Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 27

Læknablaðið - 15.04.2009, Side 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Segulörvun heila Segulörvun heila (transcranial stimulation, TCS) er meðferð sem hefur rutt sér til rúms á undanfömum árum og bent er á yfirlitsgrein um þetta efni í Læknablaðinu.43 Breytilegt segulsvið í spólu sem lögð er á höfuðið spanar upp straum í heila sem eftir tíðni áreitisins getur haft örvandi eða hemlandi áhrif á heilasvæðin undir spólunni. Á þennan hátt hefur verið reynt að nota segulörvun til að meðhöndla taugasjúkdóma og geðraskanir. Rannsóknir um þetta hafa meðal annars beinst að flogaveiki, mænu- og hnykilhrömun og djúpri geðlægð. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til gagnsemi segulörvunar við hugbrigðaröskun en þörf er á stærri rannsóknum á því sviði.44 Út frá áhrifum segulörvunar hefur verið ályktað að um truflun sé að ræða í hringrásinni milli ennisblaðs og neðanbarkarkjarna heilans. Er það í samræmi við niðurstöður stafrænnar segulómmyndatöku (fMRI) sem um var getið að ofan þegar rætt var um meingerð hugbrigðaröskunar. Endurhæfing Þess má geta að ein meðferð útilokar ekki aðra. í dag er oftast mælt með þverfaglegri meðferð.15-45 í niðurstöðum rannsókna undanfarinna ára er lögð mikil áhersla á að virk endurhæfing sé hafin eins fljótt og kostur er á, sérstaklega á þetta við þegar um hreyfitmflun er að ræða. Sjúkraþjálfarar og þær meðferðir sem þeir hafa yfir að ráða skipta miklu máli og mikilvægt er að þeir vinni í nánu sambandi við lækni sjúklingsins.15-45 Aukin áhersla á þjálfun hefur leitt til þess að sjúklingar með hugbrigðaröskun eru frekar lagðir inn á tauga- og endurhæfingardeildir en geðdeildir í seinni tíð. í endurhæfingunni er lögð áhersla á að þjálfa upp fyrri starfsgetu að nýju. Minni áhersla er lögð á að greina „undirliggjandi" sálrænan vanda. Þörfina á sálrænni meðferð er þó mikilvægt að meta hverju sinni. Sjúkdómsgangur og horfur Um 50-90% sjúklinga verða betri af einkennum sínum eftir hefðbundnar rannsóknir og útskýringu á eðli vandans en um fjórðungi þeirra versnar aftur með sömu eða ný einkenni.31 Einkennin geta tekið sig upp aftur á sama líkamssvæði, en þau geta einnig „ferðast" milli líkamshluta. Ef sjúklingar með fyrri sögu um hugbrigðaröskun fær ný einkenni er að sjálfsögðu mikilvægt að taka faglega á hverjum veikindum fyrir sig en ekki dæma einkennin sem hugbrigðaröskun án frekari athugunar. Horfur sjúklinga eru verri hafi einkenni staðið í lengri tíma og ef um aðra geðsjúkdóma er að ræða.31 Jákvæðir forspárþættir eru skyndilegt upphaf veikinda, þekktur streituvaldur í nánu samhengi við upphaf veikinda, ef meðferð er hafin snemma, góð greind sjúklings og fjarvera annars geðsjúkdóms.15 Lokaorð Mikilvægt er fyrir alla lækna að þekkja til starfrænna einkenna þar sem þau eru algeng og hafa í för með sér að minnsta kosti jafnmikil veikindi og ef um vefrænan sjúkdóm væri að ræða. Hugbrigðaröskun er starfræn röskun þar sem einstaklingar hafa taugaeinkenni á borð við lömun, skyntap eða blindu án þess að vefræn skýring finnist. Greiningin byggist fyrst og fremst á sögutöku og skoðun þó að rannsóknir séu oft nauðsynlegar til að útiloka vefrænan sjúkdóm. Meðferðin felst í því að komast að undirliggjandi sálrænni streitu sjúklingsins auk endurhæfingar þar sem lögð er áhersla á að koma starfsgetu hans aftur í eðlilegt horf. Heimildir 1. Wakefield JC. Disorder as a harmful dysfunction. A conceptual critique of DSM-III's definition of mental disorder. Psychol Rev 1992,99: 232-47. 2. Smári J, Stefánsson SB. Frá Sveini Pálssyni til Jerome Wakefield: Sjúkdómar, raskanir og greiningakerfi. í: Þekking - engin blekking (ritstj. Jónsson E, Frímansson GH, Gissurarson HH). Háskólaútgáfan, Reykjavík 2006:133-44. 3. Stone J, Wojcik W, Durrance D, et al. What should we say to patients with symptoms unexplained by disease? The "number needed to offend". BMJ 2002; 325:1449-50. 4. Barsky AJ, Borus JF. Somatization and medicalization in the era of managed care. JAMA1995; 274:1931-4. 5. De Waal MW, Amold IA, Eekhof JA, van Hemert AM. Somatoform disorders in general practice: prevalence, functional impairment and comorbidity with anxiety and depressive disorders. Br J Psychiatry 2004; 184: 470-6. 6. Carson AJ, Ringbauer B, Stone J, McKenzie L, Warlow C, Sharpe M. Do medically unexplained symptoms matter? A prospective cohort study of 300 new referrals to neurology outpatient clinics. J Neurol Neurosurg Psychiatry 2000; 68: 207-10. 7. Nimnuan C, Hotopf M, Wessely S. Medically unexplained symptoms: an epidemiological study in seven specialities. J Psychosom Res 2001; 51: 361-7. 8. Carson AJ, Best S, Postma K, Stone J, Warlow CP, Sharpe M. The outcome of neurology outpatients with medically unexplained symptoms: a prospective cohort study. J Neurol Neurosurg Psychiatry 2003; 74: 897-900. 9. Stone J, Sharpe M, Rothwell PM, Warlow CP. The 12 year prognosis of unilateral functional weakness and sensory disturbance. J Neurol Neurosurg Psychiatry 2003; 74: 591-6. 10. Crimlinsk HL, Bhatia K, Cope H, David A, Marsden CD, Ron MA. Slater revisited: 6 year follow up study of patients with medically unexplained motoi symptoms. BMJ 1998; 316: 582- 6. 11. Carson AJ, Ringbauer B, MacKenzie L, Warlow C, Sharpe M. Neurological disease, emotional disorder and disability: they are related. A study of 300 consecutive new referrals to a neurology outpatient department. J Neurol Neurosurg Psychiatry 2000; 68: 202-6. 12. DSM-IV. Diagnostic and statistical manual of mental disorders, fourth edition. American Psychiatric Press, Washington 1994: 445-69, 844-9. 13. Stefansson JG, Messina JA, Meyerowitz S. Hysterical neurosis, conversion type: clinical and epidemiological considerations. Acta Psychiatr Scand 1976; 53:119-38. LÆKNAblaðið 2009/95 275

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.