Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 45
Hávar Sigurjónsson UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR RISTILKRABBASKIMUN Skimun skiptir máli í tengslum við fyrirhugað fræðsluátak um ristil- og endaþarmskrabbamein kom hingað til lands í marsmánuði Nea Malila frá Finnlandi en hún hefur stýrt yfirgrips- mikilli skimun fyrir ristilkrabbameini í Finnlandi frá árinu 2004. Árangur hefur verið mjög góður og þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Læknablaðið átti samtal við Neu Malila er hún var stödd hér á landi í boði Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar en félögin stóðu fyrir málþingi um ristilkrabbamein 14. mars undir yfirskriftinni Forvörn er fyrirhyggja. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið í báðum kynjum meðal íslendinga. Árlega greinast um 112 einstaklingar með þessi krabbamein og 40-50 sjúklingar deyja á hverju ári vegna þessa sjúkdóms, ef tekið er mið af árabilinu 1995-1999. Meðalaldur þeirra sem grein- ast eru um 70 ár, en nýgengi (fjöldi nýrra tilfella á ákveðnu tímabili) byrjar að aukast um 50 ára aldurinn, en er tiltölulega sjaldgæft fyrir fimmtugt eða um 6-7% af öllum greindum ristilkrabbamein- um. Krabbamein í ristli á árunum 1995-1999 er heldur algengara hjá körlum (240) en konum (186), en endaþarmskrabbamein er nær jafn al- gengt (66 konur, 70 karlar). Þessi krabbamein eru því heldur algengari hjá körlum. Um 90% þeirra sem greinast eru 50 ára eða eldri. Þá greinast 11- 12% æxlanna við 50-60 ára aldur, 20% við 60-70 ára aldur. Rúmlega helmingur ristilkrabbameina sem finnst á hverju ári greinist hjá einstaklingum sem eru á aldrinum 50-75 ára. Ofangreindar upplýsingar koma fram í nýrri grein Ásgeirs Theódórs meltingarfærasérfræðings sem birt er á doktor.is. Þar segir Ásgeir enn- fremur: „Hér á landi hefur verið í undirbúningi mark- visst fræðsluátak, sem aðallega mun beinast að almenningi varðandi krabbamein í ristli og endaþarmi. Mun það fjalla um áhættuþætti, einkenni og ýmsar forvarnaraðgerðir. Fyrirhugað er að hefja þetta fræðsluátak næstkomandi haust. Þá hefur nefnd á vegum landlæknis skilað til- lögum að leiðbeiningum um skimun fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi. Umsagnir nokkurra aðila um þessar tillögur eru nú til athugunar, en endanlegum leiðbeiningum um eftirlit og skimun fyrir þessu krabbameini er að vænta fljótlega." Góður árangur af skimun „Frumkvæðið að skimunarátakinu fyrir ristil- krabbameininu kom frá samtökum Krabba- meinsfélaga í Finnlandi og undirbúningur hófst 2001. Rökin fyrir því að hefja skimun voru niðurstöður rannsókna í öðrum löndum þar sem sýnt var fram á með óyggjandi hætti að skimun drægi úr dauðsföllum af völdum krabbameins í ristli og endaþarmi," segir Nea Malila. Hún segir að sveitarfélögum í Finnlandi sé í sjálfsvald sett hvort þau taki þátt í skimuninni en ef þau geri það gangi þau inn á skilmála um framkvæmd skimunarinnar sem krabbameins- samtökin hafa sett. „Sveitarfélögin greiða fyrir póstkostnað við skimunina og sjá síðan um að vinna úr gögnunum og sinna speglunum við þá sem kallaðir eru inn í kjölfarið. Þetta hefur gengið mjög vel og skilað mjög góðum árangri. Fram að þessu hefur um helmingur allra sveitar- félaga í landinu tekið þátt og framundan er þátttaka þriggja stærstu sveitarfélaganna, borganna, og markmiðið er að ná til helmings allra í markhóp- num." Skimunin er takmörkuð við aldurshópinn 60- 69 ára og Nea segir að vissulega hefði þau viljað stækka markhópinn með því að taka inn aldurs- hópinn 50-59 ára en það hafi verið talið of kostn- aðarsamt. „Dánartíðni af völdum þessa krabba- meins er hæst hjá 74 ára karlmönnum og því varð aldurshópurinn 60-69 ára fyrir valinu." Skimunin fer þannig fram að þátttakendur fá sent í pósti einfaldan skimunarbúnað til að taka saursýni og senda það síðan til baka þar sem leitað er eftir hvort blóð leynist í saurnum en það er ein LÆKNAblaðið 2009/95 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.