Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR Y F 1 R L I T hugbrigðaröskunar lítt þekkt. Flestir telja hana eiga rót sína að rekja til áfalla eða tilfinningalegrar togstreitu. Eins og getið var að ofan hafa hugmyndir Freuds verið lífseigar á þessu sviði. Þær byggjast að einhverju leyti á tvíhyggju sálar og líkama þótt Freud sjálfur hafi verið harður efnishyggjumaður. I bók Breuers og Freuds Studien tiber Hysterie frá 1895 er því haldið fram að þeir sjúku þjáist af endurminningum sem hafa verið bældar en valda spennu sem þarf að losa um. Spennan eða sálræna togstreitan skapar kvíða og vanlíðan og hótar sálrænu jafnvægi. Kenningin er sú að þegar spennan fær ekki útrás er henni umbreytt í líkamleg einkenni. Við þetta næst ákveðin málamiðlun í sálarlífi einstaklingsins og honum líður betur. Sjúklingurinn hefur af þessu ávinning, honum léttir andlega og þetta getur leitt til þess að hann lætur sér fátt um líkamlegu einkennin finnast, en slíkt fálæti er vel þekkt og hefur verið kallað la belle indifference. Freud skilgreindi ávinning sjúklinganna sem frum- og afleiddan (primary and secondary gain). Þessi tvö hugtök hafa haft mikla þýðingu þegar kemur að hugbrigðaröskun og skyldum sjúkdómum. Frumávinningur fæst með því að umbreyta togstreitunni og kvíðanum í sálarlífinu yfir í líkamleg einkenni og minnka þar með kvíðann. Afleiddan ávinning fær sjúklingurinn með umhyggju annarra vegna líkamlega einkenna sinna og veikinda. Auk þessa losnar hann undan ýmsum kröfum umhverfisins og samfélagsins sem áður voru gerðar til hans. Þótt skýringar Freuds hafi haft mikil áhrif hafa komið fram aðrar sálfræðilegar skýringar og ber þar helst að nefna námssálarfræðilegar skýringar. Þær eru með breytilegum áherslum en eiga það sammerkt að litið er á hugbrigðaröskun sem lært atferli og að einkenni sjúklings orsakist og sé viðhaldið af einhvers konar umbun sem sjúklingurinn fær í víxlverkan hans og umhverfisins. Taugalífeðlisfræðilegar og myndrænar skýringar Nýlegar rannsóknir á hugbrigðaröskun benda til truflunar í taugabrautum sem tengja og samhæfa heilasvæði tengd ætlun, skynjun og hreyfingu.23 Hér er fyrst og fremst um að ræða niðurstöður sem fengist hafa með starfrænni (functional) segulómstækni (fMRI). Þótt þessar rannsóknir hafi fært hið starfræna nær hinu vefræna, ef svo má segja, er rétt að benda á að þótt ákveðin virkni heilasvæða sjáist við segulómun er ekki víst að hún endurspegli orsök eða afleiðingu þess sem á undan fór. Hvort kom fyrst, sálarkvölin, líkamlegu einkennin eða virknin á segulómuninni? Talið er að taugabrautir milli ennisblaðs (frontal) og neðanbarkarkjama (subcortical nuclei) stjómi og miðli mörgum hliðum mannlegs atferlis. Börkur augntóttarhluta ennisblaða (orbitofrontal cortex) heilans samhæfir starfsemi stúkunnar (thalamus), möndlungsins (amygdala) og heilabarkarins. í hugbrigðaröskun virðist stilling og samhæfing skyn- og hreyfiáætlvmar (planning) trufluð vegna aukinnar virkni í fremri gyrðilgára (cingulate cortex), augntóttarhluta ennisblaðs og randkerfi (limbic system) heilans sem leiðir til aukinnar hömlunar.23 Aftur á móti sést minnkuð virkni á neðanbarkarsvæðum við hugbrigðarlömun24 og minnkuð virkni í líkams- skynberki (somatosensory cortex) við hugbrigða- tilkenningarleysi (conversion anaesthesia).25 Hvað ef sjúklingar með hugbrigðaröskun eru bornir saman við einstaklinga sem gera sér upp lömun? I einni slíkri rannsókn kom í ljós minnkuð virkni í gagnstæðu framennisblaði (prefrontal cortex) þegar sjúklingar með hugbrigðalömun reyndu að hreyfa máttvana útlim. Slíkt gerðist ekki hjá sjálfboðaliðum sem vísvitandi gerðu sér upp lömun. Sú niðurstaða bendir til þess að sjúklingarnir hafi ekki verið að gera sér upp veikindi sín.26 Með þessum hætti mætti hugsanlega í framtíðinni greina á milli hugbrigðaröskunar og uppgerðar. Hugbrigðaröskun og dáleiðsla Joseph Babinski (1857-1932) taldi einkenni hugbrigðaröskunar benda til aukins sefnæmis (hypersuggestibility) og var þar sammála Charcot. Því er tilkomið hugtakið sefasýki. Babinski kallaði hysteriu piathisma og taldi röskunina sálræna. Svo virðist sem sjúklingar með hugbrigðaröskun séu næmari fyrir dáleiðslu en gengur og gerist. Hægt er að framkalla og lækna hugbrigðaeinkenni með sefjun, enda hefur dáleiðsla verið notuð sem meðferð eins og vikið verður að síðar. Svipaðar breytingar koma fram í starfrænni segulómun hjá sjúklingum annars vegar með hugbrigðamáttleysi og hins vegar með máttleysi framkallað með dáleiðslu. Þær lýsa sér í aukinni virkni í gagnstæðum fremri hluta gyrðilgára og í augntóttarberki ennisblaðs en minnkaðri eða engri virkni í hreyfisvæðum heilans (motor-premotor cortex). Aukna virknin virðist tákna aukna hömlun á viljastýrðri hreyfigetu sjúklinganna.27' 29 Svo virðist sem þeir séu að reyna að hreyfa viðkomandi útlim en ná ekki að virkja hreyfisvæði heilans. LÆKNAblaðið 2009/95 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.