Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 55
U M R Æ Ð U R LÆKNISLIST OG O G FRÉTTIR FAGMENNSKA Læknirinn sem drekkur of mikið - hugleiðingar um lækna með vímuefnavanda Bjarni Össurarson bjamior<glandspitali.is Höfundur er geðlæknir á Landspítala. Erindi flutt á Læknadögum í janúar 2009. Vandinn Fíkn í áfengi eða örvnur vímuvaldandi efni getur valdið miklum veikindum og erfiðleikum fyrir einstaklinginn, fjölskyldu hans og umhverfi. Læknar eru þar í engu frábrugðnir öðrum. Þar við bætist að læknir í vímuefnavanda getur verið ófær um að stunda starf sitt eðlilega og í versta falli verið hættulegur sjúklingum sínum. Það er á ábyrgð lækna sjálfra að sjá til þess að kollegum í vanda sé rétt hjálparhönd og tryggja þannig um leið öryggi sjúklinga. Læknar verða að hafa aðgang að bestu mögulegu meðferð og stuðningi þar sem fagmennska og traust eru höfð að leiðarljósi. I þessum pistli er ætlunin að hugleiða sérstöðu lækna með áfengis-/vímuefnafíkn og hvernig mætti hugsanlega standa betur að meðferð þeirra. Faraldsfræði Líkur á að læknar þrói með sér áfengis-/ vímuefnavanda á lífsleiðinni virðast sambærilegar við almennt þýði eða á bilinu 10-15%. Þegar skoðaðir hafa verið þættir eins og sérgreinar og tegund ávanaefna eru rannsóknir nokkuð misvísandi. Læknar í bráðamóttöku, geðlæknar, svæfingalæknar og einyrkjar virðast þó í aukinni hættu á að misnota áfengi og önnur vímuefni. Eins virðast læknar nota meira af lyfseðilsskyldum ávanalyfjum en almenningur og eru einnig líklegir til að misnota þessi lyf frekar en ólögleg vímuefni.1 Ekki er ólíklegt að um 100 læknar á íslandi uppfylli greiningarskilmerki um vímuefnafíkn (í bata eða ekki) á hverjum tíma. Fíknivandi er þannig umtalsvert vandamál og langalgengasta orsök leyfissviptinga hér á landi sem annars staðar í hinum vestræna heimi. Læknar leita sér seint hjálpar Þrátt fyrir sérþekkingu og ríka þörf fyrir að gefa góð ráð koma læknar sjálfir seint til meðferðar vegna áfengis-/vímuefnavanda. Skýringar á þessu eru taldar vera margar og má rekja annars vegar til læknisins sjálfs en hins vegar til þess umhverfis sem hann vinnur í. Bent hefur verið á að læknar hafa, eins og margir aðrir, fordóma gegn og móralska sýn á fíknivanda. Eins virðast margir læknar hafa ofurtrú á að menntun þeirra og innsæi hafi verndandi áhrif. Imynd lækna er að þeir séu yfirvegaðir og hafi stjórn á aðstæðum, þannig virðist þeim erfitt að horfast í augu við að hafa misst stjórn á eigin lífi. Endurtekið hefur komið fram sú mótsögn að þó læknar lifi heilbrigðu lífi eru þeir á sama tíma sinnulausir um eigin heilbrigðisvandamál og meðhöndla sig gjarnan sjálfir. Að lokum er sjálfsmynd lækna mjög tengd starfinu og því er hræðsla við að missa starfsleyfið skiljanleg. Starfsumhverfi lækna virðist einnig seinka viðbrögðum við fíknivanda. Læknar eru enn „á palli", þeir hafa lokaorðið og samstarfsfólk virðist veigra sér við að skipta sér af. Sérstaklega er tekið til að kollegar í stéttinni séu tregir til að aðhafast, talað hefur verið um „þagnarsamsæri". Illa eða ekki er tekið á málum og ýmis aðlögun, meðvituð og ómeðvituð, gerir sjúklingnum kleift að starfa áfram þrátt fyrir vandamál. Þessi hegðun lækna hefur verið skýrð með því sem kallað er á ensku „shared personal vulnerability". Allir læknar kannast við að hafa unnið við mjög erfiðar aðstæður, borið mikla ábyrgð og þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Oft er vonlaust að vita hvort ákvörðun sem leiddi til alvarlegra afleiðinga var rétt eða ekki. Læknar virðast því upplifa mikla samkennd með kollegum sínum sem eiga í vanda og ríka þörf fyrir að fyrirgefa og horfa fram hjá. Þetta leiðir oft til afdrifaríkrar meðvirkni.2 Að lokum upplifa læknar oft að þeir fái lítinn stuðning í veikindum enda lendir vinnan oft á kollegunum. Hér þarf vakningu meðal lækna en ekki síður meðferðar- og eftirlitskerfi sem læknar geta treyst að fullu. Sérstaða meðferðarinnar Meðhöndlun áfengis-/vímuefnavanda hjá læknum hefur vissa sérstöðu. Þannig þarf meðferðaraðilinn að vera sérstaklega meðvitaður um að halda fagleg viðmið í meðferðarvinnunni. LÆKNAblaðið 2009/95 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.