Læknablaðið - 15.04.2009, Side 82
■ AFMÆLI LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR
1909-2009
Farsótt í mars
2009.
Spítali Reykjavíkur
Þingholtsstræti 25
Árið 1863 var stofnað sjúkrahúsfélag í Reykjavík sem
hafði það markmið að byggja eða kaupa hús fyrir
sjúkrahús og reka það. Árið 1866 hóf Sjúkrahúsfélag
Reykjavfkur rekstur fyrsta sjúkrahússins í bænum í
húsi Klúbbsins við suðurenda Aðalstrætis, þar sem
nú er Hjálpræðisherinn, en félagið hafði fengið
húsið að gjöf frá Siemsen kaupmanni. Klúbburinn
var eitt helsta samkomu- og veitingahús bæjarins
og þótti það nokkuð sérkennilegt sambýli að
sjúkrahús væri á efri hæðinni en skemmtistaður á
neðri hæðinni. Rekstur sjúkrahússins gekk treglega
þrátt fyrir opinber framlög og ríflega styrki frá
einkaaðilum enda ekki nægilega margir ibúar í
bænum. Þrátt fyrir það var ákveðið að ráðast í
byggingu nýs sjúkrahúss. Sjúkrahúsið var byggt
eftir teikningu Helga Helgasonar trésmiðs og
tónskálds, og var tilbúið árið 1884 og stendur á
homi Spítalastígs sem fékk nafn sitt af sjúkrahúsinu
og Þingholtsstræti.
Blaðið ísafold lýsti sjúkrahúsinu þannig:
Það er snoturt hús þessi nýi spítali en æði smásmíðislegur, svona kannske á borð við
íbúðarhús í vænna meðallagi. Fjórtán herbergisholur að meðtöldum þakklefum á efsta
lofti. Það hlýtur að þurfa bæði heppni og lag til að hrinda svo af sér aðsókn sjúklinga
að slík kytra reynist ekki von bráðar mikið til of lítil þegar hún á að rúma læknaskólann
líka og eitt herbergi þar á ofan ætlað almenningi til að lauga sig í.
Þetta gerðu Reykvíkingar og aðkomufólk sér að
góðu í tæp 20 ár því þetta var eini spítalinn í bænum.
Aðsóknin að sjúkrahúsinu var alla tíð dræm enda
vantaði sæmilega efnaða millistétt í Reykjavík
sem vildi sækja þangað þjónustu. „Fátæklingamir
hafa ekki efni á að vera þar og efnað fólk vill ekki
vera þar" og þess vegna töldu læknar og aðrir
baráttumenn fyrir breytingum á samfélagsháttum
nauðsynlegt að gera sjúkrahúsdvölina gjaldfrjálsa
til þess að hægt væri að sinna efnalitlum íbúum
bæjarins.
Árið 1876 var Læknaskólinn stofnaður en
eitt af skilyrðum fyrir læknisleyfi var að fara í
Tekið saman að
tilstuðlan Félags
áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar
í tilefni af 100 ára
afmæli Læknafélags
Reykjavikur, í október
2009
Jón Ólafur
ísberg
sagnfræðingur
ionolafur@althingi.is
(Farsótt),
framhaldsnám til Danmerkur, einkum til að kynnast
starfsemi sjúkrahúsa. Þessi krafa breyttist ekki þrátt
fyrir stofnun sjúkrahússins enda var starfsemin
þar ekki það umfangsmikil að hún teldist nægileg
verðandi læknum. íslenska læknanámið á 19. öld
skorti því miður trausta fræðilega þekkingu til
að standast samanburð við það sem var að gerast
í nágrannalöndtmum á sama tíma en sem betur
fer menntuðust margir erlendis og komu heim
með nýja þekkingu auk þess sem staðið var fast á
kröfunni um framhaldsnám erlendis.
Sjúkrahúsrekstri var hætt árið 1902 þegar
Landakotsspítali tók til starfa og var húsið einkum
notað til íbúðar næstu árin. Bærinn tóku við öllum
eignum Sjúkrahúsfélagsins árið 1910 með ýmsum
skilyrðum sem meðal annars lutu að því að byggja
nýtt sjúkrahús. Árið 1920 keypti Reykjavíkurbær
húsið og hóf rekstur sjúkrahúss. Það var þó einkum
ætlað fyrir þá sem voru með næma smitsjúkdóma
en skortur á allri aðstöðu hafði komið berlega í ljós
þegar spænska veikin geisaði síðari hluta árs 1918.
Vegna þessa hlutverks var það kallað Farsóttarhúsið
og festist nafnið við það þótt hlutverk þess
breyttist fljótlega. Ekki reyndist þörf fyrir sérstakt
farsóttarhús og hús til einangrunar smitsjúklinga
sem byggt var við Ánanaust 1906 virðist aldrei hafa
verið notað. Um tíma var húsið berklaspítali en eftir
því sem baráttan við berklana skilaði betri árangri
fækkaði berklasjúklingum. Húsið var síðan notað
sem hjúkrunar- og vistheimili fyrir geðsjúka og aðra
sem ekki fengu inni á öðrum heilbrigðisstofnunum
af ýmsum ástæðum. Árið 1969 lauk þeim rekstri
þegar örvnur og betri úrræði voru til staðar. Húsið
hefur síðan verið athvarf fyrir áfengissjúklinga sem
hvergi eiga höfði sínu að halla. í þau 125 ár sem
liðin eru frá því að sjúkrahúsrekstur hófst í húsinu
að Þingholtsstræti 25 má segja að það hafi þjónað
heilbrigðismálum með sóma.
330 LÆKNAblaðið 2009/95