauk læknanámi frá læknaskóla þar í borg og stefndi á framhaldsnám í lyflækningum. Hann hafði á námsárum sínum í læknisfræði verið skiptinemi við læknadeildir háskóla á Italíu og íslandi og kunni svo vel við sig á íslandi að hann ákvað að sækja um námsvist í fyrrihluta lyflækn- inga við Landspítala. „Ég þurfti að læra íslensku áður en ég gat hafið námið og vann í níu mánuði við meinafræðideild Landspítalans undir stjórn Jóhannesar Björnssonar. Síðan hóf ég námið og það hefur gengið ágætlega," segir Konstantín sem reyndar hefur ekki látið þar við sitja því hann stundar tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og gerði sér einnig lítið fyrir og hóf meistarapróf í læknisfræði við Læknadeild Háskóla íslands meðan hann var að ná góðum tökum á íslenskunni. Landafræði og saga Hann segir að framhaldsnámi í læknisfræði sé hagað á talsvert annan veg í Rússlandi en hér á íslandi eða annars staðar í Evrópu. „í Moskvu eru mjög sérhæfðar stofnanir þar sem hægt er að læra mjög þröngt tiltekið svið. Ég vildi læra almennar lyflækningar og möguleikarnir til þess eru litlir í Rússlandi. Hérna bauðst hins vegar gott tækifæri til þess." Hann segir að íslenski ríkisborgararétt- urinn gerbreyti möguleikum sínum til að ljúka framhaldsnámi við háskólasjúkrahús í Evrópu. „Þar sem Rússland er utan Evrópusambandsins er maður alltaf settur til hliðar þar til allar umsóknir Hávar af Evrópska efnahagssvæðinu hafa verið afgreidd- Sigurjónsson ar. Þá eru í rauninni möguleikarnir orðnir litlir sem engir. Með íslenska ríkisborgararéttinn standa allar dyr opnar." Hann tekur reyndar skýrt fram að hann sé einnig rússneskur ríkisborgari og það hafi aldrei komið til greina að gefa það eftir. „Ef ég hefði verið settur í þá stöðu að þurfa að velja á milli þá hefði það verið mjög erfitt en með bæði rússneskt og íslenskt vegabréf er ég mjög vel sett- ur." Það liggur beint við að spyrja hvort hann sé mikill tungumálamaður úr því íslenskan leikur honum á tungu en hann segir svo ekki vera. „Ég er af þeirri kynslóð sem lærði eiginlega enga ensku í grunn- eða menntaskóla vegna hruns sovétkerf- isins á síðari hluta 9. áratugarins. Þegar viðskipta- lífið opnaðist til vesturs varð eftirspurnin eftir enskumælandi fólki svo gríðarleg að allir kenn- arar yfirgáfu skólana fyrir betur launuð störf í við- skiptaheiminum. Við sem vorum í skóla á þessum tíma fengum bara fleiri leikfimistíma í staðinn! Mitt enskunám fór fram af bókum í læknanám- inu í Moskvu og ég kurtni ekkert að tala ensku þegar ég kom til íslands upphaflega. Þetta hefur þó allt gengið ágætlega og nú tala ég bæði ensku og íslensku." Konstantín starfar á á öldrunardeild og segir algjört lykilatriði að kunna íslensku í samskiptum við sjúklinga. Hann segir reyndar að sér finnist sem gera mætti meiri kröfur til innflytjenda af erlendum uppruna um kunnáttu í íslensku, ís- lenskri sögu og samfélagsgerðinni. „I samtölum við skjólstæðinga mína rekst ég iðulega á að van- þekking mín á íslenskri landafræði, ættfræði og sögu kemur í veg fyrir skilning fremur en skortur á skilningi á málfræði eða takmarkaður orðaforði. Fyrir íslendinga og sérstaklega af eldri kynslóðum er uppruni og skyldleiki mjög mikilvægur. Ég hef þurft að kynna mér sérstaklega íslenska landa- fræði til að átta mig á því hvað það þýðir að vera frá Grundarfirði en ekki Ólafsvík, eða Sauðárkróki en ekki Siglufirði." Hjólfiðla og brúðuleikhús Hljóðfærasmíðin hefur einnig tekið sinn tíma enda segist hann lítið horfa á sjónvarp. „Það er alltaf nóg annað að gera," segir hann. Hljóðfærin sem hann hefur smíðað eru tréblásturshljóðfæri en veglegust er þó svokölluð hjólfiðla sem byggir á sams konar 562 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.