Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Þróun holdafars og sykursýki í 40 ár á íslandi Bolli Þórsson1 læknir, sérfæðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum Thor Aspelund12 tölfræðingur Tamara B. Harris3 læknir, sérfæðingur í faraldsfræði Lenore J. Launer3 faraidsfræðingur Vilmundur Guðnason14 læknir og erföafræöingur Lykilorð: offita, sykursýki af tegund 2, algengi. ’Hjartavernd Holtasmára 1-2raunvísindadeild HÍ, 3 Laboratory of Epidemiology, Demography, and Biometry, Intramural Research Program, National Institute on Aging, Bethesda, 4 læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Bolli Þórsson, Hjartavernd, Holtasmára 1,201 Kópavogi. Sími: 5351800, fax: 5351801. bolli@hjarta.is Ágrip Tilgangur: Offita og sykursýki eru vaxandi vandamál og mikilvægt að nýjar upplýsingar um þessa þætti liggi fyrir. Hér er greint frá þróun líkamsþyngdarstuðuls og sykursýki af tegund 2 á íslandi. Efniviður og aðferðir: Meðallíkamsþyngdar- stuðull (kg/m2), algengi sykursýki af tegund 2 og algengi offitu hjá 45-64 ára voru könnuð frá 1967 til 2007. Algengi sykursýki byggist á fjórum rannsóknum Hjartaverndar: Áfanga I-V í Hóprannsókn 1967-1991, Afkomendarannsókn 1997-2001, Rannsókn á ungu fólki 2001-2003 og Áhættuþáttakönnun frá 2006-2007, samtals 17.757 manns. Könnun á líkamsþyngdarstuðli byggist að auki á gögnum úr Monica-rannsókninni á íslandi frá 1983, 1988 og 1993, heildarfjöldi 20.519. Sömu þættir voru eirtnig kannaðir fyrir 25-84 ára frá 2004 til 2007. Þá var notast við Áhættuþáttakönnun Hjartavemdar, 2410 manns og Öldrunarrannsókn Hjartavemdar, 3027 manns. Niðurstöður: Meðallíkamsþyngdarstuðull jókst um tvær einingar hjá báðum kynjum (45-64 ára) og algengi sykursýki af tegund 2 tvöfaldaðist hjá körlum og jókst um 50% hjá konunum á árunum 1967-2007. Algengi sykursýki af tegund 2 hjá 25-84 ára, á árunum 2004-2007 var 6% hjá körlum og 3% hjá konum. Algengi offitu var 23% hjá körlum en 21% hjá konum. Ályktanir: Meðallíkamsþyngdarstuðull hefur aukist undanfarna áratugi, einkum eftir 1980. Sykursýki eykst í hlutfalli við vaxandi ofþyngd. Inngangur Flestir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hafa færst til betri vegar undanfama áratugi1'3 og hefur nýgengi kransæðasjúkdóma lækkað hjá íslendingum.4' 5 Á sama tíma eykst offita og sykursýki af tegund 2 hér á landi6 eins og annars staðar, bæði á Vesturlöndum7'8 en einnig í þróunarlöndum.9 Hugsanlegt er að þessi þróun geti verulega dregið úr þeim góða árangri sem baráttan við hjarta- og æðasjúkdóma hefur skilað.10'11 í upphafi árs 2006 hóf Hjartavemd nýja rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma hjá íslendingum. Þýðið nær til karla og kvenna, búsettra á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2005 og fæddum á árunum 1936-1975. Þessi rannsókn nefnist Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (Refine Reykjavik Study) og em hér birtar fyrstu niðurstöður úr þeirri rannsókn og þær settar í samhengi við fyrri rannsóknir Hjartaverndar. Mikil umræða hefur átt sér stað í íslensku samfélagi um offitu og vandamál tengd henni og því mikil þörf á frekari gögnum fengnum úr almennu þýði.12 Hjartavemd birtir hér lýsandi grein á ástandi holdafars og sykursýki á síðustu árum á íslandi. Með því er leitast við að gera þessar upplýsingar aðgengilegar vísindamönnum og almenningi til nota í umræðum og við vísindarannsóknir. Markmið rannsóknarinnar er því í fyrsta lagi að sýna þróun líkamsþyngdarstuðuls, þróun í algengi offitu og þróun algengi sykursýki af tegund tvö hjá miðaldra íslendingum, sé horft til undanfarinna 40 ára. Þróun líkamsþyngdar í Svíþjóð og á íslandi er einnig sýnd til samanburðar. í öðru lagi að kanna ástand þessara sömu þátta hjá fólki á aldrinum 25- 84 ára á árunum 2004-2007. Efniviður og aðferðir Könnuð var annars vegar þróun í líkamsþyngd, þróun á hreyfingu í frítíma og þróun á algengi sykursýki af tegund 2 hjá 45-64 ára á 40 ára tímabili, 1967-2007. Hins vegar var meðallíkams- þyngdarstuðull, algengi offitu og algengi sykur- sýki af tegund 2, hjá fólki á aldrinum 25-84 ára árið 2004 til 2007 kannað. Gögn úr fjölmörgum þýðum Hjartaverndar voru notuð í rannsókninni. Við könnun á þróun á algengi sykursýki af tegimd 2 árunum 1967-2007 og algengi hreyfingar í frítíma var notast við sama þýði og í nýlegri grein Jóhannesar Bergsveinssonar í Læknablaðinu um algengi sykursýki 1967-2002,6 að viðbættum niðurstöðum úr Áhættuþáttakönnun Hjartavemdar frá 2006-2007. Þýðinu er lýst ítarlega í grein Jóhannesar en í stuttu máli byggist það á gögnum þriggja rannsókna Hjartaverndar: Áfanga I-V í Hóprannsókn Hjartavemdar 1967-1991, Afkomendarannsókn 1997-2001 og LÆKNAblaðið 2009/95 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.