Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKNIR
Þróun holdafars og sykursýki
í 40 ár á íslandi
Bolli Þórsson1
læknir, sérfæðingur í innkirtla-
og efnaskiptasjúkdómum
Thor Aspelund12
tölfræðingur
Tamara B.
Harris3
læknir, sérfæðingur í
faraldsfræði
Lenore J.
Launer3
faraidsfræðingur
Vilmundur
Guðnason14
læknir og erföafræöingur
Lykilorð: offita, sykursýki af
tegund 2, algengi.
’Hjartavernd Holtasmára
1-2raunvísindadeild HÍ, 3
Laboratory of Epidemiology,
Demography, and Biometry,
Intramural Research
Program, National Institute
on Aging, Bethesda, 4
læknadeild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Bolli Þórsson, Hjartavernd,
Holtasmára 1,201
Kópavogi.
Sími: 5351800, fax:
5351801.
bolli@hjarta.is
Ágrip
Tilgangur: Offita og sykursýki eru vaxandi
vandamál og mikilvægt að nýjar upplýsingar
um þessa þætti liggi fyrir. Hér er greint frá þróun
líkamsþyngdarstuðuls og sykursýki af tegund 2 á
íslandi.
Efniviður og aðferðir: Meðallíkamsþyngdar-
stuðull (kg/m2), algengi sykursýki af tegund
2 og algengi offitu hjá 45-64 ára voru könnuð
frá 1967 til 2007. Algengi sykursýki byggist á
fjórum rannsóknum Hjartaverndar: Áfanga I-V
í Hóprannsókn 1967-1991, Afkomendarannsókn
1997-2001, Rannsókn á ungu fólki 2001-2003 og
Áhættuþáttakönnun frá 2006-2007, samtals 17.757
manns. Könnun á líkamsþyngdarstuðli byggist að
auki á gögnum úr Monica-rannsókninni á íslandi
frá 1983, 1988 og 1993, heildarfjöldi 20.519. Sömu
þættir voru eirtnig kannaðir fyrir 25-84 ára frá 2004
til 2007. Þá var notast við Áhættuþáttakönnun
Hjartavemdar, 2410 manns og Öldrunarrannsókn
Hjartavemdar, 3027 manns.
Niðurstöður: Meðallíkamsþyngdarstuðull jókst
um tvær einingar hjá báðum kynjum (45-64 ára)
og algengi sykursýki af tegund 2 tvöfaldaðist hjá
körlum og jókst um 50% hjá konunum á árunum
1967-2007. Algengi sykursýki af tegund 2 hjá 25-84
ára, á árunum 2004-2007 var 6% hjá körlum og 3%
hjá konum. Algengi offitu var 23% hjá körlum en
21% hjá konum.
Ályktanir: Meðallíkamsþyngdarstuðull hefur
aukist undanfarna áratugi, einkum eftir 1980.
Sykursýki eykst í hlutfalli við vaxandi ofþyngd.
Inngangur
Flestir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma
hafa færst til betri vegar undanfama áratugi1'3
og hefur nýgengi kransæðasjúkdóma lækkað
hjá íslendingum.4' 5 Á sama tíma eykst offita
og sykursýki af tegund 2 hér á landi6 eins og
annars staðar, bæði á Vesturlöndum7'8 en einnig
í þróunarlöndum.9 Hugsanlegt er að þessi þróun
geti verulega dregið úr þeim góða árangri sem
baráttan við hjarta- og æðasjúkdóma hefur
skilað.10'11
í upphafi árs 2006 hóf Hjartavemd nýja
rannsókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma
hjá íslendingum. Þýðið nær til karla og kvenna,
búsettra á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2005 og
fæddum á árunum 1936-1975. Þessi rannsókn
nefnist Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar
(Refine Reykjavik Study) og em hér birtar fyrstu
niðurstöður úr þeirri rannsókn og þær settar í
samhengi við fyrri rannsóknir Hjartaverndar.
Mikil umræða hefur átt sér stað í íslensku
samfélagi um offitu og vandamál tengd henni
og því mikil þörf á frekari gögnum fengnum úr
almennu þýði.12 Hjartavemd birtir hér lýsandi
grein á ástandi holdafars og sykursýki á síðustu
árum á íslandi. Með því er leitast við að gera
þessar upplýsingar aðgengilegar vísindamönnum
og almenningi til nota í umræðum og við
vísindarannsóknir.
Markmið rannsóknarinnar er því í fyrsta lagi að
sýna þróun líkamsþyngdarstuðuls, þróun í algengi
offitu og þróun algengi sykursýki af tegund tvö hjá
miðaldra íslendingum, sé horft til undanfarinna 40
ára. Þróun líkamsþyngdar í Svíþjóð og á íslandi er
einnig sýnd til samanburðar. í öðru lagi að kanna
ástand þessara sömu þátta hjá fólki á aldrinum 25-
84 ára á árunum 2004-2007.
Efniviður og aðferðir
Könnuð var annars vegar þróun í líkamsþyngd,
þróun á hreyfingu í frítíma og þróun á algengi
sykursýki af tegund 2 hjá 45-64 ára á 40 ára
tímabili, 1967-2007. Hins vegar var meðallíkams-
þyngdarstuðull, algengi offitu og algengi sykur-
sýki af tegund 2, hjá fólki á aldrinum 25-84 ára árið
2004 til 2007 kannað. Gögn úr fjölmörgum þýðum
Hjartaverndar voru notuð í rannsókninni.
Við könnun á þróun á algengi sykursýki
af tegimd 2 árunum 1967-2007 og algengi
hreyfingar í frítíma var notast við sama þýði
og í nýlegri grein Jóhannesar Bergsveinssonar í
Læknablaðinu um algengi sykursýki 1967-2002,6 að
viðbættum niðurstöðum úr Áhættuþáttakönnun
Hjartavemdar frá 2006-2007. Þýðinu er lýst
ítarlega í grein Jóhannesar en í stuttu máli byggist
það á gögnum þriggja rannsókna Hjartaverndar:
Áfanga I-V í Hóprannsókn Hjartavemdar
1967-1991, Afkomendarannsókn 1997-2001 og
LÆKNAblaðið 2009/95 259