Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.04.2009, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T alveg við miðlínu, til dæmis í enni sem samræmist ekki ítaugun líkamans. í hugbrigðaröskun getur snertiskyn, bragð, lykt, sjón og heym allt verið skert samtímis í sömu líkamshlið sem erfitt er að skýra út frá einni vefjaskemmd. Önnur dæmi um skyntap er þegar það nær yfir allan líkamann frá toppi til táar. Annað er fullt skyntap í útlim sem hefur samtímis eðlilegan styrk og eðlilegar fínhreyfingar. Til frekari athugunar er hægt að beita sársaukaáreiti á útlim með augu sjúklings lokuð og athuga hvort útlimurinn hreyfist. Einnig má skoða útlimi sjúklings krosslagða yfir brjóstið og víxla þannig hægri og vinstri og athuga samræmi við skyntap útlima í venjulegri stöðu. Sjóntruflanir Um 1-5% sjúklinga með sjóntap eru taldir hafa hugbrigðablindu, venjulega sambland af sjóntapi og sjónsviðsskerðingu.32 Blindan kemur yfirleitt fram í tengslum við tilfinningahlaðna uppákomu. Við skoðun augna horfir sjúklingurinn yfirleitt fram og sumir virðast getað blikkað minna við sjónáreiti. Hjálpleg aðferð við greiningu er að framkalla augnrykki (nystagmus) í aðra áttina þegar sjúklingur horfir á röndótta vindu sem er snúið en slíkt viðbragð verður ekki ef um raunverulega blindu er að ræða. Öðrum augneinkennum en blindu hefur einnig verið lýst í sefasýki, til dæmis tvísýni, þrísýni, eða rörsýni (tunnel vision). Rannsóknir þegar grunur er um hugbrigðaröskun Nokkuð erfitt er að gefa ráðleggingar um umfang þeirra rannsókna sem á að framkvæma til að útiloka vefræna orsök þegar grunur um hugbrigðaröskun er til staðar. Rartnsóknirnar verða að stjórnast af hverju tilviki fyrir sig. Góð saga og skoðun eru hér grundvallaratriði og með það að vopni má yfirleitt ákvarða með nokkurri vissu hvort um vefrænan sjúkdóm sé að ræða. Eigi að síður koma oft endurtekið upp spurningar um líkur á vefrænum sjúkdómi. í slíkum tilvikum verður að taka tillit til óska sjúklings og aukinna krafna samtímans um rannsóknir og vissu í sjúkdómsgreiningu. Rannsóknir geta verið tvíeggjað sverð. Eðlilegar rannsóknarniðurstöður geta minnkað kvíða og hræðslu sjúklinga. Þær geta einnig skapað pirring og leiða þegar ljóst er að þær skýra ekki einkennin. Yfirleitt fara hugbrigðasjúklingar í allar helstu rannsóknir sem gerðar hefðu verið ef um raunveruleg líkamleg einkenni hefði verið að ræða. Viðbótarrannsóknir og endurtekning rannsókna fer meðal annars eftir vissu læknisins í sjúkdómsgreiningu sinni. I stað rannsókna getur komið til eftirfylgni í vissan tíma til að grunda sjúkdómsgreininguna enn betur. Traust sjúklings til læknis skiptir hér miklu máli. Sjúklingur með hugbrigðarösktm skynjar gjarnan öryggi eða öryggisleysi læknis sé það til staðar. Traustið ávinnst fyrst og fremst í krafti faglegs viðmóts fremur en vegna fjölda þeirra rannsókna sem gerðar eru. Sé læknir sjúklings í vafa eða skynji vantraust hans getur getur verið góður leikur að fá álit annars læknis. Hve algengt er að hugbrigðaröskun sé misgreind? Skiljanlega óttast læknar að greina sjúklinga með hugbrigðaröskun sem í raun eru með vefrænan sjúkdóm og á sú hræðsla sér meðal annars sögulegar forsendur. Nokkuð þekkt er rannsókn Slaters frá árinu 1965.33 Hún sýndi að í 33% hugbrigðagreininga var um vefræna orsök að ræða. Hafa verður í huga að rannsóknin var gerð á afar sérhæfðu sjúkrahúsi fyrir taugasjúklinga (National Hospital for Nervous Diseases) í London og sjúklingaþýðið því ekki dæmigert í víðara samhengi. Samantektarrannsókn frá 2005 sem var gerð á alls 27 hugbrigðaröskunarrannsóknum allt frá árinu 1965 sýndi að tí ðni rangra hugbrigðagreininga hefur lækkað til muna og haldist um 4% síðast- liðna áratugi en er um 8% yfir allt tímabilið.34 Fljótt á litið má ætla að bætt rannsóknartækni, til að mynda í myndgreiningu, sé helsta ástæða þessa en þegar betur er að gáð varð þessi lækkun fyrir daga tölvusneiðmyndatækninnar. Telja höfundar ofannefndrar samantektarrannsóknar ástæðumar vera bætt greiningarskilmerki og að misbresti sé að finna í aðferðafræði eldri rannsóknanna.34 Þeir þrír þættir sem helst spá fyrir um vefræna orsök eru: ef sjúklingar höfðu áður verið gmnaðir um taugasjúkdóm, hár aldur þeirra við greiningu og ef einkenni höfðu varað lengi.35 Mikilvægt er að hafa þetta í huga við rannsókn á sjúklingi sem grunaður er um hugbrigðaröskun. Meðferð við hugbrigðaröskun Almennar ráðleggingar Þó að sjúklingar með hugbrigðaröskun séu misleitur hópur og erfitt að alhæfa um meðferð eru viss grundvallaratriði í meðferð sem vert er að tíunda. Jafnvel þó að sérhæfð geðmeðferð geti verið góður kostur má ekki gera lítið úr þeirri meðferð sem læknir sjúklingsins getur veitt hverju sinni. Grundvallaratriði er að sjúklingurinn finni LÆKNAblaðið 2009/95 273
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.