Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T ekki fyrir höfnun vegna vandans og að komið sé fram við hann af virðingu og alúð. Nauðsynlegt er að útiloka af festu vefræna orsök og reyna að komast nær sálrænum ástæðum röskunarinnar. Gott getur verið að spyrja sjúklinginn sjálfan hvort hann telji að sálrænar ástæður geti legið einkennum hans að baki. Sjúklingar taka slíkum spurningum yfirleitt ekki illa. Þó er nauðsynlegt að ákveðið traust hafi myndast áður. Miklu máli skiptir hvernig greiningin er borin fram. Greiningarviðtalið er gjarnan ráð- andi varðandi framhaldið og í raun fyrsta meðferðarskrefið.36 Mikilvægt er fyrir lækninn að vera vel undirbúinn og gott samræmi þarf að vera í útskýringum hans. Leggja ber áherslu á að ekki sé um neinn alvarlegan líkamlegan sjúkdóm að ræða. Stundum hafa sjúklingar beinar áhyggjur af vissum sjúkdómun. Þá getur verið gott að spyrja um slíkt og eyða þeirri óvissu með því að tilgreina að ekki sé um þá sjúkdóma að ræða. Sérfræðingar í hugbrigðaröskun eru sammála um að ekki sé æskilegt að segja við sjúkling að einkenni hans séu ekki raunveruleg eða að um móðursýki sé að ræða. Gerð hefur verið könnun á því hvaða orðalag sé æskilegast.3 Kom í ljós að orðið móðursýki (hysteria) hafði ekki góð áhrif á sjúklingana, ekki heldur að þetta væri „allt í huganum". í þessum tilvikum upplifðu sjúklingarnir að gefið væri til kynna að þeir væru geðsjúkir. Orðalagið ,„laeknisfræðilega óskýranlegt" var heldur ekki gott. Við það upplifðu sjúklingarnir að þeir væru skildir eftir án skýringar og í óvissu. Best reyndist að nota orðalagið starfræn truflun. Með því fékkst þrennt. í fyrsta lagi ákveðin greining. Útskýrt að taugakerfið starfi ekki rétt þó að ekki væri hægt að sýna fram á vefræna orsök. í öðru lagi var ekki gefið til kynna að einkennin væru einber ímyndun. í þriðja lagi, og kannski það sem mestu máli skipti, gaf þetta orðalag tilefni til bjartsýni og hugsunar um bata og mögulega meðferð.3 Nauðsynlegt getur verið að vinna með fjölskyldu sjúklingsins, sérstaklega ef um ungt fólk er að ræða, treggáfaða eða þá sem meðtaka illa sjúkdómsupplýsingar. Fjölskyldan þarf að fá sambærilegar skýringar og sjúklingurinn þannig að ósamræmi skapist ekki. Helst þarf fjölskyldan að vita hvernig bregðast eigi við frekari einkennum, annars getur hún dregist inn í óæskilegt mynstur sem einkennist af óánægju, skilningsleysi, endurteknum ferðum með sjúkling á bráðamóttökur sjúkrahúsa og til nýrra lækna svo eitthvað sé nefnt. Sameiginlegir fundir með sjúklingi og aðstandendum hans geta líka skilað gagnlegum upplýsingum sem ella hefðu ekki komið fram. Rétt er að benda á að samráð lækna á bráðamóttöku getur afstýrt óþarfa innlögnum. En innlögn á sjúkrahús getur einnig reynst nauðsynleg. Með henni getur gefist rýmri tími til að ræða við sjúkling og aðstandendur, framkvæma frekari skoðun, ljúka viðeigandi rannsóknum og fá álit annarra sérhæfðra lækna. Með þessum hætti má grunda greiningu og meðferð betur en ella hefði orðið, auk þess sem slíkt vinnulag getur aukið það traust sem nauðsynlegt er að ríki í samskiptum læknis og sjúklings. Ef einkenni sjúklings hafa staðið lengi eru minni líkur á bata og ekki víst að sjúklingi líði betur meðan á meðferð stendur eða eftir að henni lýkur. Þetta verður að meta í hverju tilviki og í eins góðu samkomulagi við sjúkling og hægt er. í slíkum tilvikum skyldi endinn skoða! Sálfræðimeðferð Sálfræðimeðferð hefur verið beitt við hugbrigða- röskun, ekki síst ef aðrir geðsjúkdómar eiga í hlut. Tegund sálfræðimeðferðar ræðst að vissu leyti af því hvaða sjúkdómslíkan meðferðaraðilinn aðhyllist. í meðferðinni felst ávallt hvatning til tjáningar, það er að sjúklingurinn komi vanlíðan sinni í orð. Nýlegar rannsóknir hafa gefið til kynna árangur hugrænnar atferlismeðferðar við hugbrigðaröskun.37 Sálaraflsfræðileg viðtals- meðferð (psychodynamic psychotherapy) virðist einnig geta skilað árangri.38 Auk þess getur dáleiðsla verið kostur enda þekkt frá dögum Charcots. Ekki hafa þó allar rannsóknir sýnt fram á árangur af dáleiðslu og er hún almennt talin vera ágætis viðbótarmeðferð en ekki fullnægjandi sem aðalmeðferð.31'39'40 Lyfjameðferð A þessu sviði er lítið um framsýnar rannsóknir. Þó eru nokkrar rannsóknir yfirstandandi þegar þetta er ritað sem kanna áhrif nýrri geðdeyfðarlyfja (sere- tónín endurupptöku hemla) við hugbrigðaröskun.41, 42 Einnig eru þekktar tilfellarannsóknir þar sem sýnt hefur verið fram á árangur óhefðbundinna (atypical) geðrofslyfja í lágum skömmtum til að minnka kvíða og spennu hugbrigðasjúklinga.26 Almennt eru fræðimenn sammála um að nota eigi lyf sparlega. Einna helst kemur til greina að nota lyf í bráðafasa ef mikill kvíði er til staðar. Dæmi um slíkt væri að gefa bensódíazepínsamband (til dæmis lórazepam 0,5-1,0 mg) ásamt sefjun og tiltrú læknisins þar sem hann leggur áherslu á að einkennin muni að öllum líkindum ganga til baka á næstu klukkustundum. Ef notuð eru önnur geðlyf er réttast að þau beinist gegn undirliggjandi eða samverkandi geðsjúkdómi. 274 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.