Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
HEIMILISOFBELDI
ofbeldi muni aukast með versnandi efnahag fólks,
auknu atvinnuleysi og dýpkandi kreppu. Ingólfur
segir að þeirri spurningu verði að svara almennt
játandi.
„Það er rangt að heimilisofbeldi gangi jafnt
yfir alla óháð efnahag og félagslegri stöðu. Því
lakari sem staða fólks er fjárhagslega og félagslega
því meira aukast líkurnar á heimilisofbeldi.
Vissulega er heimilisofbeldi þekkt í öllum stéttum
en líkurnar aukast með lakari stöðu. í könnun
dómsmálaráðuneytisins sem ég nefndi fannst að
vísu ekkert samband milli tekna og menntunar og
tíðni ofbeldis. Hins vegar er það almenn staðreynd
að þeim mun lakari sem staða kvenna er félagslega
því líklegra er að þær verði beittar ofbeldi í nánum
samböndum. Staða kvenna á íslandi hefur batnað
verulega á undanförnum áratugum og sú mikla
umræða sem kvennahreyfingar hafa opnað um
stöðu kvenna hafa tvímælalaust haft áhrif til góðs.
Það er því miður samt mjög erfitt að fylgjast með
því hvort ofbeldi er að aukast eða ekki, aðsókn að
kvennaathvarfinu er eirtn mælikvarðinn en hún er
bæði mjög sveiflukennd og getur ekki ein og sér
legið til grundvallar mati á tíðni ofbeldis."
Ingólfur nefnir að lokum að hlutfall erlendra
kvenna sem leita ásjár kvennaathvarfsins sé mun
hærra en hlutfall þeirra í íslensku samfélagi og það
hafi orðið tilefni til þess að álykta að þeir íslensku
karlar sem beiti konur ofbeldi sækist frekar eftir
erlendum konum en íslenskum. „Ég vil ekki taka
undir þetta nema hafa tölfræði í höndunum enda
er það ekki svo að þær séu allar með íslenskan
maka en við skulum ekki gleyma því að íslenskar
konur hafa fjölbreyttari úrræði en þær erlendu.
Islensku konurnar geta leitað til ættingja og vina
en þær erlendu hafa oft á tíðum ekkert úrræði
nema Kvennaathvarfið. Hins vegar höfum við
hópa kvenna sem virðist vera hættara en öðrum.
Það eru konur sem af einhverjum ástæðum hafa
einangrast í samfélaginu og þar eru erlendar
konur fjölmennar. Það er full ástæða til að hafa
áhyggjur af því og heilbrigðisstarfsfólk skyldi
gæta vel að aðstæðum þessara kvenna þegar þær
leita á heilsugæslustöðvar eða sjúkrahús."
Norspan® stytt samantekt á eiginleikum lyfs
Norspan® búprenorfín - sterkur ópíóíði
Norspan® forðaplástur 5 míkrog/klst., 10 míkrog/klst. og 20 míkrog/klst. Ábendingan Meðferð við frekar miklum verkjum sem ekki eru vegna illkynja sjúkdóma þegar þörf er á ópíóíða
til að ná fram fullnægjandi verkjastillingu. Skömmtun: Norspan® á að nota á 7 daga fresti. Norspan® hentar ekki til meðferðar við bráðaverkjum. Sjúklingar 18 ára og cldri: Nota á lægsta
skammt af Norspan® sem upphafsskammt, 5 míkrog/klst. Aðlögun skammta: Við upphaf meðferðar og skammtastillingu á Norspan® eiga sjúklingar að nota venjulega, ráðlagða skammta
skammvirkra viðbótarverkjalyfja eftir þörfum þar til Norspan® er farið að hafa verkjastillandi áhrif. Ekki á að auka skammt fyrr en að 3 dögum liðnum þegar hámarksáhrifum tiltekins
skammts hefur verið náð. Ráðlagt er að setja ekki meira en tvo plástra á húðina í einu. Aldraðir: Ekki er þörf á að aðlaga skammta Norspan® hjá öldruðum. Skert nýrnastarfssemi: Ekki er
nauðsynlegt að aðlaga skammta sérstaklega fyrir sjúklinga með skerta nýmastarfssemi. Skert lifrarstarfssemi: Búprenorfin er umbrotið í lifur. Breytingar geta orðið á styrk þess og tímalengd
verkunar hjá þessum sjúklingum. Því á að fylgjast vandlega með sjúklingum með lifrarbilun meðan á meðferð með Norspan® stendur. í alvarlegum tilfellum ber að nota aðra lyfjameðferð.
Plásturinn á að hafa samfellt á í 7 daga. Frábendingar: Norspan® er ekki ætlað: Sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virka efninu búprenorfíni eða einhverju hjálparefnanna; sem meðferð
við ópíóíðfíkn og við fráhvarfseinkennum fíkniefna; til að nota við ástand þar sem alvarleg skerðing er á öndunarstöð og -starfssemi eða hætta er á því; sjúklingum sem fá MAO-hemla eða
hafa fengið þá á síðastliðnum tveimur vikum; sjúklingum með vöðvaslensfár; sjúklingum með drykkjuóráð (delerium tremens); til nota á meðgöngu. Sérstök varnarorð og varúðarreglur
við notkun: Nota á Norspan® með sérstakri varúð hjá sjúklingum með krampasjúkdóma, höfuðmeiðsl, lost, skerta meðvitund af óþekktum orsökum, skaða innan höfuðkúpu eða aukinn
innankúpuþrýsting eða hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Samanburðarrannsóknir á mönnum og dýrum gefa til kynna að búprenorfín sé síður ávanabindandi en verkjalyf
með hreinum viðtakaörvum. í mönnum hefur orðið vart við takmörkuð vellíðunaráhrif við notkun búprenorfíns. Eins og við á um alla ópíóíða getur langvarandi notkun búprenorfíns valdið
því að líkamleg ávanabinding þróist. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanin Norspan® má ekki nota samhliða MAO-hemlum eða hjá sjúklingum sem hafa fengið MAO-hemla
á síðastliðnum tveimur vikum. Fara á varlega í að nota Norspan® með: benzódíasepínum en séu þessi lyf gefin saman getur það magnað miðlæga öndunarbælingu með hættu á dauða;
öðrum lyfjum sem bæla miðtaugakerfi; öðrum ópíóíðaafleiðum, tilteknum þunglyndislyfjum, róandi Hl-viðtakablokkum, áfengi, kvíðastillandi lyfjum, sefandi lyfjum, klónidíni og skyldum
efnum. Slíkar samsetningar auka bælingarvirkni á miðtaugakerfi. Meðganga og brjóstagjöf:Norspan er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu og hjá konum á bameignaraldri sem ekki eru að
nota ömgga getnaðarvöm. Forðast skal notkun Norspan meðan á brjóstagjöf stendur. Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla: Norspan® hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar
véla. Þetta á einkum við í upphafi meðferðar. Aukaverkanir: Mjög algengar (>10%): Höfuðverkur, svefndrungi, sundl, hægðatregða, munnþurrkur, ógleði, uppköst, kláði, hömndsroði,
kláði á álímingarstað. Algengar (1-10%): Lystarleysi, kvíði, rugl, þunglyndi, svefnleysi, taugaveiklun, náladofi, æðavíkkun, andnauð, kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflanir, útbrot,
svitamyndun, útþotasótt (exanthema), þreyta, þróttleysi, verkir, útlimabjúgur, viðbrögð, roði og útbrot á álímingarstað, bjúgur, verkur fyrir brjósti. Sjaldgæfar (0,1-1%): Ofnæmisviðbrögð
(að meðaltalinni bólgu í munnkoki og tungu), vessaþurrð, svefntruflanir, eirðarleysi, uppnám, sjálfshvarf (depersonalisation), óeðlileg vellíðan, slæving, tmflað bragðskyn, tormæli
(dysarthria), snertiskynsminnkun, minnisskerðing, mígreni, aðsvif, skjálfti, augnþurrkur, suð fyrir eymm, svimi, blóðrásartmflanir (svo sem Iágþrýstingur eða stöku sinnum jafnvel lost),
hjartaöng, hjartsláttarónot, hraður hjartsláttur, háþrýstingur, versnandi astmi, hósti, súrefnisskortur í veíjum, nefslímubólga, soghljóð við öndun, uppþemba, húðþurrkur, andlitsbjúgur,
ofsakláði, sinadráttur, vöðvaþrautir, þvagteppa, þvaglátstmflanir, lúi, inflúensulík veikindi, hiti, kuldahrollur, hækkaður alanín amínótransferasi, þyngdartap, áverkar fyrir slysni (að
meðtöldu falli). Mjög sjaldgæfar (0,01-1%): Geðtmflanir (t.d. ofskynjanir, kvíði, martraðir), minnkuð kynlöngun, geðrof, skert einbeiting, dofi, jafnvægisleysi, talörðugleikar, sjóntmflanir,
þokusýn, augnlokabjúgur, hitasteypur, öndunarbæling, öndunarbilun, nábítur (brjóstsviði), sarpbólga (diverticulitis), kyngingartregða, gamastífla, staðbundin ofnæmisviðbrögð með
greinilegum merkjum um bólgu, en í slíkum tilvikum á að hætta meðferð með Norspan, minnkuð stinning, skert kyngeta, gallsteinar, fráhvarfseinkenni. örsjaldan koma fyrir (<0,01%):
Alvarleg ofnæmisviðbrögð, ávanabinding, skapsveiflur, vöðvatitringur, sjáaldursþrenging, eymaverkur, oföndun, hikstar, sjúklingur kúgast, graftarbólur, vessablöðmr. Ofskömmtun: Búast
má við einkennum sem svipar til einkenna annarra verkjalyfja sem verka á miðtaugakerfi. Meðferð: Takið alla plástra af húð sjúklings. Sértækt ópíóíð mótlyf svo sem naloxón getur upphafið
áhrif búprenorfíns. Pakkningar og verð 1. mars 2009: Norspan® forðaplástur 5 mikrog/klst.: 4 stk. kr.5304, Norspan® 10 mikrog/klst.: 4 stk. kr. 8740, Norspan® 20 mikrog/klst.: kr. 15594.
Markaðsleyfishafi: Norpharma a/s, Slotsmarken 15, 2970 Horsholm, Danmörk. Afgreiðslutilhögun og greiðsluþáttaka: Norspan® er lyfsseðilsskylt og greiðist skv. greiðslusfyrirkomulagi
E í lyfjaverðskrá. Umboð á íslandi: Icepharma hf. Lyngháls 13,110 Reykjavík. Samantekt um eiginleika lyfsins er stytt í samræmi við reglugerð um lyfjaauglýsingar. Upplýsingar um lyfið
er að finna í Sérlyfjaskrá og á lyfjastofnun.is. Heimildin Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) síðast endurskoðað 12. febrúar 2009.
LÆKNAblaðið 2009/95 301