Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 4

Læknablaðið - 15.06.2009, Page 4
EFNISYFIRLIT Frágangur fræöilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtal- inni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af net- inu. RITSTJÓRNARGREINAR Friðbjörn Sigurðsson Nýgengi ristilkrabbameins eykst, enn meiri þörf er á skimun Auðvelt er að fara eftir leiðbeiningum frá landlækni um skimun og læknar eiga að ræða hana við sjúklinga sína. Á tímum sem þessum höfum við ekki efni á að skima ekki. Eiríkur Jónsson Blöðruhálskirtilskrabbamein og hóp- leit - allt orkar tvímælis þá er gert er Lykilatriði er að fræða karlmenn um flóknar spurningar sem vakna greinist þeir með meinið á frumstigi. 419 421 FRÆÐIGREINAR Pétur Snæbjörnsson, Lárus Jónasson, Þorvaldur Jónsson, Páll Helgi Möller, Ásgeir Theodórs, Jón Gunnlaugur Jónasson Ristilkrabbamein á íslandi 1955-2004. Faraldsfræðileg og meinafræðileg athugun og samanburður á kynjum Þessi rannsókn hefur þá meginkosti að vera mjög stór og lýðgrunduð og byggjast á nákvæmri krabbameinsskráningu. Jafnframt er til grundvallar vel skilgreint landsvæði sem nær yfir heilt land og heila þjóð, sjúklingar með svipaðan erfðafræðilegan og félagshagfræðilegan bakgrunn og það að öll meinafræðigögn voru endurskoðuð, einnig vefjasvör, krufningaskýrslur og vefjagler frá upphafi. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Anna Margrét Guðmundsdóttir, Emil L. Sigurðsson 433 Sjá upplýsingar um frágang fræði- legra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Mígreni - greining og meðferð í heilsugæslu Höfuðverkur er algeng umkvörtun í heilsugæslu og mígreni ásamt spennuhöfuðverk eru algengustu höfuðverkjasjúkdómar sem heimilislæknar fást við. Talið er að flestir mígrenisjúklingar leiti til heimilislækna, en sjúklingar með mígreni leita einnig til annarra sérgreinalækna eins og taugalækna og kvensjúkdómalækna. Umræðuhluti Gunnar Guðmundsson, Tómas Guðbjartsson 441 Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Hæðarveiki - yfirlitsgrein Höfuðverkur er algengasta einkenni hæðarveiki og lystarleysi, ógleði og svefntruflanir eru einnig algengar kvartanir. Við hraða eða mikla hækkun er hætta á bráðri háfjallaveiki sem lýsir sér með svæsnum höfuðverk sem svarar illa verkjalyfjum, ógleði, uppköstum og mikilli þreytu. Hæðarveiki er helst hægt að fyrirbyggja með því að hækka sig rólega og stilla gönguhraða í hóf. 416 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.