Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 70

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 70
HARMONET. G 03 AA10 R 0 Húðaðar töflur: Hver tafla inniheldur: 75 pg gestóden og 20 pg etínýlestradíól. Ábendingar: Getnaöarvarnarlyf til inntöku.Skammtar og lyfjagjöf: Hvernig skal taka Harmonet:Töflurnar verður aó taka i réttri röð úr pakkningunni, á sama tíma dagsins með vökva eftirþörfum. Taka skal eina töflu á dag samfleytt í 21 dag. Byrja skal á næsta töfluspjaldi eftir 7 daga hlé. Yfirleitt byrja blæðingar á 2-2 degi eftir að síðasta tafla var tekin og þær geta enn staðið yfir þegar byrjað er á næsta töfluspjaldi. Frábendingar: Ekki ætti að nota samsettar getnaðarvarnartöflur í eftirfarandi tilfellum: Segamyndun í djúpbláæðum eöa saga um slíkt. Æöabólgur í fótum. Segarek eöa saga um slíkt. Slæmir æöahnútar. Heilaæöa- eöa kransæðasjúkdómar.Segamyndandi lokusjúkdómar (thrombogenic valvulopathies). Segamyndandi hjartsláttartruflanir (thrombogenic rhythm disorders). Arfgeng eöa áunnin segamyndunarhneigð. Höfuðverkur meö staöbundnum taugaeinkennum, eins og fyrirboöa.Sykursýki með einkennum frá æöakerfi. Háþrýstingur sem ekki hefur náðst stjórn á. Brjóstakrabbamein eöa grunur um brjóstakrabbamein eöa önnur estrógenháð æxli.ÖII æxli ill- og góökynja sem hormónar geta haft áhrif á. Lifrarkirtilæxli, lifrarkrabbamein eða virkir lifrarsjúkdómar, svo lengi sem lifrarstarfsemin hefur ekki komist aftur í eölilegt horf. Blæðing frá leggöngum af ógreindum orsökum.Porfýría. Rauöir úlfar (SLE, Systemic lupus erythematosus). Þungun eða grunur um þungun.Ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum HARMONET. Sérstök varnaöarorð og varúöarreglur við notkun: VARNAÐARORÐ: Reykingar auka hættu á alvarlegum aukaverkunum samsettra getnaöarvarnartaflna frá hjarta og æðakerfi. Þessi áhætta eykst meö aldrinum og því hve mikið er reykt (í faraldsfræöilegum rannsóknum var marktæk meiri hætta þegar reyktar voru 15 eöa fleiri sígarettur á dag). Þetta á sérstaklega viö um konur eldri en 35 ára. Konum sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur skal eindregiö ráölagt frá því aö reykja. 1). Segamyndun og segarek i bláæðum eða slagæðum.Notkun samsettra getnaðarvarnartaflna er tengd aukinni hættu á segamyndun i bláæðum og slagæðum og aukinni hættu á segareki. Fyrir sérhverja estrógen/prógestin blöndu ætti ávisaður skammtur að vera sá sem inniheldur minnsta mögulega magn af estrógeni og prógestíni sem hefur ásættanlega virkni og er nægjanlegur þörfum sérhvers sjúklings. Nýir notendur samsettra getnaðarvarnartaflna eiga að byrja á töflum sem innihalda minna en 50 mikrógrömm afestrógeni. 'Segamyndun og segarek i bláæðum: Notkun á samsettum getnaðarvarnartöflum eykur hættu á segamyndun í bláæðum og segareki. Notkun á hvers kyns samsettum getnaöarvarnartöflum felur í sér aukna hættu á segamyndun í bláæöum og segareki, samanborið við þá sem nota þær ekki. Hættan er mest fyrsta árið sem kona tekur samsettar getnaöarvarnartöflur. Þessi aukna hætta á segamyndun i bláæöum og segareki er minni en hjá konum á meðgöngu, en hættan hjá ófriskum konum er talin vera um 60 tilfelli á hvert 100.000 kvenna-ár. i 1-2 % tilfella veldur segamyndun í bláæöum dauða. í mörgum faraldsfræöilegum rannsóknum hefur komið fram að konur sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur með etínýlestradióli, yfirleitt í 30 míkrógramma skammti og progestín svo sem gestóden, eru í aukinni áhættu á segamyndum í bláæöum og segareki samanboriö viö þær sem hafa notaö samsettar getnaöarvarnartöflur sem innihalda minna en 50 míkrógrömm af etínýlestradióli og prógestíniö levonorgestrel. Niöurstööur úr nokkrum viöbótarrannsóknum hafa ekki sýnt þessa auknu áhættu. Þegar samsettar getnaöarvarnartöflur sem innihalda 30 míkrógrömm af etínýlestradíóli í samsetningu meö desogestreli eöa gestódeni eru bornar saman viö þær sem innihalda minna en 50 míkrógrömm af etínýlestradióli og levonorgestrel, hefur samanlögö hlutfallsleg áhætta á segamyndun í bláæöum og segareki verið metin á bilinu 1,5 til 2,0. Tíöni segamyndunar i bláæöum og segareks hjá konum sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur sem innihalda levonorgestrel og minna en 50 míkrógrömm af etínýlestradióli, er u.þ.b. 20 tilfelli á hver 100.000 kvenár notkunar. Fyrir samsettar getnaöarvarnartöflur sem innihalda 30 míkrógrömm af etínýlestradióli ásamt desogestreli eöa gestódeni er tíönin u.þ.b. 30-40 tilfelli á hver 100.000 kvenár notkunar, þ.e. 10-20 tilfellum fleiri á hver 100.000 kvenár notkunar. Hjá konum sem hafa tilhneigingu til segamyndunar í bláæöum og segareks er hættan á slíku enn meiri. Dæmi þar sem meiri tilhneiging er til segamyndunar i bláæðum og segareks eru: offita, skuröaögerö eöa áverki meö aukna hættu á segareki, nýleg fæöing eöa fósturlát á öðrum þriöjungi meögöngu, langvarandi hreyfingaleysi, hár aldur. Ef mögulegt er skal hætta notkun á samsettum getnaöarvarnartöflum: - fjórum vikum fyrir og tveimur vikum eftir aögeröir þar sem aukin hætta er á segareki - viö langvarandi hreyfingaleysi. *Segamyndun og segarek í slagæðum: Notkun á samsettum getnaöarvarnartöflum eykur hættuna á segamyndun í slagæöum og hættuna á segareki. Atvik sem skráö hafa verið eru meöal annars hjartadrep og heilablóðfall (blóöþurrö og heilablæöing, skammvinnt blóðþurrðarkast). Hættan á segamyndun í slagæöum og segareki er enn meiri hjá konum sem hafa undirliggjandi áhættuþætti. Gæta skal varúöar þegar konum í áhættuhópi fyrir segamyndun í slagæöum og segareki er ávísaö samsettum getnaðarvarnartöflum. Dæmi um áhættuþætti fyrir segamyndun í slagæöum og segareki eru: - reykingar, - háþrýstingur, - óhófleg blóöfituhækkun, - offita og aukinn aldur. Konur meö mlgreni (einkum mígreni með flogboða) sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur kunna aö vera í meiri hættu á aö fá heilablóðfall. 2). Augnskemmdir: Skráð hafa verið tilfelli af segamyndun í sjónuæöum, sem leitt geta til sjónmissis aö hluta eöa að fullu, samfara notkun samsettra getnaðarvarnartaflna. Ef þaö eru einhver merki eöa einkenni um breytingar á sjón svo sem sjóntruflanir, byrjun á útstæöum augum, tvísýni, doppubjúgur, eða skemmdir á sjónuæöum þá skal hætta inntöku taflnanna og strax meta orsökina. 3). Blóðþrýstingur: Skráöar hafa verið hækkanir á blóöþrýstingi hjá konum sem taka inn samsettar getnaöarvarnartöflur. Mælt er meö aö konur sem hafa háþrýsting, sögu um háþrýsting eöa sjúkdóma tengdum háþrýstingi noti aörar getnaöarvarnir. Ef samsettar getnaöarvarnartöflur eru notaöar í slíkum tilvikum þá er ráölagt aö mæla blóöþrýstinginn reglulega og ef marktæk aukning verður á blóöþrýstingi þá ber aö hætta töku taflnanna (sjá 4.3 Frábendingar). Hjá flestum konum fer blóöþrýstingur aftur í eölilegt horf þegar hætt er að taka samsettar getnaðarvarnartöflur og þaö er ekki munur á tíöni háþrýstings hjá þeim sem hafa notaö og þeim sem hafa aldrei notaö samsettar getnaöarvarnartöflur. Konur meö háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á, eiga ekki aö nota samsettar getnaöarvarnartöflur. 4). Krabbamein í æxlunarfærum: Rannsóknir hafa gefiö til kynna aö tengsl geti veriö milli notkunar samsettra getnaöarvarnartaflna og aukinnar hættu á leghálskrabbameini eöa æxlisvexti í leghálsþekju (intraepithelial) hjá nokkrum samfélagshópum kvenna. Samt sem áður er enn ágreiningur um aö hve miklu leyti þessar niöurstöður séu afleiöingar mismunandi kynlífshegöunar og annarra þátta. i þeim tilfellum þar sem óeölilegar blæöingar frá kynfærum hafa ekki verið sjúkdómsgreindar er ráölagt aö framkvæmd sé fullnægjandi sjúkdómsgreining. Safngreining á 54 faraldsfræöilegum rannsóknum sýndi aö þaö er dálítil aukning á hlutfallslegri hættu (RR=1.24) á að brjóstakrabbamein greinist hjá konum sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur boriö saman viö þær sem aldrei nota þær. Þessi aukna hætta minnkar stig af stigi á tíu árum frá því aö notkun samsettra getnaöarvarnataflna er hætt. Þessar rannsóknir sýndu ekki fram á orsakatengsl. Sú aukna hætta á greiningu brjóstakrabbameins sem sást kann aö stafa af því aö greining brjóstakrabbameins veröur fyrr hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur (vegna reglulegra eftirlits) eöa vegna líffræöilegrar verkunar taflnanna eöa af báöum þessu þáttum. Þar sem brjóstakrabbamein er sjaldgæft hjá konum undir fertugu, þá er aukning á fjölda greindra tilfella brjóstakrabbameins lítil hjá þeim sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur aö staöaldri samanboriö viö hættuna á að fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. Brjóstakrabbamein sem greindust hjá þeim sem einhvern tímann notuöu samsettar getnaöan/arnartöflur, virtust ekki vera eins langt gengin klínískt samanboriö viö brjóstakrabbamein þeirra sem aldrei notuðu samsettar getnaöarvarnartöflur. 5). Æxli I lifur/lifrasjúkdómar: í mjög fáum tilfellum hefur veriö greint frá lifrarkirtilæxlum, og enn sjaldnar illkynja lifrakrabbameinum í tengslum við notkun samsettra getnaöarvarnartaflna. Svo viröist sem áhættan aukist við notkun á samsettum getnaöarvarnartöflum. Rof á þessum lifrarkirtilæxlum geta leitt til dauöa vegna lífshættulegra kviðarholsblæöinga. Konur meö sögu um tengsl milli notkunar á samsettum getnaöarvarnartöflum og gallteppu og konur meö gallteppu á meðgöngu eru líklegri til aö mynda æxli við notkun á samsettum getnaöarvarnatöflum. Ef þessar konur fá samsettar getnaöarvarnatöflur skulu þær vera undir reglulegu eftirliti og ef einkenni koma aftur fram skulu þær hætta notkun taflnanna. 6). Migreni/Höfuðverkur: Hætta skal notkun samsettra getnaöarvarnartaflna ef fram kemur mígreni, ef mígreni versnar eöa ef fram kemur ítrekaöur, eöa viðvarandi eöa alvarlegur höfuöverkur. Kanna verður hver er ástæða höfuöverkjanna. Konur meö mígreni (einkum mígreni meö flogboða) sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur kunna að vera í meiri hættu á aö fá heilablóöfall. Varúöarráðstafanir fyrir notkun. 1).Læknisskoðun: Áöur en meðferö með samsettri getnaöarvarnartöflu er hafin á aö skoöa vandlega sjúkrasögu og fjölskyldusögu viökomandi og kanna likamsástand hans og m.a. mæla blóöþrýsting. Slika læknisskoöun á aö endurtaka reglulega meðan á meöferð með samsettri getnaðarvarnartöflu stendur. 2). Áhrifá kolvetni og lipíða: Skráð hefur veriö skert sykurþol hjá þeim sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur. Fylgjast þarf vandlega meö þeim konum sem nota samsettar getnaöarvarnartöflur og hafa skert sykurþol eöa eru sykursjúkar. Lágt hlutfall kvenna sem taka getnaðarvarnartöflur munu einnig fá breytingar á fitugildum. Hjá konum meö blóöfituhækkun sem ekki hefur náöst stjórn á skal íhuga getnaöarvörn án hormóna.Viðvarandi blóðþríglýseríðhækkun getur oröiö hjá litlum hluta þeirra sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur. Hækkun þríglýseríða í plasma getur leitt til brisbólgu og annarra fylgikvilla. Fylgjast skal náið með konum sem hafið hafa meðferð við hækkaðri blóðfitu ef þærkjósa að nota samsettar getnaðarvamartöflur. 3).BIæðingar frá kynfærum: Hjá sumum konum veröa ekki blæðingar á töflulausa tímabilinu. Ef samsettu getnaöarvarnartöflurnar hafa ekki veriö teknar samkvæmt leiöbeiningum áöur en fyrstu tíöablæöingar féllu niöur eöa ef tvennar blæöingar í röö falla niöur, þá ber aö stööva inntöku taflnanna og nota aörar getnaöarvarnir sem ekki innihalda hormóna þar til að þungun hefur veriö útilokuö. Komiö geta fram milliblæöingar og blettablæðingar hjá sjúklingum sem nota samsettar getnaöarvamartöflur einkum á fyrstu þremur mánuöum meöferöarinnar. Tegund prógestíns og skammtur þess kann aö skipta máli. Ef þessar blæöingar eru viövarandi eöa koma ítrekað fram skal ihuga hvort ástæöan sé af öörum toga en af hormónum og framkvæma viðeigandi sjúkdómsgreiningu, til aö útiloka þungun, sýkingu, illkynja sjúkdóma eöa aörar ástæöur. Ef útilokaö hefur verið að blæöingin stafi af sjúkdómum þá gæti áframhaldandi meðferö meö samsettum getnaöarvarnartöflum eöa skipti milli tegunda leyst vandamáliö . Sumar konur fá tíöateppu (líklega án eggloss) eftir að töku lyfsins er hætt eöa fátíöir (oligomenorrhea) einkum ef saga er um slíkt. 4). Þunglyndi: Fylgjast þarf náiö meö konum sem hafa sögu um þunglyndi og nota samsettar getnaöarvarnartöflur. Ef þunglyndi á alvarlegu stigi kemur aftur fram þá á aö stöðva meðferðina. Sjúklingar sem veröa verulega þunglyndir meðan á meöferö meö samsettum getnaöarvarnartöflum stendur ættu að hætta aö taka töflurnar og nota aörar geröir getnaöarvarna til aö reyna aö komast aö því hvort einkennin stafa af lyfjatökunni. 5). Annað: Gera ætti sjúklingum grein fyrir því aö þetta lyf veitir hvorki vörn gegn HIV sýkingum (alnæmi) né öörum kynsjúkdómum. Niöurgangur og/eöa uppköst geta leitt til minnkaös frásogs hormóna sem leiðir til lægri þéttni í blóövökva. (sjá kafla 4.2). Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaþurrð eða glúkósa galaktósa vanfrásog, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Einnig sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrósa-isómaltasaþurrð, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka lyfið. Milliverkanir viö önnur lyf og aörar milliverkanir. Milliverkanir etínýlestradíóls og annarra efna getur bæöi leitt til aukinnar eöa minnkaörar þéttni á etínýlestradíóli í blóövökva. Minnkuð þéttni etinýlestradíóls í blóövökva getur orsakaö aukna tiöni milliblæöinga og óreglulegra blæðinga og hugsanlega dregið úr verkun samsettra getnaöarvarnartaflna. Viö samtímis notkun lyfja sem innihalda etínýlestradíól og efna sem geta leitt til minnkaðrar þéttni etinýlestradíóls í blóðvökva er mælt meö að nota getnaðarvarnir sem ekki innihalda hormóna (s.s. verjur og sæðisdrepandi krem) samtímis hefðbundinni inntöku HARMONET, til að fyrirbyggja þungun. Samsettar getnaðarvarnartöflur ættu ekki aö vera fyrsta getnaöarvörnin ef um langvarandi notkun slíkra efna er að ræöa. Eftir að notkun efna sem leitt geta til minnkaörar þéttni etínýlestradíóls í blóövökva hefur veriö hætt er mælt meö aö nota aörar getnaðarvarnir sem ekki innihalda hormóna í aö minnsta kosti 7 daga. Ráölegt er aö nota slíkar hormónalausar getnaðarvarnir lengur ef efniö örvar lifrarensím sem leiöir til minnkaðrar þéttni etínýlestradíóls í blóövökva. Þaö getur stundum tekið nokkrar vikur þar til aö slik örvun lifrarensíma hættir en slíkt er háö skammti, lengd notkunar og hraöa brotthvarfs lifrarensímörvandi efnisins. Dæmi um efni sem geta minnkað þéttni etínýlestradíóls í blóövökva: Sérhvert efni sem minnkar viðverutímann í meltingarvegi. Efni sem örva lifrarensím s.s. rífampicín, rífabútín, barbltúrsýrur, prímadón, fenýlbútazón, fenýtóin, dexametasón, grlseófúlvln, tóplramat, sumir próteasahemlar, módafíníl. Hypericum perforatum (St. Johns Wort ) og Ritónavir (líklega með örvun lifrarensíma). Ákveðin sýklalyf (t.d. ampicillín og önnur penicillín, tetracýklín) með því að draga úr lifrar-þarma hringrás estrógens Dæmi um efni sem geta aukiö þéttni etínýlestradíóls í blóövökva: Atorvastatín. Samkeppnisblokkarfyrirsúlfateringu á veggi meltingarvegs s.s. askorblnsýra (C-vitamín) og paracetamól. Efnisem draga úr virkni cýtakróm P450 3A4 ísóensíma s.s. indínavír, flúkónazól og tróleandómýcín. Samtimis gjöf tróleandómýcins og samsettra getnaðarvamartaflna getur aukið hættuna á gallteppu i lifur. Etínýlestradiól getur truflað umbrot annarra lyfja með því að blokka umbrotsensím i lifur eða með þvi að hvetja samtengingu lyfja i lifur einkum glúkúrónlðeríngar. Því kann þéttnin i blóðvökva og vefjum ýmist að aukast (t.d. cýklóspórín, theófýllin, barksterar) eða að minnka (t.d. lamótrígín). Skráð hefurveríð aukin hætta á mjólkurflæði hjá sjúklingum sem meðhöndlaðireru með flúnarízín og fá getnaðarvamaríyf til inntöku. Skoða ætti upplýsingar þeirra lyfja sem viðkomandi notar samtimis samsettu getnaðarvamatöflunum til að greina likur á milliverkunum Hjá sjúklingum sem taka inn samsettar getnaöarvamartöflur og Jóhannesarjurt (hyperícum perforatum) hafa veríð skráðar milliblæðingar. Jóhannesarjurt kann að örva lifrarensím sem fræðilega geta leitt til minni verkunar samsettra getnaðarvarnartaflna. Mælt er með að nota einnig getnaðarvamir án hormóna ef Jóhannesaijurt er notaður samtímis samsettum getnaðarvamartöflum. Aukaverkanir: Varðandi Alvarleaar aukaverkanir hiá bcim sem nota samsettar aetnaðarvarnartöflur. Sjá kafla 4.4.. Notkun samsettra getnaðarvarnartaflana hefur veriö tengd: ‘Aukinni hættu á segamyndun og segareki í slagæöum og bláæöum, þar meö taliö kransæðastíflu, heilablóöfall, skammvinnu blóðþurröarkasti, blóðtappamyndun og lungnasegareki. *Aukinni hættu á æxlismyndun í leghálsþekju og leghálskrabbameini. *Aukinni hættu á aö greinast meö brjóstakrabbamein. *Aukin hætta á góökynja lifraræxlum (t.d. staöbundin hnútaæxli (focal nodular hyperplasia), lifrarkirtilæxli). Aðrar möaulegar aukaverkanir hiá beim sem nota samsettar getnaðarvamartöflur Algengar (>1/100):Miðtaugakerfi: Skapbreytingar þar með talið þunglyndi, breytingar á kynhvöt, höfuðverkur þar með talið mígreni, taugaveiklun, sundl. Þvag- og kynfærí:blæðingartruf1anir, bletta-/milliblæðing. Tíðaþrautir, úthverfing á legháls og breyting á seytingu úr legi, tíðateppa.Brjóst: Verkir, eymsli, stækkun og seyting úr brjóstum.Meltingarvegur: Ógleði, uppköst, kviðverkir. Húð: Gelgjuþrymlar. Sýkingar: Leggangaþroti þar með talin sveppasýking.Almennar aukaverkanir: Vökvasöfnun/bjúgur.Rannsóknir: Þyngdarbreytingar (aukin eða minnkuð). Sjaldgæfar: Meltingarvegur: Kramparí kviðarholi, þaninn kviður.Húð: Útbrot, meögöngufreknur (chloasma) sem geta verið viövarandi, óeölilegur og mikill hárvöxtur, hárlos. Innkirtlar: Breyting á matarlyst (aukin eða minnkuð). Rannsóknir: Hækkaður blóðþrýstingur, breytingar á blóðfítugildum þar með talið blóöþríglýseriöhækkun. Mjög sjaldgæfar: Hjarta- og æðakerfír.Aukning á æðahnútum.lnnkirtlar: Skert sykurþol, versnandi porfýria. Meltingarvegur: Brísbólga, lifrarkirtilsæxli, staðbundið krabbamein í lifrarfmmum, gula afvöldum gallteppu, sjúkdómarí gallblöðru þar með taldir gallsteinar, blóðþurrðar rístilbóga (ischemic colitis). Ónæmiskerfí: Bráðaofnæmi/ ofnæmislost þar meö talin mjög sjaldgæf tilfelli og alvaríegra verkanna með öndunarfæra og blóðrásar einkennum, versnandi rauðir úlfar.Miðtaugakerfír.Versnandi rykkjabrettur (chorea). Þvag- og kynfæri: Blóðlýsuþvageitrunarheilkenni. Augu: Óþol fyrir augnlinsum, sjóntaugarþroti, segamyndun I sjónuæöum.Rannsóknir: Lækkuð gildi fólats í blóðvökva. Sjóntaugarþroti getur leitt til sjónmissis aö hluta eöa aö fullu. Samsettar getnaðarvarnartöflur geta valdiö versnandi gallblöðrusjúkdómum sem fyrir eru og hraöaö þróun þessara sjúkdóma hjá konum sem áöur voru einkennalausar. Meöferö samsettra getnaðarvarnataflna getur lækkaö gildi fólats í blóövökva. Ofskömmtun: Einkenni ofskömmtunar getnaöarvarnartaflna hjá fullorðnum og börnum geta veriö, ógleöi, uppköst, eymsli i brjóstum, sundl, kviöverkur, svefnhöfgi/þreyta, konur geta fengið blæðingar. Ekkert sértækt mótefni er til og ef frekari meðferð viö ofskömmtun er nauðsynleg, skal hún beinast aö einkennum. Markaösleyfishafi: Wyeth Medica Ireland. < Umboðsaðili á íslandi: lcepharma hf Lynghálsi 13110 Rvk. Lyfiö er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: 0 Styttur sérlyfjaskrártexti dags. 16. desember 2008. Sjá allan textann á www.lvfiastofnun.is. Pakkningar og verð mars 2009: 3x21 stk, þynnupakkaö: 3439 kr. 318 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.